Missa bara af tveimur umferðum vegna „velvildar“ afríska sambandsins Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 10:30 Mohamed Salah og Sadio Mané missa í mesta lagi af tveimur deildarleikjum með Liverpool vegna Afríkumótsins. Getty/Shaun Botterill Jafnvel þó að Egyptaland kæmist í úrslitaleik Afríkumótsins í fótbolta myndi Mohamed Salah aðeins missa af tveimur deildarleikjum með Liverpool, vegna „velvildar“ afríska knattspyrnusambandsins. Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin) Enski boltinn Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Enski boltinn Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira