Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig Snorri Másson skrifar 28. desember 2021 16:20 Bjarni hreifst greinilega af mynd af sjálfum sér eftir Auði Ómarsdóttur. @auduromars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna. Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Listaverkakaup voru eiginlegt erindi Bjarna. Sagt er frá því að hann hafi hrifist sérstaklega af einu málverkinu – og ákveðið að festa á því kaup. Þar varð fyrir valinu ekkert annað en myndin af Bjarna sjálfum, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarmann. Ekki fer sögum af upphæðinni sem var greidd fyrir verkið en í samtali við fréttastofu sagði Auður á sínum tíma að fyrst hefði henni dottið í hug að verðleggja það með mánaðarlaunum ráðherra. Slíkt verð hafi henni síðan þótt óviðráðanlegt fyrir allan almenning og því hafi hún ákveðið lægri upphæð. Þar sem Bjarni var þó endanlegur kaupandi kann að vera að listamaðurinn hefði komist upp með tvær milljónirnar. Fréttastofa leit við í Ásmundarsal á aðventunni: Þess er skemmst að minnast að viðvera Bjarna í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári rataði í dagbók lögreglu og vakti svo töluverða athygli fjölmiðla. Hann reyndist þó samkvæmt rannsókn lögreglu ekki brotlegur við gildandi sóttvarnareglur. Auður Ómarsdóttir myndlistarkona staðfestir í samtali við fréttastofu að viðskiptin hafi átt sér stað og segir gleðilegt að Bjarni hafi hrifist af verkinu. Þegar verkið var sett upp í salnum í desember kvaðst Auður vonast til að Bjarni sæi það. Hún væri ekki að stríða Bjarna með verkinu, heldur væri hann bara svo „sjarmerandi og sætur“ að hana langaði bara til að mála mynd af honum. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars)
Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. 6. desember 2021 21:21