Fótbolti

Belgar á toppnum og Ísland stendur í stað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Belgí er besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA.
Belgí er besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Chris Ricco - UEFA/UEFA via Getty Images

Lítil breyting er á nýjum styrkleikalista FIFA, en sem fyrr eru það Belgar sem tróna á toppnum.

Belgar verða á toppnum yfir jólahátiðina og þegar nýtt ár gengur í garð, en listinn var gefinn út í dag.

Á eftir Belgíu er Brasilía í öðru sæti, Frakkland í þriðja sæti og England í því fjórða.

Lítið hefur verið spilað af landsleikjum frá því að síðasti listi var gefinn út þann 19. nóvember, en Ísland stendur í stað og situr enn í 62. sæti listans.

Ef aðeins er horft á Evrópulöndin situr Ísland í 31. sæti og ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin sitja Danir þar efstir í níunda sæti heimslistands, Svíar í 18. sæti, Norðmenn í 41. sæti og Finnar í 58. sæti, eða þrem sætum fyrir ofan Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×