Innlent

Svona var 191. upp­­­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn klukkan 11 í dag.
Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn klukkan 11 í dag. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 

Þríeykið, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, munu fara yfir stöðu mála hér á landi vegna faraldurs kórónuveiru á fundinum. 

Vegna uppgangs veirunnar og fjölda smita innanlands mun fundurinn fara fram í gegn um fjarfundabúnað og mun fjölmiðlafólk því ekki mæta á staðinn. 

Þetta er fyrsti upplýsingafundurinn sem haldinn er í sjö vikur en sá síðasti var 5. nóvember. 

Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Þá verður hægt að fylgjast með framgangi fundarins í beinni textalýsingu hér að neðan. 

Uppfært: Fundinum er nú lokið en nálgast má upptöku og textalýsingu frá honum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×