Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig Snorri Másson skrifar 28. desember 2021 16:20 Bjarni hreifst greinilega af mynd af sjálfum sér eftir Auði Ómarsdóttur. @auduromars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna. Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars)
Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp