Erlent

Vörð­ur drottn­ing­ar­inn­ar steig á barn

Samúel Karl Ólason skrifar
Verðir drottningarinnar ganga ferðamenn niður af og til.
Verðir drottningarinnar ganga ferðamenn niður af og til. EPA/Twitter

Einn af vörðum drottningarinnar í London gekk nýverið yfir og steig á barn við Tower of London-virkið. Tveir hermenn voru í varðferð þegar barnið varð á vegi þeirra og annar hermaðurinn gekk á það og yfir.

Við atvikið steig hermaðurinn á stúlkuna.

Verðir konungsfjölskyldunnar tilheyra herdeild sem nefnist Coldstream verðirnir á ensku. Sú herdeild er elsta samfleytt starfandi herdeild breska hersins. Þeir eru vinsælir meðal ferðamanna sem leggja leið sína til Bretlands.

Meðlimir Coldstream varðanna eru ekki lítið þjálfaðir viðhafnarhermenn þó þeir taki þátt í fjölmörgum opinberum viðburðum og sýningum.

Ferðamenn verða reglulega á vegi varðanna, ef svo má að orði komast.

Meðal annars hafa þeir miðað vopnum að ferðamönnum sem angra þá um of og ganga reglulega niður ferðamenn.

Í frétt Guardan er haft eftir talsmanni hersins að ferðamenn hafi verið varaði við varðferð hermannanna. Þá segir hann að eftir ferðina hafi hermaðurinn snúið aftur og gengið úr skugga um að stúlkan hefði ekki hlotið skaða af.

„Hermaðurinn reyndi að stíga yfir barnið og halda skyldu sinni áfram,“ sagði talsmaðurinn.

Guardian segir myndband af atvikinu hafa vakið misjöfn viðbrögð. Margir hafi gagnrýnt hermanninn en aðrir segja að barnið hefði ekki átt að vera fyrir honum og benda á að stúlkan hlaut ekki skaða af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×