Mbappé og Lewandowski ekki hrifnir af því að halda HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 18:00 Robert Lewandowski er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að halda HM á tveggja ára fresti. Aurelien Meunier/Getty Images Kylian Mbappé, framherji Paris Saint-Germain, og Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafa lýst yfir áhyggjum sínum á þeirri hugmynd að HM í fótbolta verði haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum. FIFA Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Eins og áður hefur verið rætt og ritað um hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA stungið upp á þeirri hugmynd að halfa HM í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Sambandið sagði fulltrúum á leiðtogafundi FIFA frá því að ef HM yrði haldið á tveggja ára fresti myndi það skila allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur yfir fjögurra ára tímabil, heldur en ef mótið myndi halda sama sniði og nú. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og það suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, hefur hins vegar sagst styðja hugmyndina. Nú hafa markahrókarnir Kylian Mbappé og Robert Lewandowski sagt sína skoðun á málinu. „Þetta er besta keppni í heimi,“ sagði Mbappé sem varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018. „Ef þú heldur mótið á tveggja ára fresti þá fer það að verða venjulegur hlutur. Ég vill meina að þetta sé ekkert venjulegt. Þetta á að vera eitthvað alveg magnað.“ Auk þess að hafa áhyggjur af því að mótið myndi missa sjarmann sinn hefur Frakkinn ungi einnig áhyggjur af leikjaálaginu sem fylgir. „Við spilum meira en 60 leiki á ári. Við höfum EM, HM og Þjóðadeildina - hrikalega margar keppnir. Við erum auðvitað glaðir með það að spila, en þegar þetta er of mikið, þá er það allt of mikið. Við þurfum að ná endurheimt og halda ró okkar.“ „Ef fólk vill sjá gæði í leiknum, ástríðuna og það sem gerir fótbolta svona fallegan, þá held ég að við þurfum að bera virðingu fyrir heilsu leikmanna.“ Kylian Mbappé varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Robert Lewandowski, framherji Bayern München, tók í sama streng varðandi álag á leikmenn, en leikmennirnir ræddu þessi málefni á Globe knattspyrnuverðlaunahátíðinni. „Við spilum svo marga leiki á ári, og þetta eru svo margar erfiðar vikur, ekki bara leikirnir sjálfir heldur undirbúningstímabilið og undirbúningur fyrir stórmótin.“ „Ef að þú vilt bjóða upp á eitthvað einstakt, eitthvað öðruvísi, þá þurfum við að fá pásur. Ef við höldum HM á tveggja ára fresti þá vænti ég þess að gæðin muni minnka. Það er líkamlega og andlega ómögulegt að halda sömu gæðum,“ sagði Pólverjinn að lokum.
FIFA Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira