Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög landsmannna hafi sitt að segja þegar kemur að útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. Í gær greindust 267 með kórónuveiruna innanlands en innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Þá hafa aldrei jafn margir greinst með kórónuveiruna á landamærum og í gær eða 51. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög Íslendinga séu að hafa áhrif. „Þetta eru bara Íslendingar sem eru að koma heim úr svona einhverjum góðum skemmtilegum ferðum erlendis sem eru að greinast.“ Ferðalög landsmanna hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þá segir hann að margir þeirra sem greindust með veiruna í gær hafi verið fullbólusettir. „Þetta er eins og áður það er um helmingurinn sem að er fullbólusettur. Það er svona að aukast líka hjá þeim sem að eru búnir að fá örvunarskammtinn og það er bara viðbúið. Við vitum hvernig bólusetningarnar virka gegn ómíkronafbrigðinu og það er alveg viðbúið að það verði fleiri sem að greinist sem að hafa fengist örvunarskammt og náttúrulega líka þeir sem eru fullbólusettir og það er bara í samræmi við það sem við erum að sjá frá útlöndum, upplýsingum þaðan, bólusetningin hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið.“ Aðeins einn lagst inn á sjúkrahús með ómíkronafbirgðið Á vef Landspítalans segir að tíu sjúklingar liggi nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Þrír eru á gjörgæslu, einn þeirra í öndunarvél. „Við fylgjumst náttúrulega með þeim sem hafa verið að leggjast inn og það er ekki aukning í innlögnum eins og staðan er núna og það hefur bara einn með ómíkronafbrigðið þurft að leggjast inn. Við erum alltaf einni tveimur vikum á eftir bylgjunni varðandi innlagnir og upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum eru á þann veg að það er aukning í innlögnum í Danmörku og Noregi. Bæði ómíkron og delta reyndar þannig ég held að við getum alveg eins búist við því að sjá þar hér líka.“ Þórólfur sagði jafnframt fullkomlega eðlilegt að ráðherra hafi að einhverju leyti farið aðrar leiðir en lagt var til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Ráðherra þurfi að taka tillit til fleiri þátta en sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Í gær greindust 267 með kórónuveiruna innanlands en innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Þá hafa aldrei jafn margir greinst með kórónuveiruna á landamærum og í gær eða 51. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög Íslendinga séu að hafa áhrif. „Þetta eru bara Íslendingar sem eru að koma heim úr svona einhverjum góðum skemmtilegum ferðum erlendis sem eru að greinast.“ Ferðalög landsmanna hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þá segir hann að margir þeirra sem greindust með veiruna í gær hafi verið fullbólusettir. „Þetta er eins og áður það er um helmingurinn sem að er fullbólusettur. Það er svona að aukast líka hjá þeim sem að eru búnir að fá örvunarskammtinn og það er bara viðbúið. Við vitum hvernig bólusetningarnar virka gegn ómíkronafbrigðinu og það er alveg viðbúið að það verði fleiri sem að greinist sem að hafa fengist örvunarskammt og náttúrulega líka þeir sem eru fullbólusettir og það er bara í samræmi við það sem við erum að sjá frá útlöndum, upplýsingum þaðan, bólusetningin hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið.“ Aðeins einn lagst inn á sjúkrahús með ómíkronafbirgðið Á vef Landspítalans segir að tíu sjúklingar liggi nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Þrír eru á gjörgæslu, einn þeirra í öndunarvél. „Við fylgjumst náttúrulega með þeim sem hafa verið að leggjast inn og það er ekki aukning í innlögnum eins og staðan er núna og það hefur bara einn með ómíkronafbrigðið þurft að leggjast inn. Við erum alltaf einni tveimur vikum á eftir bylgjunni varðandi innlagnir og upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum eru á þann veg að það er aukning í innlögnum í Danmörku og Noregi. Bæði ómíkron og delta reyndar þannig ég held að við getum alveg eins búist við því að sjá þar hér líka.“ Þórólfur sagði jafnframt fullkomlega eðlilegt að ráðherra hafi að einhverju leyti farið aðrar leiðir en lagt var til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Ráðherra þurfi að taka tillit til fleiri þátta en sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57
Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09
Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01