„Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Sunna Valgerðardóttir skrifar 29. desember 2021 20:30 „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi,” segir Maria Eismont, lögmaður mannréttindasamtakanna Memorial. AP/AP Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. Þetta er annar sambærilegur úrskurður dómstóla í Rússlandi á tveimur dögum. Systursamtökum Memorial var í gær gert að loka fyrir fullt og allt á grundvelli sömu laga. Sú fræðiskrifstofa hýsti meðal annars gögn, frásagnir, myndir og skjöl úr Gúlagi Stalíns, fangabúðum fyrrum Sovíetríkjanna. Samtökin sögð ógna rússneskum stjórnvöldum Í dag kvað hæstiréttur upp dóm þar sem Memorial er gert hætta allri starfsemi. Þau eru skilgreind sem hættuleg, erlend samtök samkvæmt rússneskum lögum. Forsvarsmenn samtakanna segja þetta þvætting. „Við höfum ítrekað sagt að þessi lög um erlenda aðila eru ólögleg og að það eigi ekki að fylgja þeim,” segir Alexander Cherkasov, stjórnarmaður Memorial. Pyntingar, mannrán, fangelsun og morð Maria Eismont, lögmaður samtakanna, tekur í sama streng og er harðorð í garð rússneskra stjórnvalda. „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi.” Ákvörðun Rússa var harðlega gagnrýnd af þýskum stjórnvöldum í dag. „Réttarhöldin yfir Memorial sýna enn einu sinni að kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt,” sagði Wolfgang Büchner, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, þegar hann ávarpaði blaðamenn í dag. Blaðamaður lést við hátt fall í miðborg Moskvu Og ástandið í Moskvu er sannarlega eldfimt. Í gær greindu erlendir götumiðlar frá því að Yegor Prosvirnin, þekktur netblaðamaður sem hefur ekki farið í grafgötur með gagnrýni sína á Pútín Rússlandsforseta, hafi hrapað til bana úr út glugga heimilis síns í miðborg Moskvu. Hann lenti á Pushkin torgi, beint fyrir framan einn þekktasta veitingastað borgarinnar, Café Pushkin. Rússland Tengdar fréttir Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Þetta er annar sambærilegur úrskurður dómstóla í Rússlandi á tveimur dögum. Systursamtökum Memorial var í gær gert að loka fyrir fullt og allt á grundvelli sömu laga. Sú fræðiskrifstofa hýsti meðal annars gögn, frásagnir, myndir og skjöl úr Gúlagi Stalíns, fangabúðum fyrrum Sovíetríkjanna. Samtökin sögð ógna rússneskum stjórnvöldum Í dag kvað hæstiréttur upp dóm þar sem Memorial er gert hætta allri starfsemi. Þau eru skilgreind sem hættuleg, erlend samtök samkvæmt rússneskum lögum. Forsvarsmenn samtakanna segja þetta þvætting. „Við höfum ítrekað sagt að þessi lög um erlenda aðila eru ólögleg og að það eigi ekki að fylgja þeim,” segir Alexander Cherkasov, stjórnarmaður Memorial. Pyntingar, mannrán, fangelsun og morð Maria Eismont, lögmaður samtakanna, tekur í sama streng og er harðorð í garð rússneskra stjórnvalda. „Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi.” Ákvörðun Rússa var harðlega gagnrýnd af þýskum stjórnvöldum í dag. „Réttarhöldin yfir Memorial sýna enn einu sinni að kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt,” sagði Wolfgang Büchner, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, þegar hann ávarpaði blaðamenn í dag. Blaðamaður lést við hátt fall í miðborg Moskvu Og ástandið í Moskvu er sannarlega eldfimt. Í gær greindu erlendir götumiðlar frá því að Yegor Prosvirnin, þekktur netblaðamaður sem hefur ekki farið í grafgötur með gagnrýni sína á Pútín Rússlandsforseta, hafi hrapað til bana úr út glugga heimilis síns í miðborg Moskvu. Hann lenti á Pushkin torgi, beint fyrir framan einn þekktasta veitingastað borgarinnar, Café Pushkin.
Rússland Tengdar fréttir Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48