Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2021 20:05 Jólahjónin í Garðinum, Erla Vigdís Óskarsdóttir og Jónatan Ingimarsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira