Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2021 12:01 Guðmundur Guðmundsson stýrði íslenska landsliðinu til 20. sætis á HM í janúar þó að liðið tapaði þar engum af sínum sex leikjum með meira en tveggja marka mun. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. „Ég er ekkert að velta fyrir mér hvað kemur eftir mótið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, eftir að hafa tilkynnt hvaða leikmenn hann tæki með sér á EM í byrjun næsta árs. Klippa: Guðmundur um framtíð sína með landsliðinu Guðmundur tók á ný við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum og gerði þá samning við HSÍ sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi sem fram fór í byrjun þessa árs. Sá samningur var hins vegar framlengdur sumarið 2020 og gildir því fram yfir EM. Guðmundur fékk leyfi HSÍ til að taka við þýska liðinu Melsungen í febrúar 2020 og stýra því samhliða því að þjálfa íslenska landsliðið. Hann var hins vegar látinn fara frá Melsungen í haust, rétt áður en tilkynnt var að hann tæki við danska liðinu Federicia næsta sumar. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi á EM og komast aðeins tvö efstu liðin í riðlinum áfram í milliriðla. „Búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu“ Guðmundur setti sér strax árið 2018 markmið um að koma Íslandi í hóp átta bestu landsliða heims en liðið endaði í 20. sæti á HM í byrjun þessa árs. Ef að illa fer á EM, ætlar hann þá samt að halda verkefni sínu áfram? „Ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér. Ég bara einbeiti mér að þessu verkefni og geri það eins vel og ég get. Ég er búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu, og ætla að einbeita mér að því eingöngu,“ sagði Guðmundur en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Ég er ekkert að velta fyrir mér hvað kemur eftir mótið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, eftir að hafa tilkynnt hvaða leikmenn hann tæki með sér á EM í byrjun næsta árs. Klippa: Guðmundur um framtíð sína með landsliðinu Guðmundur tók á ný við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum og gerði þá samning við HSÍ sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi sem fram fór í byrjun þessa árs. Sá samningur var hins vegar framlengdur sumarið 2020 og gildir því fram yfir EM. Guðmundur fékk leyfi HSÍ til að taka við þýska liðinu Melsungen í febrúar 2020 og stýra því samhliða því að þjálfa íslenska landsliðið. Hann var hins vegar látinn fara frá Melsungen í haust, rétt áður en tilkynnt var að hann tæki við danska liðinu Federicia næsta sumar. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi á EM og komast aðeins tvö efstu liðin í riðlinum áfram í milliriðla. „Búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu“ Guðmundur setti sér strax árið 2018 markmið um að koma Íslandi í hóp átta bestu landsliða heims en liðið endaði í 20. sæti á HM í byrjun þessa árs. Ef að illa fer á EM, ætlar hann þá samt að halda verkefni sínu áfram? „Ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér. Ég bara einbeiti mér að þessu verkefni og geri það eins vel og ég get. Ég er búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu, og ætla að einbeita mér að því eingöngu,“ sagði Guðmundur en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00
EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06