Ekki er við hann að sakast þó hér hafi verið ráðist í umfangsmestu takmarkanir á borgaralegum réttindum í lýðveldissögunni án þess að það hafi komið til nokkurrar alvöru umræðu á Alþingi eða meðal kjörinna fulltrúa, nema með örfáum undantekningum. Það er hins vegar til marks um kaldhæðni örlaganna að sennilega mun umræðan þurfa að eiga sér stað í gegnum fjarfundarbúnað, enda allir þingmenn Viðreisnar með tölu í einangrunarvist vegna veirunnar.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.

Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.