Veður

Aust­lægar áttir ríkjandi á stysta degi ársins

Atli Ísleifsson skrifar
Vetrarsólstöður eru í dag, það er stysti dagur ársins, og fer nú daginn að lengja á ný.
Vetrarsólstöður eru í dag, það er stysti dagur ársins, og fer nú daginn að lengja á ný. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan segir að austlægar áttir verði ríkjandi í dag, með strekkingi syðst og lengst af frostlausu veðri þar. Annars staðar verður hægari vindur og frystir um mest allt land eftir daginn í dag.

Á vef Veðurstofunnar segir það verði frost núll til átta stig og kaldast í innsveitum á Norðausturlandi, en allvíða frostlaust syðst.

Bætir heldur í él við norður og austurströndina á morgun og kólnar smá saman, en annars svipað veður.

Annars eru vetrarsólstöður í dag, stysti dagur ársins og fer nú daginn að lengja á ný.

Spákortið fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast syðst og víða léttskýjað, en hægari breytileg átt og stöku él N- og A-lands. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.

Á fimmtudag (Þorláksmessa): Austlæg átt, 5-10 m/s, en 10-15 syðst. Dálítil él með S- og A-ströndinni, en annars bjart með köflum. Víða vægt frost.

Á föstudag (aðfangadagur jóla): Austanátt, allhvöss og dálítil él syðst, en annars mun hægari, bjart og heldur kólnandi veður.

Á laugardag (jóladagur) og sunnudag (annar í jólum):

Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil él, en úrkomulaust að kalla SV- og V-lands og kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×