James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2021 17:00 Brjóta þurfti sjónaukann saman til að koma honum af yfirborði jarðarinnar. NASA Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. Næstu tvær vikur verður eitt skref tekið að öðru í því að opna JWST. Að því loknu á sjónaukinn að vera klár til að beina skynjurum sínum út í alheiminn. Á morgun stendur til að byrja að opna sólarskjöld sjónaukans. Hans er þörf vegna þess að sjónaukinn þarf að vera gífurlega kaldur til að virka rétt. Vonast er til þess að opnun skjaldarins ljúki um helgina. And we just confirmed that our aft (back) sunshield pallet has successfully opened up as well! https://t.co/la05MOFIIEWhat s next to #UnfoldTheUniverse? Check out https://t.co/NXe96U821e pic.twitter.com/F0B9Z1lUiQ— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021 Hætta er á því að ef eitthvað eitt klikki í öllu opnunarferlinu verði sjónaukinn ónothæfur. Í rauninni þarf bara ein löm að klikka. Það er því mikið undir í hverju skrefi. Bili eitthvað verður mjög svo erfitt að laga sjónaukann þar sem hann verður í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu þegar hann verður kominn á sinn stað. Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi sjónaukans hér á vef NASA. Hægt er að fara yfir þá hluti sem þurfa að ganga upp hér. Tíu milljarðar og miklar tafir Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft jóladag og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimskotið heppnaðist vel og í kjölfarið voru sólarrafhlöður sjónaukans opnaðar með góðum árangri. Í nótt var fyrsta stefnubreytingin af tveimur framkvæmd en markmiðið er að koma JWST á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Lagt var upp með það að JWST yrði starfræktur í minnst fimm ár og var vonast eftir tíu árum. NASA segir nú að vegna þess hve vel geimskotið heppnaðist og hve vel hefur gengið að breyta stefnu sjónaukans, sé útlit fyrir að nægt eldsneyti sé um borð til að nota sjónaukann til rannsóknarstarfa töluvert lengur en í tíu ár. Það er þó ekki öruggt samkvæmt uppfærslu frá NASA og veltur á ýmsu öðru. Due to the precision of our launch and our first two mid-course corrections, our team has determined that Webb should have enough fuel to allow support of science operations for significantly more than a 10-year science lifetime! https://t.co/1e3sWlynPI pic.twitter.com/yb4Oe6dnwj— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021 James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins. 25. desember 2021 06:00 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Næstu tvær vikur verður eitt skref tekið að öðru í því að opna JWST. Að því loknu á sjónaukinn að vera klár til að beina skynjurum sínum út í alheiminn. Á morgun stendur til að byrja að opna sólarskjöld sjónaukans. Hans er þörf vegna þess að sjónaukinn þarf að vera gífurlega kaldur til að virka rétt. Vonast er til þess að opnun skjaldarins ljúki um helgina. And we just confirmed that our aft (back) sunshield pallet has successfully opened up as well! https://t.co/la05MOFIIEWhat s next to #UnfoldTheUniverse? Check out https://t.co/NXe96U821e pic.twitter.com/F0B9Z1lUiQ— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021 Hætta er á því að ef eitthvað eitt klikki í öllu opnunarferlinu verði sjónaukinn ónothæfur. Í rauninni þarf bara ein löm að klikka. Það er því mikið undir í hverju skrefi. Bili eitthvað verður mjög svo erfitt að laga sjónaukann þar sem hann verður í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu þegar hann verður kominn á sinn stað. Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi sjónaukans hér á vef NASA. Hægt er að fara yfir þá hluti sem þurfa að ganga upp hér. Tíu milljarðar og miklar tafir Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft jóladag og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimskotið heppnaðist vel og í kjölfarið voru sólarrafhlöður sjónaukans opnaðar með góðum árangri. Í nótt var fyrsta stefnubreytingin af tveimur framkvæmd en markmiðið er að koma JWST á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Lagt var upp með það að JWST yrði starfræktur í minnst fimm ár og var vonast eftir tíu árum. NASA segir nú að vegna þess hve vel geimskotið heppnaðist og hve vel hefur gengið að breyta stefnu sjónaukans, sé útlit fyrir að nægt eldsneyti sé um borð til að nota sjónaukann til rannsóknarstarfa töluvert lengur en í tíu ár. Það er þó ekki öruggt samkvæmt uppfærslu frá NASA og veltur á ýmsu öðru. Due to the precision of our launch and our first two mid-course corrections, our team has determined that Webb should have enough fuel to allow support of science operations for significantly more than a 10-year science lifetime! https://t.co/1e3sWlynPI pic.twitter.com/yb4Oe6dnwj— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021
James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins. 25. desember 2021 06:00 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins. 25. desember 2021 06:00
Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44
James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44