Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 12:03 Alexis Borges er á meðal þeirra sem dottið hafa út úr portúgalska landsliðshópnum vegna meiðsla. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. Mikil meiðsli gera Portúgölum erfitt fyrir í aðdraganda EM auk þess sem þrír leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. Íslendingar hafa verið nokkuð heppnari en þó eru Hákon Daði Styrmisson og Haukur Þrastarson ekki í EM-hópnum vegna meiðsla, og tveir leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit en ættu að vera klárir í slaginn þegar æfingar hefjast hér á landi 2. janúar. Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen bendir á að forföllin hjá portúgalska liðinu þýði að útlit sé fyrir að hinn 16 ára gamli „ofurhæfileikaríki“ Francisco Costa komi í hópinn sem hægri skytta. With the injury problems of Portugal it seems like the super talented right back of Sporting CP, Francisco Costa (16) will play at the Euros! Very exciting.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 29, 2021 Á meðal meiddra leikmanna Portúgals eru Pedro Portela og André Gomes, sem samtals skoruðu níu mörk í 25-23 sigrinum gegn Íslandi á HM. Miguel Martins, sem var markahæstur Portúgals með sex mörk úr sjö skotum, er svo einn þeirra sem smitast hafa af Covid-19. Francisco Costa þykir afar mikið efni en hann er leikmaður Sporting Lissabon.mynd/sporting.pt Línumaðurinn mikli Alexis Borges missir einnig af mótinu og áður var ljóst að annar línumaður, Luis Frade úr Barcelona, yrði ekki með vegna hnémeiðsla. Belone Moreira verður ekki með af persónulegum ástæðum og Joao Ferraz vegna meiðsla. Auk Martins eru þeir Gustavo Capdeville og Alexandre Cavalcanti smitaðir af veirunni, en þar sem leikur Íslands og Portúgals er ekki fyrr en 14. janúar má ætla að þeir geti spilað. Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Mikil meiðsli gera Portúgölum erfitt fyrir í aðdraganda EM auk þess sem þrír leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. Íslendingar hafa verið nokkuð heppnari en þó eru Hákon Daði Styrmisson og Haukur Þrastarson ekki í EM-hópnum vegna meiðsla, og tveir leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit en ættu að vera klárir í slaginn þegar æfingar hefjast hér á landi 2. janúar. Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen bendir á að forföllin hjá portúgalska liðinu þýði að útlit sé fyrir að hinn 16 ára gamli „ofurhæfileikaríki“ Francisco Costa komi í hópinn sem hægri skytta. With the injury problems of Portugal it seems like the super talented right back of Sporting CP, Francisco Costa (16) will play at the Euros! Very exciting.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 29, 2021 Á meðal meiddra leikmanna Portúgals eru Pedro Portela og André Gomes, sem samtals skoruðu níu mörk í 25-23 sigrinum gegn Íslandi á HM. Miguel Martins, sem var markahæstur Portúgals með sex mörk úr sjö skotum, er svo einn þeirra sem smitast hafa af Covid-19. Francisco Costa þykir afar mikið efni en hann er leikmaður Sporting Lissabon.mynd/sporting.pt Línumaðurinn mikli Alexis Borges missir einnig af mótinu og áður var ljóst að annar línumaður, Luis Frade úr Barcelona, yrði ekki með vegna hnémeiðsla. Belone Moreira verður ekki með af persónulegum ástæðum og Joao Ferraz vegna meiðsla. Auk Martins eru þeir Gustavo Capdeville og Alexandre Cavalcanti smitaðir af veirunni, en þar sem leikur Íslands og Portúgals er ekki fyrr en 14. janúar má ætla að þeir geti spilað. Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes
Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni