Lukaku gagnrýnir Tuchel og segist ætla að snúa aftur til Inter í framtíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. desember 2021 19:01 Romelu Lukaku er ekki sáttur við leikkerfið sem Thomas Tuchel vill spila. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur gagnrýnt leikskipulag Thomas Tuchel, þjálfara Chelsea. Þá segist hann ekki vera ánægður með hvernig hann skildi við Ítalíumeistara Inter og að hann muni snúa aftur til þeirra í framtíðinni. Lukaku gekk til liðs við Chelsea á nýjan leik í sumar, en Lundúnaliðið greiddi tæpar hundrað milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Lukaku hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla á tímabilinu, en hefur þó skorað í seinustu tveim deildarleikjum sínum fyrir Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Manchester City. Í samtali við Sky Sports á Ítalíu segist Lukaku ekki vera ánægður með stöðuna hjá Chelsea og gagnrýnir leikskipulag þjálfarans. „Líkamlega er ég í góðu standi. En ég er ekki ánægður með stöðu mála hjá Chelsea,“ sagði Lukaku. „Tuchel hefur ákveðið að breyta um leikkerfi - en ég gefst ekki upp, ég mun vera fagmannlegur. Ég er ekki ánægður með stöðuna, en ég er atvinnumaður og má ekki gefast upp núna.“ Romelu Lukaku to @SkySport: "Physically I am fine. But I'm NOT happy with the situation at Chelsea. Tuchel has chosen to play with another system - I won't give up, I'll be professional. I am not happy with the situation but I am professional - and I can't give up now". 🔵 #CFC pic.twitter.com/KGNoJ10cwp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2021 Þá opinberaði framherjinn einnig ást sína á sínu fyrrum félagi, Inter, og segist óánægður með það hvernig hann yfirgaf félagið. Hann segist einnig vita að hann muni snúa aftur einn daginn. „Ég held að allt sem gerðist í sumar hafi ekki átt að gerast svona. Hvernig ég yfirgaf Inter, hvernig ég yfirgaf klúbbinn og hvernig ég miðlaði upplýsingum til aðdáenda. Þetta truflar mig af því að þetta var ekki rétti tíminn,“ sagði framherjinn. „Nú er rétti tíminn til að segja hvernig mér líður. Ég hef alltaf sagt að Inter eigi stað í hjarta mínu. Ég veit að ég mun snúa aftur, ég vona það innilega.“ „Ég er ástfanginn af Ítalíu og þetta er rétti tíminn til að tala um þetta og láta fólk vita hvað gerðist í raun og veru. Ég vona innilega að ég snúi aftur til Inter. Ekki til að klára ferilinn, heldur þegar ég er enn í mínu besta formi, til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég vil biðja stuðningsmenn Inter afsökunnar. Tímasetning orða minna var röng og það sem þið gerðuð fyrir mig mun ég muna að eilífu,“ sagði Lukaku að lokum. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Sjá meira
Lukaku gekk til liðs við Chelsea á nýjan leik í sumar, en Lundúnaliðið greiddi tæpar hundrað milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Lukaku hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla á tímabilinu, en hefur þó skorað í seinustu tveim deildarleikjum sínum fyrir Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Manchester City. Í samtali við Sky Sports á Ítalíu segist Lukaku ekki vera ánægður með stöðuna hjá Chelsea og gagnrýnir leikskipulag þjálfarans. „Líkamlega er ég í góðu standi. En ég er ekki ánægður með stöðu mála hjá Chelsea,“ sagði Lukaku. „Tuchel hefur ákveðið að breyta um leikkerfi - en ég gefst ekki upp, ég mun vera fagmannlegur. Ég er ekki ánægður með stöðuna, en ég er atvinnumaður og má ekki gefast upp núna.“ Romelu Lukaku to @SkySport: "Physically I am fine. But I'm NOT happy with the situation at Chelsea. Tuchel has chosen to play with another system - I won't give up, I'll be professional. I am not happy with the situation but I am professional - and I can't give up now". 🔵 #CFC pic.twitter.com/KGNoJ10cwp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2021 Þá opinberaði framherjinn einnig ást sína á sínu fyrrum félagi, Inter, og segist óánægður með það hvernig hann yfirgaf félagið. Hann segist einnig vita að hann muni snúa aftur einn daginn. „Ég held að allt sem gerðist í sumar hafi ekki átt að gerast svona. Hvernig ég yfirgaf Inter, hvernig ég yfirgaf klúbbinn og hvernig ég miðlaði upplýsingum til aðdáenda. Þetta truflar mig af því að þetta var ekki rétti tíminn,“ sagði framherjinn. „Nú er rétti tíminn til að segja hvernig mér líður. Ég hef alltaf sagt að Inter eigi stað í hjarta mínu. Ég veit að ég mun snúa aftur, ég vona það innilega.“ „Ég er ástfanginn af Ítalíu og þetta er rétti tíminn til að tala um þetta og láta fólk vita hvað gerðist í raun og veru. Ég vona innilega að ég snúi aftur til Inter. Ekki til að klára ferilinn, heldur þegar ég er enn í mínu besta formi, til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég vil biðja stuðningsmenn Inter afsökunnar. Tímasetning orða minna var röng og það sem þið gerðuð fyrir mig mun ég muna að eilífu,“ sagði Lukaku að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Sjá meira