Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2021 20:05 Jólahjónin í Garðinum, Erla Vigdís Óskarsdóttir og Jónatan Ingimarsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira