Klopp áfram pirraður yfir álaginu yfir hátíðirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2021 07:01 Jürgen Klopp útskýrir hér fyrir Paul Tierney að hann nenni einfaldlega ekki að spila bæði 26. og 28. desember. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, virðist seint ætla að venjast því álagi sem fylgir því að vera hluti af enskri knattspyrnuhefð yfir jólahátíðina. „Að spila 26. og 28. desember er bara ekki rétt, ég segi það af því það er sannleikurinn. Ég tel að það sé hægt að finna lausn á þessu, það er ekki það flókið að spila fótbolta með breyttu sniði.“ „Spila 26. og 29. desember til að mynda, sum lið eru að því. Manchester United spila í kvöld og ég veit ekki hvenær þeir eiga næsta leik, eflaust ekki 29. desember,“ byrjaði Klopp á því að segja á blaðamannafundi og hélt svo áfram. "If we don't discuss it, it just stays like this."#LFC manager Jurgen Klopp has once again called into question playing football on Boxing Day and the 28th December and says that players need help when it comes to the fixture schedule pic.twitter.com/DF6NyGyRP3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 27, 2021 „Það er því nóg af dögum til að spila. Tala nú ekki um Covid-19, það er ljóst að sum lið eiga við Covid-vandamál að stríða nú en samt er litlum hóp leikmanna flýtt í gegnum tvo leiki. Þú þarft heppni á svona stundum og það ætti ekki að þurfa heppni í fótbolta.“ „Að spila á öðrum degi jóla er ekki vandamál, við viljum allir spila þá. Það er frábær hefð, allir elska það. Frábært fyrir leikmenn, stuðningsfólk og alla aðra. En svo eftir það er bara haldið áfram.“ „Ef við ræðum þetta ekki þá breytist ekkert, kannski verður það samt svona en leikmennirnir þurfa hjálp og sú hjálp þarf að koma frá öðrum en þjálfurum félaganna,“ sagði Klopp að endingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við gagnrýni Klopp og annarra stjóra ensku úrvalsdeildarinnar yfir miklu álagi. Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, er einn þeirra. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik meira. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
„Að spila 26. og 28. desember er bara ekki rétt, ég segi það af því það er sannleikurinn. Ég tel að það sé hægt að finna lausn á þessu, það er ekki það flókið að spila fótbolta með breyttu sniði.“ „Spila 26. og 29. desember til að mynda, sum lið eru að því. Manchester United spila í kvöld og ég veit ekki hvenær þeir eiga næsta leik, eflaust ekki 29. desember,“ byrjaði Klopp á því að segja á blaðamannafundi og hélt svo áfram. "If we don't discuss it, it just stays like this."#LFC manager Jurgen Klopp has once again called into question playing football on Boxing Day and the 28th December and says that players need help when it comes to the fixture schedule pic.twitter.com/DF6NyGyRP3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 27, 2021 „Það er því nóg af dögum til að spila. Tala nú ekki um Covid-19, það er ljóst að sum lið eiga við Covid-vandamál að stríða nú en samt er litlum hóp leikmanna flýtt í gegnum tvo leiki. Þú þarft heppni á svona stundum og það ætti ekki að þurfa heppni í fótbolta.“ „Að spila á öðrum degi jóla er ekki vandamál, við viljum allir spila þá. Það er frábær hefð, allir elska það. Frábært fyrir leikmenn, stuðningsfólk og alla aðra. En svo eftir það er bara haldið áfram.“ „Ef við ræðum þetta ekki þá breytist ekkert, kannski verður það samt svona en leikmennirnir þurfa hjálp og sú hjálp þarf að koma frá öðrum en þjálfurum félaganna,“ sagði Klopp að endingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við gagnrýni Klopp og annarra stjóra ensku úrvalsdeildarinnar yfir miklu álagi. Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, er einn þeirra. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik meira.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira