Segir Covid-færslu LeBron James flekka mannorð hans Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Kareem Abdul-Jabbar og LeBron James eiga gott pláss í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Samsett/Getty LeBron James hefur verið harðlega gagnrýndur af annarri körfuboltagoðsögn, Kareem Abdul-Jabbar, eftir færslu tengda kórónuveirufaraldrinum sem James setti inn á Instagram. James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira