Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 11:13 Bjarni Már Magnússon prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Vísir/Baldur Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira