Sport

Heimsmeistari og covid-efasemdamaður látinn eftir að hafa útskrifað sjálfan sig af spítala

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frédéric Sinistra var í hópi fremstu sparkboxara heims. Hann keppti í þungavigt.
Frédéric Sinistra var í hópi fremstu sparkboxara heims. Hann keppti í þungavigt. getty/Foc Kan

Belgíski sparkboxarinn Frédéric Sinistra er látinn, 41 árs að aldri. Hann lést af völdum hjartaáfalls vegna kórónuveirunnar.

Sinistra, sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari, lagðist inn á spítala í lok nóvember að beiðni þjálfara síns.

Hann greindist með veiruna en tók því ekki mjög alvarlega þótt hann hafi birt myndir af sér liggjandi á gjörgæslu andandi í gegnum súrefnisslönug . 

Sinistra útskrifaði sjálfan af spítalanum og ætlaði að glíma sjálfur við „litlu veiruna“, eins og hann kallaði hana, heima hjá sér. Sinistra lést skömmu síðar á heimili sínu.

Sinistra var duglegur að gagnrýna aðgerðir belgískra stjórnvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni og nýtti samfélagsmiðla sína til að koma þeirri gagnrýni á framfæri. Þá var hann efasemdamaður um bólusetningar.

Sinistra var einn af fremstu sparkboxurum heims og vann 39 af 48 bardögum sínum á ferlinum. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×