Gulltryggði sigur Utah eftir að hafa rifist við orðljótan stuðningsmann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 15:15 Jordan Clarkson fékk óblíðar móttökur í gömlu heimaborginni. getty/Ronald Cortes Jordan Clarkson gulltryggði sigur Utah Jazz á San Antonio Spurs í NBA-deildinni eftir að hafa rifist við stuðningsmann San Antonio. Clarkson varð pirraður þegar hann fékk ekki villu þegar hann taldi Doug McDermott hafa brotið á sér í stöðunni 80-94, Utah í vil, þegar fjórar mínútur voru eftir. Gestirnir tóku í kjölfarið leikhlé. Einn stuðningsmaður San Antonio nýtti tækifærið, stóð á fætur og öskraði á Clarkson. Fyrst um sinn lét Clarkson fúkyrði stuðningsmenn sem vind um eyru þjóta. En svo var honum nóg boðið, gekk í átt að stuðningsmanninum og ætlaði að hjóla í hann. Samherjar hans og öryggisverðir gengu í milli og stuðningsmanninum var vísað út úr höllinni. Atvikið truflaði Clarkson þó ekki meira en svo en að hann gulltryggði sigur Utah með því að setja niður tvö vítaskot undir lokin. Utah vann leikinn, 104-110, og hefur unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Eftir leikinn sagði Clarkson að stuðningsmaðurinn hefði ögrað sér og farið yfir strikið en vildi ekki endurtaka það sem hann sagði við hann. Clarkson, sem er frá San Antonio, skoraði 23 stig í heimaborginni. Hann er með 14,7 stig að meðaltali í leik í vetur. Clarkson, sem er 29 ára, var valinn besti sjötti leikmaður NBA á síðasta tímabili. Þá skoraði hann 18,4 stig að meðaltali í leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. 28. desember 2021 08:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Clarkson varð pirraður þegar hann fékk ekki villu þegar hann taldi Doug McDermott hafa brotið á sér í stöðunni 80-94, Utah í vil, þegar fjórar mínútur voru eftir. Gestirnir tóku í kjölfarið leikhlé. Einn stuðningsmaður San Antonio nýtti tækifærið, stóð á fætur og öskraði á Clarkson. Fyrst um sinn lét Clarkson fúkyrði stuðningsmenn sem vind um eyru þjóta. En svo var honum nóg boðið, gekk í átt að stuðningsmanninum og ætlaði að hjóla í hann. Samherjar hans og öryggisverðir gengu í milli og stuðningsmanninum var vísað út úr höllinni. Atvikið truflaði Clarkson þó ekki meira en svo en að hann gulltryggði sigur Utah með því að setja niður tvö vítaskot undir lokin. Utah vann leikinn, 104-110, og hefur unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Eftir leikinn sagði Clarkson að stuðningsmaðurinn hefði ögrað sér og farið yfir strikið en vildi ekki endurtaka það sem hann sagði við hann. Clarkson, sem er frá San Antonio, skoraði 23 stig í heimaborginni. Hann er með 14,7 stig að meðaltali í leik í vetur. Clarkson, sem er 29 ára, var valinn besti sjötti leikmaður NBA á síðasta tímabili. Þá skoraði hann 18,4 stig að meðaltali í leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. 28. desember 2021 08:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. 28. desember 2021 08:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti