Á átján mánaða tímabili frá því í mars 2020 til loka september 2021 tekur fjöldi starfandi innan ferðaþjónustunnar 45 prósent dýfu. Fjöldi starfa í greininni var 25 þúsund, bæði í upphafi og í lok tímabilsins.
![](https://www.visir.is/i/62E5266149D8F45D2820DF0A614D7A4482F9854B8250ED459B91FE9E35BDBF45_713x0.jpg)
Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu um ferðaþjónustuna sem Ferðamálastofa gerir með KPMG og kynnt var fyrr í dag. Þar er á grundvelli spálíkana áætlað um afkomu ársins 2021 og hver staðan er nú um áramótin. Þá er farið er yfir rekstur ferðaþjónustunnar á árinu 2020 og efnahag í árslok 2020.
Á milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs 2021 urðu til rúmlega 11 þúsund störf í ferðaþjónustu en á sama tímabili eru um þrjú þúsund ráðninga inn í greinina í gegnum úrræði stjórnvalda um ráðningarstyrki og átakið Hefjum störf. Samkvæmt Hagstofunni var fjöldi launagreiðenda í október 2021 farinn að nálgast sambærilegan fjölda og í október 2019.
![](https://www.visir.is/i/7D62CFC7FB824FC9E471CAE7A4A53EB33F9518985D57B0AB457B183B7A81C96E_713x0.jpg)
Um þriðjungur starfandi eru erlendir ríkisborgarar
Hlutfall erlendra ríkisborgara af fjölda starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar var 38 prósent í september 2021, samanborið við 32 prósent á sama tíma árið 2020. Hlutfallið hefur ekki verið hærra á síðustu árum.
Þegar umfang ferðaþjónustunnar var sem mest í fjölda ferðamanna talið árið 2018 nam fjöldi starfandi tæplega 33 þúsund. Nái ferðaþjónustan sama umfangi í fjölda starfa vantar átta þúsund starfsmenn til starfa í greininni.
Nái ferðaþjónustan sama umfangi í fjölda starfa vantar átta þúsund starfsmenn til starfa í greininni.
Á sama tíma er fjöldi atvinnulausra hratt að nálgast sambærilegan fjölda og fyrir faraldurinn eða um 10 þúsund. Ef 10 þúsund atvinnulausra endurspeglar langtíma jafnvægi í fjölda atvinnulausra draga skýrsluhöfundar þá ályktun að frekari fjölgun starfandi í ferðaþjónustu þurfi að koma erlendis frá.
![](https://www.visir.is/i/04FFD69045DA9DEF227559F6E450A8D5A14B89D089863A130592CBFBE9461DBD_713x0.jpg)
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.