„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2021 13:33 Guðmundur Guðmundsson benti á að það hefði haft sín áhrif að einn besti handboltamaður heims, Aron Pálmarsson, skyldi ekki geta verið með á síðasta stórmóti. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira