Segir að Ronaldo hafi slæm áhrif á samherjana og þeir séu hræddir við hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 08:31 Cristiano Ronaldo fórnaði höndum í tíma og ótíma gegn Newcastle United. getty/Owen Humphreys Cristiano Ronaldo hefur slæm áhrif á samherja sína hjá Manchester United og þrír leikmenn liðsins eru hræddir við hann. Þetta segir Gabriel Agbonlahor, fyrrverandi leikmaður Aston Villa. Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira