Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglunnar á Austurlandi. Þar kemur fram að ný tímasetning verði tilkynnt síðar á morgun, mánudaginn 3. janúar eða þriðjudaginn 4. janúar. Hún verður auglýst á heimasíðu og á fésbókarsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands, (HSA), og í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi á vef lögreglu meðal annars og á fésbókarsíðu lögreglu.
„Þeir sem hafa einkenni COVID smits eru beðnir um að halda sig heima og forðast umgengni við aðra,“ segir í tilkynningunni.
Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands er spáð norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum við fjöll á Austurlandi. Víða skafrenningi með lélegu skyggni og éljum.