Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 19:04 Alveg frá því í morgun hefur verið að minnsta kosti klukkustundarbið eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut. Það er ekki hlaupið að því að opna nýjan sýnatökustað að sögn Víðis Reynissonar. Vísir Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
„Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00