Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 11:13 Bjarni Már Magnússon prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Vísir/Baldur Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira