Björn Ingi segir óbólusetta útlendinga „bleika fílinn í stofunni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2022 08:05 „Björn Ingi á Viljanum“ er orðinn landsfrægur fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum. Vísir/Vilhelm „Bleiki fíllinn í stofunni“, sem ekki má tala um, er að flestir þeir sem nú veikjast alvarlega af kórónuveirunni hér á landi „eru útlendingar sem vinna hér og hafa íslenska kennitölu en gera annars lítt eða ekkert með sóttvarnaráðstafanir okkar samfélags“. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, í pistli á Viljanum. Björn Ingi, sem er orðinn frægur fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum almannavarna, segir umrædda útlendinga neita að láta bólusetja sig og „leggja því meira á heilbrigðiskerfið okkar og eigin heilsu en ástæða væri til“. Björn Ingi segir að erlendis hafi sums staðar verið gripið til „óyndisúrræða“ til að bregðast við þessu; til að mynda útgöngubanns fyrir óbólusetta og uppsagna starfsfólks sem neitar að láta bólusetja sig, „allt vegna þess að slík ákvörðun fárra hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif fyrir samfélagið allt,“ segir í pistlinum. Umfjöllunarefni Björns Inga er annars sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögum sóttvarnalæknis um að fresta skólabyrjun. Segir hann um að ræða pólitíska ákvörðun um að „láta veiruna gossa“ og vona það besta í ljósi fregna af mildum veikindum af völdum ómíkron. Björn Ingi leiðir líkur að því að ráðherra og aðrir í ríkisstjórninni séu farnir að hlusta á aðra en sóttvarnalækni og nefnir þar til sögunnar Björn Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og nýráðinn ráðgjafa heilbrigðisráðherra. „Það er eins gott að þetta veðmál gangi eftir, því annars er hætt við að ráðherrann og ríkisstjórnin öll sitji uppi með Svarta Pétur. Við höfum farið einna best þjóða út út faraldrinum hingað til og vitum hvers vegna. Það sýnir pólitískt þor að bregða út af þeirri leið núna í þeirri von að veiran gossi bara út um allt og þar með náist hjarðónæmi hratt. Kannski mun það ganga eftir. Vonandi verður það ekki á endanum fífldirfskan ein,“ segir Björn Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Sjá meira
Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, í pistli á Viljanum. Björn Ingi, sem er orðinn frægur fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum almannavarna, segir umrædda útlendinga neita að láta bólusetja sig og „leggja því meira á heilbrigðiskerfið okkar og eigin heilsu en ástæða væri til“. Björn Ingi segir að erlendis hafi sums staðar verið gripið til „óyndisúrræða“ til að bregðast við þessu; til að mynda útgöngubanns fyrir óbólusetta og uppsagna starfsfólks sem neitar að láta bólusetja sig, „allt vegna þess að slík ákvörðun fárra hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif fyrir samfélagið allt,“ segir í pistlinum. Umfjöllunarefni Björns Inga er annars sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögum sóttvarnalæknis um að fresta skólabyrjun. Segir hann um að ræða pólitíska ákvörðun um að „láta veiruna gossa“ og vona það besta í ljósi fregna af mildum veikindum af völdum ómíkron. Björn Ingi leiðir líkur að því að ráðherra og aðrir í ríkisstjórninni séu farnir að hlusta á aðra en sóttvarnalækni og nefnir þar til sögunnar Björn Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og nýráðinn ráðgjafa heilbrigðisráðherra. „Það er eins gott að þetta veðmál gangi eftir, því annars er hætt við að ráðherrann og ríkisstjórnin öll sitji uppi með Svarta Pétur. Við höfum farið einna best þjóða út út faraldrinum hingað til og vitum hvers vegna. Það sýnir pólitískt þor að bregða út af þeirri leið núna í þeirri von að veiran gossi bara út um allt og þar með náist hjarðónæmi hratt. Kannski mun það ganga eftir. Vonandi verður það ekki á endanum fífldirfskan ein,“ segir Björn Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Sjá meira
Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27