Alfreð afar hrifinn af Klopp og segir hann fylla sig innblæstri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 08:30 Tveir stórir. Alfreð Gíslason og Jürgen Klopp. getty/Martin Rose/john powell Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, er afar hrifinn af Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, og segir að hann hafi haft mikil áhrif á sig. Þrátt fyrir að Alfreð hafi þjálfað í þrjá áratugi og samfellt í Þýskalandi síðan 1997 er hann enn tilbúinn að læra og hrífast af öðrum þjálfurum. „Ég verð að segja að það sem Klopp hefur gert hjá Liverpool fyllir mig innblæstri. Hvernig hann fær liðið með sér, eininguna sem hann býr til og hversu eðlilega hann kemur fyrir. Mér finnst það frábært,“ sagði Alfreð í viðtali við Mannheimer Morgen. Alfreð undirbýr nú þýska landsliðið fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á þýska liðinu að undanförnu og það er yngra og óreyndara en oft áður. „Fyrir utan markverðina og Hendrik Pekeler er vöntun á þýskum heimsklassa leikmönnum. Nokkrir geta komist í þann hóp en það tekur tíma,“ sagði Alfreð. Hann segir að styrkur þýsku úrvalsdeildarinnar geri ungum þýskum leikmönnum erfitt um vik að brjótast fram á sjónarsviðið. „Það er erfitt fyrir unga leikmenn að festa sig í sessi í þýsku úrvalsdeildinni. Það er auðveldara fyrir unga leikmenn í Danmörku og Frakklandi.“ Alfreð er einnig ósáttur með hversu margir sterkir leikmenn gefa ekki kost sér í þýska landsliðið. „Það er mér hulin ráðgáta af hverju leikmenn velja að spila ekki fyrir landsliðið. Ég er vonsvikinn með hversu margir gefa ekki kost á sér. Ef þú horfir á Norðurlandaþjóðirnar, Frakkland, Spán og Króatíu er landsliðið gríðarlega mikilvægt fyrir alla. Leikmennirnir elska að spila með því,“ sagði Alfreð sem er á leið á sitt þriðja stórmót með þýska landsliðinu. Þýskaland er í riðli með Austurríki, Hvíta-Rússlandi og Póllandi á EM. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Hvít-Rússum 14. janúar. EM karla í handbolta 2022 Enski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira
Þrátt fyrir að Alfreð hafi þjálfað í þrjá áratugi og samfellt í Þýskalandi síðan 1997 er hann enn tilbúinn að læra og hrífast af öðrum þjálfurum. „Ég verð að segja að það sem Klopp hefur gert hjá Liverpool fyllir mig innblæstri. Hvernig hann fær liðið með sér, eininguna sem hann býr til og hversu eðlilega hann kemur fyrir. Mér finnst það frábært,“ sagði Alfreð í viðtali við Mannheimer Morgen. Alfreð undirbýr nú þýska landsliðið fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á þýska liðinu að undanförnu og það er yngra og óreyndara en oft áður. „Fyrir utan markverðina og Hendrik Pekeler er vöntun á þýskum heimsklassa leikmönnum. Nokkrir geta komist í þann hóp en það tekur tíma,“ sagði Alfreð. Hann segir að styrkur þýsku úrvalsdeildarinnar geri ungum þýskum leikmönnum erfitt um vik að brjótast fram á sjónarsviðið. „Það er erfitt fyrir unga leikmenn að festa sig í sessi í þýsku úrvalsdeildinni. Það er auðveldara fyrir unga leikmenn í Danmörku og Frakklandi.“ Alfreð er einnig ósáttur með hversu margir sterkir leikmenn gefa ekki kost sér í þýska landsliðið. „Það er mér hulin ráðgáta af hverju leikmenn velja að spila ekki fyrir landsliðið. Ég er vonsvikinn með hversu margir gefa ekki kost á sér. Ef þú horfir á Norðurlandaþjóðirnar, Frakkland, Spán og Króatíu er landsliðið gríðarlega mikilvægt fyrir alla. Leikmennirnir elska að spila með því,“ sagði Alfreð sem er á leið á sitt þriðja stórmót með þýska landsliðinu. Þýskaland er í riðli með Austurríki, Hvíta-Rússlandi og Póllandi á EM. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Hvít-Rússum 14. janúar.
EM karla í handbolta 2022 Enski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira