Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2021 Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2021 20:00 Árið 2021 var nokkuð betra en árið 2020. Þetta er ekki eingöngu satt í tengslum við kvikmyndir heldur flest allt. Hér er þó að mestu verið að tala um kvikmyndir. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar helstu myndum ársins. Hvort sem þær voru bestar, stærstar, verstar eða misheppnaðar fjárhagslega. Bestu myndirnar á Vísi Fjölmargar kvikmyndir hafa verið gagnrýndar á Vísi á árinu. Hér að neðan má sjá fimm uppáhalds myndir Heiðars Sumarliðasonar, gagnrýnanda Vísis. King Richard Kvikmyndin King Richard fjallar um fyrstu skref Williams-systranna Venus og Serenu í tennisheiminum. Faðir þeirra Richard Williams er þó aðalpersóna myndarinnar og dregur Williams-vagninn, líkt og í upphafi ferils systranna. Sjá einnig: Mynd um tennissystur, en samt aðallega pabba þeirra Heiðar sagði Will Smith koma á óvart og negla hlutverk Richards Williams í þessari prýðilegu mynd um tilurð tveggja ofurstjarna í tennisheiminum. The Last Duel The Last Duel vakti ekki mikla lukku meðal áhorfenda á árinu en hún þykir þó nokkuð góð. Þá voru valdir leikarar í hverju horni myndarinnar og Ridley Scott leikstýrði henni. Sjá einnig: Gerendameðvirknin bergmálar í gegnum aldirnar Í niðurlagi sínu um myndina sagði Heiðar The Last Duel vera ótrúlega sterka ádeilu á nútímann sett á svið á 14. öld í Frakklandi og að myndin ætti að vera skylduáhorf. „Persónulega finnst mér The Last Duel vera skylduáhorf, þó ég hafi á tilfinningunni að þeir sem þurfa hvað mest á því að halda að sjá hana muni ekki gera það, heldur séu í næsta sal við hliðina á allt öðruvísi mynd.“ The Night House The Night House er hrollvekjandi mystería þar sem hin breska Rebecca Hall fer á kostum. Myndin fjallar um Beth og gerist nokkrum dögum eftir að eiginmaður hennar siptir sig lífi. Framvindan gengur svo út á að Beth reynir að komast að því hvers vegna hann tók til þessara örþifa ráða og hvaða mann hann hafði raunverulega að geyma. Og já, það gæti verið draugagangur í húsinu þeirra. Sjá einnig: Hrollvekjandi gáta „The Night House er haglega samsett hrollvekja þar sem Rebecca Hall stimplar sig inn sem ein besta leikkona Hollywood í dag,“ skrifaði Heiðar í niðurlagi sínu. Dune Leikstjórinn Denis Villeneuve tók að sér að gera kvikmyndir um Dune, bók sem Frank Herbert gaf úr árið 1956 og framhaldssögum hans. Dune er einkar mikið sjónarspil og þykir tiltölulega vel heppnaður vísindaskáldskapur þó mörgum þyki saga bókanna hafa verið í farþegasæti hjá sjónarspilinu. Meðal leikara í myndinni eru þau Timothée Chalamet, Zendaya, Rebecca Ferguson, Oscar Isaac, Jason Momoa, Josh Brolin, Dave Bautista, Stellan Skarsgård og Javier Bardem. Sjá einnig: Eyðimerkurganga mömmustráks. Fyrri hluti. „Þegar Dune hins vegar náði mér var hún algjört konfekt. Eyðimerkurganga mömmustráks (eins og ég kýs að kalla síðari hlutann) er virkilega spennandi kvikmyndaupplifun sem gefur góð fyrirheit um að mynd númer tvö verði jafn spennandi og síðari hlutinn í þessari fyrri mynd,“ sagði Heiðar. A Quiet Place 2 A Quiet Place: Part II er, eðli málsins samkvæmt, framhald myndarinnar A Quiet Place. Hún fjallar um áframhaldandi vandræði jarðarinnar vegna skrímsla sem leita öll hljóð uppi. Sjá einnig: Gaman í bíó „Persónulega þykir mér þetta framhalds- og endurgerðamyndafargan alveg ótrúlega hvimleitt. Ekki aðeins vegna þess að framhaldsmyndir eru oftast síðri en fyrirrennarinn, heldur er ótrúlega algengt að gerð séu framhöld mynda sem fátt höfðu til brunns að bera til að byrja með. Fyrri myndin í þessu tilfelli var hins vegar raunverulega frambærileg hrollvekja og aldrei þessu vant er framhaldið lítið síðri,“ skrifaði Heiðar meðal annars. Tekjuhæstu myndir ársins Yfirlit yfir nokkrar af tekjuhæstu myndum ársins má finna hér að neðan. Tvær af fimm tekjuhæstu myndunum voru framleiddar og gefnar út í Kína. Spider-Man No Way Home Nýjasta kvikmyndin um vinalega kóngulóarmanninn Peter Parker sló vakti mikla lukku og sló í gegn á opnunarhelginni.Myndin halaði inn fimmtíu milljónum dala eða rúmum sex og hálfum milljarði króna þegar hún var forsýnd í mánuðinum. Aðeins tvær aðrar myndir hafa skilað meiri tekjum „forsýningardegi“ en það eru kvikmyndirnar Avengers: Endgame, sem skilaði sextíu milljónum dala, og Star Wars: The Force Awakens, en hún skilaði um 57 milljónum í kassann. Í heildina frá því hún kom út hefur Spider-Man halað inn rúmum milljarði dala, þegar þetta er skrifað. Orrustan við Changjin-vatn Sú mynd sem halaði inn næstmestum pening í kvikmyndahúsum á heimsvísu, samkvæmt Box Office Mojo, var myndin Orrustan við Changjin-vatn. Það er dýrasta mynd sem hefur verið framleidd í Kína og fjallar hún um mikilvæga orrustu í Kóreustríðinu sem átti sér stað árið 1950, þar sem kínverskir hermenn sigruðu bandaríska landgönguliða. Guardian lýsir kvikmyndinni sem „hreinum áróðri“ Kommúnistaflokks Kína. Hún hefur halað inn rúmum 900 milljónum dala. Hæ Mamma Þriðja tekjuhæsta mynd ársins er kínverska grín-/dramamyndin Hæ mamma. Hún fjallar um unga konu sem heitir Jia Xiaoling og missti móður sína í bílslysi. Einhvern veginn ferðast hún aftur í tíma til ársins 1981 og vingast við móður sína og reynir að bæta líf hennar. Myndin byggir á vinsælum sjónvarpsskets frá árinu 2016. Hún hefur skilað 822 milljónum dala í kassann. James Bond: No Time To Die Fjórða tekjuhæsta mynd ársins er síðasta mynd leikarans Daniel Craig í hlutverki ofurnjósnarans James Bond, No Time To Die. Í henni er Bond sestur í helgan stein en þarf að snúa aftur til starfa til að hjálpa vini sínum Felix Leiter, frá CIA. No Time To Die halaði inn 774 milljónum dala. Fast & Furious 9 Í fimmta sæti á lista Box Office Mojo yfir tekjuhæstu myndir ársins á heimsvísu er níunda myndin úr söguheim Fast & Furious. Þar er á ferðinni yfirgengileg hasarmynd um Dominic Toretto og fjölskyldu hans en að þessu sinni þurfa Dom og félagar að kljást við bróður hans, sem leikinn er af John Cena. F9 hefur halað inn 726 milljónum dala Í sjötta sæti á listanum yfir tekjuhæstu myndir ársins er kínverska myndin Detective Chinatown 3, sem halaði inn 686 milljónum. Venom: Let There Be Carnage er í því sjöunda með 498 milljónir. Þá er Godzilla Vs. Kong í því áttnda með 468 milljónir og Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings er í því níunda með 432 milljónir dala. Í því tíunda er Eternals með 400 milljónir. Helstu íslensku myndirnar Dýrið Íslenska myndin Dýrið naut mikillar athygli ár árinu. Hún segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni og í aðalhlutverkum eru þau Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason. Leynilögga Leynilögga, eða Cop Secret, er hasar- og gamanmynd sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrir. Hún fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Myndin halaði inn halaði inn 15,9 milljónum króna yfir frumsýningarhelgina. Birta Birta er mynd um ellefu ára stúlku sem heitir einmitt Birta og það sem á daga hennar dregur. Margrét Júlía Reynisdóttir, sem leikur Kötu, litlu systur Birtu í myndinni, vann til verðlauna á KIKIFe barnakvikmyndahátíðinni í Þýskalandi í haust. Saumaklúbburinn Saumaklúbburinn er gamanmynd sem fjallar um hóp kvenna sem skella sér í sumarbústað til að hafa það gott. Óhætt er að segja að það gangi ekki eftir. Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Arndís Egilsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir leika vinkonurnar. Stærstu „flopp“ ársins Þær eru margar kvikmyndirnar á ári hverju sem vekja alls ekki jafn mikla lukku og vonast var til. Hér að neðan má sjá nokkar helstu myndir ársins sem „floppuðu“ eins og það er kallað. The Last Duel The Last Duel olli miklum vonbrigðum miðað við þær stórstjörnur sem að myndinni komu. Ridley Scott leikstýrði henni og meðal handritshöfunda voru þeir Ben Affleck og Matt Dameon, sem léku einnig í myndinni. Með þeim í aðalhlutverkum voru Adam Driver og Jodie Comer, svo einhverjir séu nefndir. Myndin kostaði um hundrað milljónir dala í framleiðslu en halaði einungis rétt rúmum þrjátíu milljónum inn á heimsvísu. Chaos Walking Svipaða sögu er að segja af myndinni Chaos Walking. Hún gerist á fjarlægri plánetu þar sem hugsanir manna heyrast upphátt. Tom Holland, Spider-Man sjálfur, var í aðalhlutverki myndarinnar með henni Daisy Ridley, Rey sjálfri, sem lék fyrstu konuna sem persóna Holland hitti. Framleiðsla myndarinnar kostaði einnig um hundrað milljónir dala en hún halaði inn einungis rúmum 26 milljónum. The Suicide Squad Andhetjurnar í Suicide Squad sneru aftur á árinu og þó myndin hafi vakið tiltölulega mikla lukku meðal gagnrýnenda var henni ekki jafn vel tekið af áhorfendum. Myndin skartaði þeim Margot Robbie, Idris Elba, John Cena, Joel Kinnaman og mörgum öðrum í aðalhlutverkum og var leikstýrt af James Gunn. Framleiðsla myndarinnar kostaði um 185 milljónir dala. Hún skilaði ekki hagnaði en halaði inn rúmum 167 milljónum. West Side Story Leikstjórinn víðfrægi, Steven Spielberg, tók að sér að endurgera söngleikinn West Side Story fyrir silfurskjáinn svokallaða. Ansel Elgort og Rachel Zegler voru í aðalhlutverkum myndarinnar. Framleiðslukostnaður myndarinnar er áætlaður um hundrað milljónir dala. West Side Story halaði þó ekki inn nema 28 milljónum. Snake Eyes Kvikmyndin Snake Eyes, um samnefndan meðlimi G.I. Joe sveitarinnar. Henry Golding lék bardagakappann og ninjuna Snake Eyes í myndinni sem fékk hvorki góðar viðtökur hjá gagnrýnendum né áhorfendum. Snake Eyes kostaði um 80 milljónir dala í framleiðslu og halaði inn 40 milljónum. Verstu myndir ársins Margar myndir sem framleiddar voru á árinu voru einfaldlega hræðilegar. Hér er stiklað á stóru yfir nokkar þeirra. Þetta er ekki tæmandi listi og er ekki í neinni sérstakri röð. Breaking News in Yuba County Gagnrýnendur voru alls ekki sáttir við myndina Breaking News in Yuba County. Þrátt fyrir gott samansafn leikara og leikstjóra féll myndin ekki í kramið. Myndin er með ellefu prósent hjá Rotten Tomatoes. Midnight in the Switchgrass Bruce Willis og Megan Fox settu sig í spor útsendara FBI á höttum eftir raðmorðingja í myndinni Midnight in the Switchgrass. Hún fékk útreið meðal gagnrýnenda og var sögð einstaklega óáhugaverð. Myndin er með átta prósent hjá Rotten Tomatoes. Music Söngkonan Sia gerði tilraun til kvikmyndagerðar á árinu með þeim Kate Hudson og Leslie Odom Jr. í aðalhlutverkum, auk annarra. Myndin hlaut afhroð gagnrýnenda og áhorfenda og þótti meðal annars marklaus og innihaldsrýr. Music var meðal annarst líkt við lestarslys. Myndin er með sjö prósent hjá Rotten Tomatoes. Space Jam: A New Legacy Warner Bros birti merkilega langa auglýsingu á árinu í formi kvikmyndarinnar Space Jam: A New Legacy. Körfuboltastjarnan LeBron James og Don Cheedle leiddu auglýsinguna sem fékk ákveðna útreið. Myndin er með 25 prósent hjá Rotten Tomatoes. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Fréttir ársins 2021 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar helstu myndum ársins. Hvort sem þær voru bestar, stærstar, verstar eða misheppnaðar fjárhagslega. Bestu myndirnar á Vísi Fjölmargar kvikmyndir hafa verið gagnrýndar á Vísi á árinu. Hér að neðan má sjá fimm uppáhalds myndir Heiðars Sumarliðasonar, gagnrýnanda Vísis. King Richard Kvikmyndin King Richard fjallar um fyrstu skref Williams-systranna Venus og Serenu í tennisheiminum. Faðir þeirra Richard Williams er þó aðalpersóna myndarinnar og dregur Williams-vagninn, líkt og í upphafi ferils systranna. Sjá einnig: Mynd um tennissystur, en samt aðallega pabba þeirra Heiðar sagði Will Smith koma á óvart og negla hlutverk Richards Williams í þessari prýðilegu mynd um tilurð tveggja ofurstjarna í tennisheiminum. The Last Duel The Last Duel vakti ekki mikla lukku meðal áhorfenda á árinu en hún þykir þó nokkuð góð. Þá voru valdir leikarar í hverju horni myndarinnar og Ridley Scott leikstýrði henni. Sjá einnig: Gerendameðvirknin bergmálar í gegnum aldirnar Í niðurlagi sínu um myndina sagði Heiðar The Last Duel vera ótrúlega sterka ádeilu á nútímann sett á svið á 14. öld í Frakklandi og að myndin ætti að vera skylduáhorf. „Persónulega finnst mér The Last Duel vera skylduáhorf, þó ég hafi á tilfinningunni að þeir sem þurfa hvað mest á því að halda að sjá hana muni ekki gera það, heldur séu í næsta sal við hliðina á allt öðruvísi mynd.“ The Night House The Night House er hrollvekjandi mystería þar sem hin breska Rebecca Hall fer á kostum. Myndin fjallar um Beth og gerist nokkrum dögum eftir að eiginmaður hennar siptir sig lífi. Framvindan gengur svo út á að Beth reynir að komast að því hvers vegna hann tók til þessara örþifa ráða og hvaða mann hann hafði raunverulega að geyma. Og já, það gæti verið draugagangur í húsinu þeirra. Sjá einnig: Hrollvekjandi gáta „The Night House er haglega samsett hrollvekja þar sem Rebecca Hall stimplar sig inn sem ein besta leikkona Hollywood í dag,“ skrifaði Heiðar í niðurlagi sínu. Dune Leikstjórinn Denis Villeneuve tók að sér að gera kvikmyndir um Dune, bók sem Frank Herbert gaf úr árið 1956 og framhaldssögum hans. Dune er einkar mikið sjónarspil og þykir tiltölulega vel heppnaður vísindaskáldskapur þó mörgum þyki saga bókanna hafa verið í farþegasæti hjá sjónarspilinu. Meðal leikara í myndinni eru þau Timothée Chalamet, Zendaya, Rebecca Ferguson, Oscar Isaac, Jason Momoa, Josh Brolin, Dave Bautista, Stellan Skarsgård og Javier Bardem. Sjá einnig: Eyðimerkurganga mömmustráks. Fyrri hluti. „Þegar Dune hins vegar náði mér var hún algjört konfekt. Eyðimerkurganga mömmustráks (eins og ég kýs að kalla síðari hlutann) er virkilega spennandi kvikmyndaupplifun sem gefur góð fyrirheit um að mynd númer tvö verði jafn spennandi og síðari hlutinn í þessari fyrri mynd,“ sagði Heiðar. A Quiet Place 2 A Quiet Place: Part II er, eðli málsins samkvæmt, framhald myndarinnar A Quiet Place. Hún fjallar um áframhaldandi vandræði jarðarinnar vegna skrímsla sem leita öll hljóð uppi. Sjá einnig: Gaman í bíó „Persónulega þykir mér þetta framhalds- og endurgerðamyndafargan alveg ótrúlega hvimleitt. Ekki aðeins vegna þess að framhaldsmyndir eru oftast síðri en fyrirrennarinn, heldur er ótrúlega algengt að gerð séu framhöld mynda sem fátt höfðu til brunns að bera til að byrja með. Fyrri myndin í þessu tilfelli var hins vegar raunverulega frambærileg hrollvekja og aldrei þessu vant er framhaldið lítið síðri,“ skrifaði Heiðar meðal annars. Tekjuhæstu myndir ársins Yfirlit yfir nokkrar af tekjuhæstu myndum ársins má finna hér að neðan. Tvær af fimm tekjuhæstu myndunum voru framleiddar og gefnar út í Kína. Spider-Man No Way Home Nýjasta kvikmyndin um vinalega kóngulóarmanninn Peter Parker sló vakti mikla lukku og sló í gegn á opnunarhelginni.Myndin halaði inn fimmtíu milljónum dala eða rúmum sex og hálfum milljarði króna þegar hún var forsýnd í mánuðinum. Aðeins tvær aðrar myndir hafa skilað meiri tekjum „forsýningardegi“ en það eru kvikmyndirnar Avengers: Endgame, sem skilaði sextíu milljónum dala, og Star Wars: The Force Awakens, en hún skilaði um 57 milljónum í kassann. Í heildina frá því hún kom út hefur Spider-Man halað inn rúmum milljarði dala, þegar þetta er skrifað. Orrustan við Changjin-vatn Sú mynd sem halaði inn næstmestum pening í kvikmyndahúsum á heimsvísu, samkvæmt Box Office Mojo, var myndin Orrustan við Changjin-vatn. Það er dýrasta mynd sem hefur verið framleidd í Kína og fjallar hún um mikilvæga orrustu í Kóreustríðinu sem átti sér stað árið 1950, þar sem kínverskir hermenn sigruðu bandaríska landgönguliða. Guardian lýsir kvikmyndinni sem „hreinum áróðri“ Kommúnistaflokks Kína. Hún hefur halað inn rúmum 900 milljónum dala. Hæ Mamma Þriðja tekjuhæsta mynd ársins er kínverska grín-/dramamyndin Hæ mamma. Hún fjallar um unga konu sem heitir Jia Xiaoling og missti móður sína í bílslysi. Einhvern veginn ferðast hún aftur í tíma til ársins 1981 og vingast við móður sína og reynir að bæta líf hennar. Myndin byggir á vinsælum sjónvarpsskets frá árinu 2016. Hún hefur skilað 822 milljónum dala í kassann. James Bond: No Time To Die Fjórða tekjuhæsta mynd ársins er síðasta mynd leikarans Daniel Craig í hlutverki ofurnjósnarans James Bond, No Time To Die. Í henni er Bond sestur í helgan stein en þarf að snúa aftur til starfa til að hjálpa vini sínum Felix Leiter, frá CIA. No Time To Die halaði inn 774 milljónum dala. Fast & Furious 9 Í fimmta sæti á lista Box Office Mojo yfir tekjuhæstu myndir ársins á heimsvísu er níunda myndin úr söguheim Fast & Furious. Þar er á ferðinni yfirgengileg hasarmynd um Dominic Toretto og fjölskyldu hans en að þessu sinni þurfa Dom og félagar að kljást við bróður hans, sem leikinn er af John Cena. F9 hefur halað inn 726 milljónum dala Í sjötta sæti á listanum yfir tekjuhæstu myndir ársins er kínverska myndin Detective Chinatown 3, sem halaði inn 686 milljónum. Venom: Let There Be Carnage er í því sjöunda með 498 milljónir. Þá er Godzilla Vs. Kong í því áttnda með 468 milljónir og Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings er í því níunda með 432 milljónir dala. Í því tíunda er Eternals með 400 milljónir. Helstu íslensku myndirnar Dýrið Íslenska myndin Dýrið naut mikillar athygli ár árinu. Hún segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni og í aðalhlutverkum eru þau Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason. Leynilögga Leynilögga, eða Cop Secret, er hasar- og gamanmynd sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrir. Hún fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Myndin halaði inn halaði inn 15,9 milljónum króna yfir frumsýningarhelgina. Birta Birta er mynd um ellefu ára stúlku sem heitir einmitt Birta og það sem á daga hennar dregur. Margrét Júlía Reynisdóttir, sem leikur Kötu, litlu systur Birtu í myndinni, vann til verðlauna á KIKIFe barnakvikmyndahátíðinni í Þýskalandi í haust. Saumaklúbburinn Saumaklúbburinn er gamanmynd sem fjallar um hóp kvenna sem skella sér í sumarbústað til að hafa það gott. Óhætt er að segja að það gangi ekki eftir. Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Arndís Egilsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir leika vinkonurnar. Stærstu „flopp“ ársins Þær eru margar kvikmyndirnar á ári hverju sem vekja alls ekki jafn mikla lukku og vonast var til. Hér að neðan má sjá nokkar helstu myndir ársins sem „floppuðu“ eins og það er kallað. The Last Duel The Last Duel olli miklum vonbrigðum miðað við þær stórstjörnur sem að myndinni komu. Ridley Scott leikstýrði henni og meðal handritshöfunda voru þeir Ben Affleck og Matt Dameon, sem léku einnig í myndinni. Með þeim í aðalhlutverkum voru Adam Driver og Jodie Comer, svo einhverjir séu nefndir. Myndin kostaði um hundrað milljónir dala í framleiðslu en halaði einungis rétt rúmum þrjátíu milljónum inn á heimsvísu. Chaos Walking Svipaða sögu er að segja af myndinni Chaos Walking. Hún gerist á fjarlægri plánetu þar sem hugsanir manna heyrast upphátt. Tom Holland, Spider-Man sjálfur, var í aðalhlutverki myndarinnar með henni Daisy Ridley, Rey sjálfri, sem lék fyrstu konuna sem persóna Holland hitti. Framleiðsla myndarinnar kostaði einnig um hundrað milljónir dala en hún halaði inn einungis rúmum 26 milljónum. The Suicide Squad Andhetjurnar í Suicide Squad sneru aftur á árinu og þó myndin hafi vakið tiltölulega mikla lukku meðal gagnrýnenda var henni ekki jafn vel tekið af áhorfendum. Myndin skartaði þeim Margot Robbie, Idris Elba, John Cena, Joel Kinnaman og mörgum öðrum í aðalhlutverkum og var leikstýrt af James Gunn. Framleiðsla myndarinnar kostaði um 185 milljónir dala. Hún skilaði ekki hagnaði en halaði inn rúmum 167 milljónum. West Side Story Leikstjórinn víðfrægi, Steven Spielberg, tók að sér að endurgera söngleikinn West Side Story fyrir silfurskjáinn svokallaða. Ansel Elgort og Rachel Zegler voru í aðalhlutverkum myndarinnar. Framleiðslukostnaður myndarinnar er áætlaður um hundrað milljónir dala. West Side Story halaði þó ekki inn nema 28 milljónum. Snake Eyes Kvikmyndin Snake Eyes, um samnefndan meðlimi G.I. Joe sveitarinnar. Henry Golding lék bardagakappann og ninjuna Snake Eyes í myndinni sem fékk hvorki góðar viðtökur hjá gagnrýnendum né áhorfendum. Snake Eyes kostaði um 80 milljónir dala í framleiðslu og halaði inn 40 milljónum. Verstu myndir ársins Margar myndir sem framleiddar voru á árinu voru einfaldlega hræðilegar. Hér er stiklað á stóru yfir nokkar þeirra. Þetta er ekki tæmandi listi og er ekki í neinni sérstakri röð. Breaking News in Yuba County Gagnrýnendur voru alls ekki sáttir við myndina Breaking News in Yuba County. Þrátt fyrir gott samansafn leikara og leikstjóra féll myndin ekki í kramið. Myndin er með ellefu prósent hjá Rotten Tomatoes. Midnight in the Switchgrass Bruce Willis og Megan Fox settu sig í spor útsendara FBI á höttum eftir raðmorðingja í myndinni Midnight in the Switchgrass. Hún fékk útreið meðal gagnrýnenda og var sögð einstaklega óáhugaverð. Myndin er með átta prósent hjá Rotten Tomatoes. Music Söngkonan Sia gerði tilraun til kvikmyndagerðar á árinu með þeim Kate Hudson og Leslie Odom Jr. í aðalhlutverkum, auk annarra. Myndin hlaut afhroð gagnrýnenda og áhorfenda og þótti meðal annars marklaus og innihaldsrýr. Music var meðal annarst líkt við lestarslys. Myndin er með sjö prósent hjá Rotten Tomatoes. Space Jam: A New Legacy Warner Bros birti merkilega langa auglýsingu á árinu í formi kvikmyndarinnar Space Jam: A New Legacy. Körfuboltastjarnan LeBron James og Don Cheedle leiddu auglýsinguna sem fékk ákveðna útreið. Myndin er með 25 prósent hjá Rotten Tomatoes.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Fréttir ársins 2021 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira