Gengur í suðaustanstorm með talsverðri rigningu Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2022 07:14 Veðurstofan spáir miklu hvassviðri í kvöld og í nótt. Svona er vindaspáin fyrir klukkan 1 næstu nótt. Veðurstofan Lægðardrag gengur norðaustur yfir landið með morgninum og ber þar með sér hvassa suðaustanátt, slyddu eða rigningu sunnan og vestan til, en snjókomu inn til landsins. Í kvöld gengur svo í suðaustanstorm með talsverðri rigningu sunnantil. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út víða um land. Á vef Veðurstofunnar segir að skyggni geti orðið lítið á Hellisheiði um tíma í dag vegna snjókomu og skafrennings. Mun hægara og úrkomulítið norðaustan til, og hiti á landinu núll til fimm stig. „Langt suðvestur í hafi er ört vaxandi lægð, sem nálgast hröðum skrefum, en lægðin fer fyrst að láta finna fyrir sér síðla kvölds þegar gengur í suðaustanstorm eða -rok með talsverðri rigningu sunnan til. Hvessir enn um tíma í nótt, en fer síðan að draga úr vindi og úrkomu. Gular veðurviðvaranir eru í gildi og eru ferðalangar beðnir um að kynna sér þær, ásamt færð á vegum, áður en lagt er af stað. Óveðrið veldur einnig hárri sjávarstöðu og talsverðu brimi og eru menn beðnir um að fara varlega nærri ströndinni sunnan og vestan til. Allhvöss eða hvöss suðaustanátt og rigning eða slydda með köflum eftir hádegi á morgun, jafn vel stormur við austurströndina, en lægir heldur og rofar til um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gular viðvaranir eru í gildi á sunnan og vestanverðu landinu í nótt og til morguns. Gular viðvaranir: Suðurland. Suðaustan stormur eða rok. 5. janúar kl. 21:00 til 6. janúar kl. 4:00 Faxaflói. Suðaustan stormur. 5. janúar kl. 22:00 til 6. janúar klukkan 11:00. Breiðafjörður. Suðaustan stormur eða rok. 6. janúar kl. 01:00 til 6. janúar kl. 13:00 Miðhálendið. Suðaustan rok. 5. janúar kl. 21:00 til 6. janúar kl. 08:00 Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan og suðaustan 18-25 m/s og rigning eða slydda með köflum, en talsverð úrkoma SA-lands. Hiti 1 til 6 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum S- og V-til, en kólnar og styttir upp fyrir norðan. Á föstudag: Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, rigning eða slydda með köflum á S- og V-landi og hiti 1 til 5 stig. Þurrt um landið NA-vert og hiti við frostmark. Hvassviðri eða stormur S-til um kvöldið með aukinni rigningu. Á laugardag: Allhvöss eða hvöss suðaustanátt með talsverðri rigningu eða slyddu A-lands í fyrstu, en snýst síðan mun hægari suðlæga átt með lítilsháttar rigningu eða snjókomu. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm með talsverðri rigningu eða slyddu S- og A-lands og hlýnandi veður. Á mánudag: Útlit fyrir norðanátt með snjókomu á N-verðu landinu, en bjartviðri syðsta og talsverðu frosti um land allt. Á þriðjudag: Líklega stíf suðvestanátt með rigningu eða slyddu og hlýrra veðri. Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að skyggni geti orðið lítið á Hellisheiði um tíma í dag vegna snjókomu og skafrennings. Mun hægara og úrkomulítið norðaustan til, og hiti á landinu núll til fimm stig. „Langt suðvestur í hafi er ört vaxandi lægð, sem nálgast hröðum skrefum, en lægðin fer fyrst að láta finna fyrir sér síðla kvölds þegar gengur í suðaustanstorm eða -rok með talsverðri rigningu sunnan til. Hvessir enn um tíma í nótt, en fer síðan að draga úr vindi og úrkomu. Gular veðurviðvaranir eru í gildi og eru ferðalangar beðnir um að kynna sér þær, ásamt færð á vegum, áður en lagt er af stað. Óveðrið veldur einnig hárri sjávarstöðu og talsverðu brimi og eru menn beðnir um að fara varlega nærri ströndinni sunnan og vestan til. Allhvöss eða hvöss suðaustanátt og rigning eða slydda með köflum eftir hádegi á morgun, jafn vel stormur við austurströndina, en lægir heldur og rofar til um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gular viðvaranir eru í gildi á sunnan og vestanverðu landinu í nótt og til morguns. Gular viðvaranir: Suðurland. Suðaustan stormur eða rok. 5. janúar kl. 21:00 til 6. janúar kl. 4:00 Faxaflói. Suðaustan stormur. 5. janúar kl. 22:00 til 6. janúar klukkan 11:00. Breiðafjörður. Suðaustan stormur eða rok. 6. janúar kl. 01:00 til 6. janúar kl. 13:00 Miðhálendið. Suðaustan rok. 5. janúar kl. 21:00 til 6. janúar kl. 08:00 Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan og suðaustan 18-25 m/s og rigning eða slydda með köflum, en talsverð úrkoma SA-lands. Hiti 1 til 6 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum S- og V-til, en kólnar og styttir upp fyrir norðan. Á föstudag: Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, rigning eða slydda með köflum á S- og V-landi og hiti 1 til 5 stig. Þurrt um landið NA-vert og hiti við frostmark. Hvassviðri eða stormur S-til um kvöldið með aukinni rigningu. Á laugardag: Allhvöss eða hvöss suðaustanátt með talsverðri rigningu eða slyddu A-lands í fyrstu, en snýst síðan mun hægari suðlæga átt með lítilsháttar rigningu eða snjókomu. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm með talsverðri rigningu eða slyddu S- og A-lands og hlýnandi veður. Á mánudag: Útlit fyrir norðanátt með snjókomu á N-verðu landinu, en bjartviðri syðsta og talsverðu frosti um land allt. Á þriðjudag: Líklega stíf suðvestanátt með rigningu eða slyddu og hlýrra veðri.
Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Sjá meira