Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2021 22:08 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sigurjón Ólason Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. Jarðskjálfti upp á 3,9 stig um hálfþrjúleytið í dag með upptök í Trölladyngju norðan Krýsuvíkur minnti íbúa Reykjavíkur og nágrennis rækilega á umbrotin á Reykjanesskaga. Allra augu beinast þó að eldstöðinni í Fagradalsfjalli en þar hefur þó dregið úr skjálftavirkni síðustu sólarhringa. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Magnús Tumi mati sínu á stöðunni og líklegri framvindu mála. Hann segir þó alveg klárt að dregið hafi úr skjálftavirkninni en einnig gliðnun landsins. Tvennt gæti verið í stöðunni: Horft frá Kleifarvatni til vesturs yfir Reykjanesfjallgarð. Krýsuvík og Sveifluháls til vinstri. Trölladyngja fyrir miðri mynd og Keilir þar fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson „Að þetta sé að verða búið. En hitt er alveg eins líklegt, að kvikan sé núna búin að ryðja frá sér þar sem hún getur og fer þá að leita upp.“ Magnús áætlar að á þeim þremur mánuðum, frá því gosinu lauk í september og þar til hrinan núna hófst fyrir jól, hafi sextíu milljón rúmmetrar safnast fyrir af kviku undir eldstöðinni. „Það er bara jafnmikið aðrennsli kviku og var að streyma upp í gosinu.“ Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær.Egill Aðalsteinsson Magnús vitnar til þess mats sérfræðinga Veðurstofunnar að kvikan sé núna á um tveggja kílómetra dýpi en hún gæti verið fljót upp. „Það gæti verið nokkrir klukkutímar. Það gæti verið nokkrir dagar. Það gæti líka, svo undarlegt sem það virðist, að þetta væri bara búið núna.“ Hann telur langlíklegast að, gjósi á annað borð, verði það á sama stað eða svipuðum og síðast. Líklegra sé að það gerist þá á næstu dögum frekar en næstu vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33 Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,9 stig um hálfþrjúleytið í dag með upptök í Trölladyngju norðan Krýsuvíkur minnti íbúa Reykjavíkur og nágrennis rækilega á umbrotin á Reykjanesskaga. Allra augu beinast þó að eldstöðinni í Fagradalsfjalli en þar hefur þó dregið úr skjálftavirkni síðustu sólarhringa. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Magnús Tumi mati sínu á stöðunni og líklegri framvindu mála. Hann segir þó alveg klárt að dregið hafi úr skjálftavirkninni en einnig gliðnun landsins. Tvennt gæti verið í stöðunni: Horft frá Kleifarvatni til vesturs yfir Reykjanesfjallgarð. Krýsuvík og Sveifluháls til vinstri. Trölladyngja fyrir miðri mynd og Keilir þar fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson „Að þetta sé að verða búið. En hitt er alveg eins líklegt, að kvikan sé núna búin að ryðja frá sér þar sem hún getur og fer þá að leita upp.“ Magnús áætlar að á þeim þremur mánuðum, frá því gosinu lauk í september og þar til hrinan núna hófst fyrir jól, hafi sextíu milljón rúmmetrar safnast fyrir af kviku undir eldstöðinni. „Það er bara jafnmikið aðrennsli kviku og var að streyma upp í gosinu.“ Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær.Egill Aðalsteinsson Magnús vitnar til þess mats sérfræðinga Veðurstofunnar að kvikan sé núna á um tveggja kílómetra dýpi en hún gæti verið fljót upp. „Það gæti verið nokkrir klukkutímar. Það gæti verið nokkrir dagar. Það gæti líka, svo undarlegt sem það virðist, að þetta væri bara búið núna.“ Hann telur langlíklegast að, gjósi á annað borð, verði það á sama stað eða svipuðum og síðast. Líklegra sé að það gerist þá á næstu dögum frekar en næstu vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33 Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33
Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26