Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 15:01 Íþróttamaður ársins, Ómar Ingi Magnússon, er einn af tuttugu EM-förum Íslands sem verða saman á hóteli nær allan næsta mánuð ef vel gengur á EM. vísir/hulda margrét Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. Íslenska liðið mun dvelja á Grand Hóteli frá 2. janúar og þar til að það heldur af landi brott á EM, til Búdapest í Ungerjalandi, 11. janúar. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolta.is í dag. Eins og Vísir greindi frá á dögunum voru þá tveir af tuttugu leikmönnum íslenska hópsins smitaðir af kórónuveirunni. Það kemur þó ekki til með að hafa áhrif á undirbúning íslenska liðsins og miðað við núverandi stöðu ættu allir leikmenn að geta mætt á fyrstu æfingu 2. janúar. Kórónuveirusmit hafa einnig komið upp hjá fyrstu andstæðingum Íslands á EM, Portúgölum, sem og Frökkum og fleiri þjóðum. Vanalega hafa leikmenn íslenska liðsins ekki gist á hóteli þegar þeir koma saman á Íslandi í aðdraganda stórmóts en vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þótti ekki annað í stöðunni en að þeir yrðu á hóteli, aðgreindir frá öðrum, til að lágmarka smithættu í aðdraganda EM. Samskipti þeirra við fjölskyldu og vini verða að vera rafræn. Hótellífið hefst því fyrr en ella hjá íslenska hópnum sem leikur sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal, og á svo leiki við Holland 16. janúar og Ungverjaland 18. janúar. Komist Ísland áfram í milliriðla, sem annað af tveimur efstu liðum B-riðils, mun liðið leika að minnsta kosti fjóra leiki til viðbótar í Búdapest dagana 20.-26. janúar. Ísland á að spila tvo vináttulandsleiki gegn Litháen hér á landi áður en haldið verður á EM og eru þeir enn á dagskrá 7. og 9. janúar að sögn Róberts. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna. 30. desember 2021 10:00 Ómar Ingi íþróttamaður ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. 29. desember 2021 20:27 Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. 28. desember 2021 11:00 Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31 Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Íslenska liðið mun dvelja á Grand Hóteli frá 2. janúar og þar til að það heldur af landi brott á EM, til Búdapest í Ungerjalandi, 11. janúar. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolta.is í dag. Eins og Vísir greindi frá á dögunum voru þá tveir af tuttugu leikmönnum íslenska hópsins smitaðir af kórónuveirunni. Það kemur þó ekki til með að hafa áhrif á undirbúning íslenska liðsins og miðað við núverandi stöðu ættu allir leikmenn að geta mætt á fyrstu æfingu 2. janúar. Kórónuveirusmit hafa einnig komið upp hjá fyrstu andstæðingum Íslands á EM, Portúgölum, sem og Frökkum og fleiri þjóðum. Vanalega hafa leikmenn íslenska liðsins ekki gist á hóteli þegar þeir koma saman á Íslandi í aðdraganda stórmóts en vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þótti ekki annað í stöðunni en að þeir yrðu á hóteli, aðgreindir frá öðrum, til að lágmarka smithættu í aðdraganda EM. Samskipti þeirra við fjölskyldu og vini verða að vera rafræn. Hótellífið hefst því fyrr en ella hjá íslenska hópnum sem leikur sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal, og á svo leiki við Holland 16. janúar og Ungverjaland 18. janúar. Komist Ísland áfram í milliriðla, sem annað af tveimur efstu liðum B-riðils, mun liðið leika að minnsta kosti fjóra leiki til viðbótar í Búdapest dagana 20.-26. janúar. Ísland á að spila tvo vináttulandsleiki gegn Litháen hér á landi áður en haldið verður á EM og eru þeir enn á dagskrá 7. og 9. janúar að sögn Róberts.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna. 30. desember 2021 10:00 Ómar Ingi íþróttamaður ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. 29. desember 2021 20:27 Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. 28. desember 2021 11:00 Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31 Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna. 30. desember 2021 10:00
Ómar Ingi íþróttamaður ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. 29. desember 2021 20:27
Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. 28. desember 2021 11:00
Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31
Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06