„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2021 13:33 Guðmundur Guðmundsson benti á að það hefði haft sín áhrif að einn besti handboltamaður heims, Aron Pálmarsson, skyldi ekki geta verið með á síðasta stórmóti. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni