Guðmundur Felix predikar á nýársdag í Vídalínskirkju Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2021 14:00 Guðmundur Felix Grétarsson kom til landsins fyrr í mánuðinum í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Vísir/Vilhelm Áramótin verða með öðruvísi hætti í ár en kórónuveirufaraldurinn setur annað árið í röð strik í reikninginn. Engar brennur verða til að mynda á höfuðborgarsvæðinu og hefur biskup tekið þá ákvörðun að aflýsa helgihaldi. Biskupsritari segir mikilvægt að bregðast við óvenjulegum og krefjandi aðstæðum í samfélaginu. Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur. Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur.
Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42
„Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00