Flestir með ómíkron en fæstir á spítala Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. desember 2021 23:22 Runólfur Pálsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans. Stöð 2 Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að flestir sem liggi inni á spítala séu veikir af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Rúm áttatíu prósent smitaðra síðustu daga hafa greinst með ómíkron-afbrigði veirunnar en þrír sem greinst hafa með afbrigðið hafa þurft á spítalainnlögn að halda. 21 er inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir að gera megi ráð fyrir því að alvarleiki veikinda vegna ómíkrons-afbrigðis verði minni ef völdum annarra afbrigða ef litið er til reynslu annarra landa. „Það eru ekki nema um þrír held ég þegar ég vissi síðast, sem reynst hafa [verið með] ómíkron-afbrigðið af þeim sem liggja inni. Það eru á gjörgæsludeildunum held ég fimm einstaklingar sem stendur, þar af þrír í öndunarvél. En ég hygg að þeir hafi allir smitast af delta-afbrigðinu,“ segir Runólfur. Hann segir að þrátt fyrir að nýja afbrigðið virðist minna smitandi sé staðan á spítalanum mjög slæm. Þreyja þurfi þorran næstu fimm til sex vikurnar og mönnunarvandi verði líklega stærsta vandamál spítalans á næstu vikum. Um hundrað starfsmenn spítalans eru í einangrun og jafnmargir í sóttkví. „Við eigum fullt í fangi við með að veita þjónustu við ýmsum bráðum og misalvarlegum veikindum og það eru skurðaðgerðir sem eru mjög brýnar sem geta ekki beðið vegna lífshótandi sjúkdóma, krabbameina, hjartasjúkdóma og svo framvegis. Öllu þessu verðum við að sinna. Við verðum að forgangsraða þessu og nýta okkar starfskrafta eins og við mögulega getum,“ segir Runólfur. Runólfur fagnar því að fólk virðist síður veikjast af afbrigðinu en hefur þó áhyggjur af smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Fólk fari jafnvel hingað og þangað með lítil eða engin einkenni og geti smitað viðkvæma hópa. Staðan sé þó betri en áður enda margir bólusettir. „Við erum enn þá með þessa viðkvæmu hópa sem við þurfum að vernda og jafnvel þó að þeir einstaklingar séu bólusettir þá geta þeir veikst alvarlega og svo eru náttúrulega einhverjar þúsundir, kannski tuttugu, þrjátíu þúsund einstaklingar sem eru óbólusettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir að gera megi ráð fyrir því að alvarleiki veikinda vegna ómíkrons-afbrigðis verði minni ef völdum annarra afbrigða ef litið er til reynslu annarra landa. „Það eru ekki nema um þrír held ég þegar ég vissi síðast, sem reynst hafa [verið með] ómíkron-afbrigðið af þeim sem liggja inni. Það eru á gjörgæsludeildunum held ég fimm einstaklingar sem stendur, þar af þrír í öndunarvél. En ég hygg að þeir hafi allir smitast af delta-afbrigðinu,“ segir Runólfur. Hann segir að þrátt fyrir að nýja afbrigðið virðist minna smitandi sé staðan á spítalanum mjög slæm. Þreyja þurfi þorran næstu fimm til sex vikurnar og mönnunarvandi verði líklega stærsta vandamál spítalans á næstu vikum. Um hundrað starfsmenn spítalans eru í einangrun og jafnmargir í sóttkví. „Við eigum fullt í fangi við með að veita þjónustu við ýmsum bráðum og misalvarlegum veikindum og það eru skurðaðgerðir sem eru mjög brýnar sem geta ekki beðið vegna lífshótandi sjúkdóma, krabbameina, hjartasjúkdóma og svo framvegis. Öllu þessu verðum við að sinna. Við verðum að forgangsraða þessu og nýta okkar starfskrafta eins og við mögulega getum,“ segir Runólfur. Runólfur fagnar því að fólk virðist síður veikjast af afbrigðinu en hefur þó áhyggjur af smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Fólk fari jafnvel hingað og þangað með lítil eða engin einkenni og geti smitað viðkvæma hópa. Staðan sé þó betri en áður enda margir bólusettir. „Við erum enn þá með þessa viðkvæmu hópa sem við þurfum að vernda og jafnvel þó að þeir einstaklingar séu bólusettir þá geta þeir veikst alvarlega og svo eru náttúrulega einhverjar þúsundir, kannski tuttugu, þrjátíu þúsund einstaklingar sem eru óbólusettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18