Guðmundur Felix predikar á nýársdag í Vídalínskirkju Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2021 14:00 Guðmundur Felix Grétarsson kom til landsins fyrr í mánuðinum í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Vísir/Vilhelm Áramótin verða með öðruvísi hætti í ár en kórónuveirufaraldurinn setur annað árið í röð strik í reikninginn. Engar brennur verða til að mynda á höfuðborgarsvæðinu og hefur biskup tekið þá ákvörðun að aflýsa helgihaldi. Biskupsritari segir mikilvægt að bregðast við óvenjulegum og krefjandi aðstæðum í samfélaginu. Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur. Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur.
Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42
„Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00