Einn besti maður meistaranna sleit krossband rétt fyrir úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 15:31 Chris Godwin er mjög góður leikmaður og því er missirinn mikill fyrir Tampa Bay Buccaneers liðið. EPA-EFE/ERIK S. LESSER NFL-meistarar Tampa Bay Buccaneers urðu fyrir miklu áfalli í vandræðalegu 9-0 tapi sínu á móti New Orleans Saints á sunnudagskvöldið því þeir misstu þá einn sinn besta sóknarmann. Útherjinn Chris Godwin meiddist þá á hné og í fyrstu var talið að hann gæti spilað aftur á tímabilinu. Í gær kom síðan í ljós að hann hefði slitið krossband og að tímabilið hans því búið. Chirs Godwin has an ACL tear and will miss the rest of the season, head coach Bruce Arians says.Godwin had 1,103 yards and 5 touchdowns for Tampa Bay this season. pic.twitter.com/qgHsW81gFv— The Athletic (@TheAthletic) December 20, 2021 Vopnabúr Tom Brady skrapp talsvert saman við þetta en nú þarf hann að treysta meira á vandræðagemlinginn Antonio Brown í úrslitakeppninni. Godwin meiddist eftir tæklingu frá P.J. Williams hjá New Orleans Saints. „Maður finnur til með honum af því að hann var að eiga svo gott ár og hvernig þessi tækling var. Hún er lögleg en svona tækling er eitthvað sem við þurfum að skoða betur eftir tímabilið,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. For all the Saints fans defending their scumbag tactics - look at how low PJ Williams is. His knee is ON THE GRASS for crying out loud! Clearly targeting Godwin's knees. Ridiculous. pic.twitter.com/oayocyhsWi— Steven Cheah (@StevenCheah) December 20, 2021 „Við höfum svo miklar áhyggjur af því að menn séu að fá högg á höfuðið að við erum í staðinn að fá mikið af hnémeiðslum vegna svona tæklinga. En þetta er löglegt í dag og ekkert við það að athuga,“ sagði Arians. Godwin endaði tímabilið með fimm snertimörk en hann greið 98 sendingar fyrir 1103 jördum. Aðeins einn leikmaður í sögu Tampa Bay Buccaneers hefur gripið fleiri bolta á einu tímabili. Leikstjórnandinn Tom Brady missti þarna góðan mann og var pirraður eftir leikinn. Hann sagði þetta tæklingu sem NFL-deildin yrði að losa sig við. NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira
Útherjinn Chris Godwin meiddist þá á hné og í fyrstu var talið að hann gæti spilað aftur á tímabilinu. Í gær kom síðan í ljós að hann hefði slitið krossband og að tímabilið hans því búið. Chirs Godwin has an ACL tear and will miss the rest of the season, head coach Bruce Arians says.Godwin had 1,103 yards and 5 touchdowns for Tampa Bay this season. pic.twitter.com/qgHsW81gFv— The Athletic (@TheAthletic) December 20, 2021 Vopnabúr Tom Brady skrapp talsvert saman við þetta en nú þarf hann að treysta meira á vandræðagemlinginn Antonio Brown í úrslitakeppninni. Godwin meiddist eftir tæklingu frá P.J. Williams hjá New Orleans Saints. „Maður finnur til með honum af því að hann var að eiga svo gott ár og hvernig þessi tækling var. Hún er lögleg en svona tækling er eitthvað sem við þurfum að skoða betur eftir tímabilið,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. For all the Saints fans defending their scumbag tactics - look at how low PJ Williams is. His knee is ON THE GRASS for crying out loud! Clearly targeting Godwin's knees. Ridiculous. pic.twitter.com/oayocyhsWi— Steven Cheah (@StevenCheah) December 20, 2021 „Við höfum svo miklar áhyggjur af því að menn séu að fá högg á höfuðið að við erum í staðinn að fá mikið af hnémeiðslum vegna svona tæklinga. En þetta er löglegt í dag og ekkert við það að athuga,“ sagði Arians. Godwin endaði tímabilið með fimm snertimörk en hann greið 98 sendingar fyrir 1103 jördum. Aðeins einn leikmaður í sögu Tampa Bay Buccaneers hefur gripið fleiri bolta á einu tímabili. Leikstjórnandinn Tom Brady missti þarna góðan mann og var pirraður eftir leikinn. Hann sagði þetta tæklingu sem NFL-deildin yrði að losa sig við.
NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira