Grealish segist ekki hafa átt von á hversu erfitt það væri að spila fyrir City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 16:01 Jack Grealish segir að væntingarnar sem gerðar séu til hans hjá Manchester City séu gríðarlega háar. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish varð í sumar dýrasti leikmaður Englands frá upphafi þegar hann gekk til liðs við Manchester City frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda. Hann segir að tími hans hjá Englandsmeisturunum hafi reynst mun erfiðari en hann átti von á. Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira