Steindi með Covid og jólabingói Blökastsins frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 14:06 Auddi, Egill og Steindi eru þáttastjórnendur FM95BLÖ og hlaðvarpsins Blökastið. Vísir Nokkrir liðsmenn Blökastsins og framleiðsluteymisins á bak við að hafa greinst smitaðir af Covid-19. Auðunn Blöndal segir stöðuna leiðinlega en lofar enn betra bingói þegar nýtt ár gengur í garð. Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi. FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi.
FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31