Ekki nóg með að landsliðsmönnum sé bannað að fá sér ný húðflúr heldur er mælst til þess að þeir sem eru með flúr láti fjarlægja þau og feli í æfingum og leikjum með landsliðinu.
Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum á þetta að sýna að landsliðsmenn séu fyrirmyndar borgarar.
Þá verða leikmenn ekki valdir í yngri landslið Kína ef þeir eru flúraðir.
Nokkra athygli vakti þegar Silvio Berlusconi ákvað að kaupa ekki flúraða leikmenn til félagsins síns, Monza. Hann hélt því þó ekki til streitu.