Luke de Jong tryggði Börsungum sigur 2. janúar 2022 19:31 Luke de Jong skoraði sigurmarkið EPA-EFE/Cati Cladera Barcelona tókst að knýja fram sigur gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 0-1. Luke de Jong skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Sigurinn kemur Barcelona upp í fimmta sæti deildarinnar. Fjöldi leikmanna Barcelona smitaðist af kórónuveirunni í jólafríinu svo liðið mætti ansi vængbrotið til Mallorca eyjar í dag. Það var ekki mikið um fína drætti í leiknum en leikmenn Barcelona höfðu þó ágætis yfirburði og voru með boltann næstum 70% af leiknum. Illa gekk þó að skapa sér góð færi og það var ekki fyrr en á 44. mínútu sem ísinn var brotinn. Luke de Jong skoraði þá með skalla eftir fína fyrirgjöf frá Oscar Mingueza. 0-1 í hálfleik. Mallorca sótti ansi mikið í síðari hálfleik án þess að ná að skora og Barcelona fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri, 0-1, og eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Spænski boltinn
Barcelona tókst að knýja fram sigur gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 0-1. Luke de Jong skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Sigurinn kemur Barcelona upp í fimmta sæti deildarinnar. Fjöldi leikmanna Barcelona smitaðist af kórónuveirunni í jólafríinu svo liðið mætti ansi vængbrotið til Mallorca eyjar í dag. Það var ekki mikið um fína drætti í leiknum en leikmenn Barcelona höfðu þó ágætis yfirburði og voru með boltann næstum 70% af leiknum. Illa gekk þó að skapa sér góð færi og það var ekki fyrr en á 44. mínútu sem ísinn var brotinn. Luke de Jong skoraði þá með skalla eftir fína fyrirgjöf frá Oscar Mingueza. 0-1 í hálfleik. Mallorca sótti ansi mikið í síðari hálfleik án þess að ná að skora og Barcelona fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri, 0-1, og eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti