Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 15:35 Samsæriskenningasmiðir vilja nú meina að Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, sé trans. EPA-EFE/LUDOVIC MARIN Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul. Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul.
Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira