Clattenburg: Andy Robertson er heppinn að geta gengið eftir tæklingu Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 08:01 Paul Tierney gaf Andrew Robertson rautt spjald í seinni hálfleik en hefði líka átt að lyfta því rauða á Harry Kane í þeim fyrri. AP/Frank Augstein Fyrrum toppdómari í ensku úrvalsdeildinni gagnrýndi dómgæsluna í leik Tottenham og Liverpool um síðustu helgi og þá sérstaklega það að enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hafi fengið að halda áfram leik eftir sólatæklingu sína á bakvörð Liverpool Andy Robertson. Harry Kane kom fljúgandi inn í tæklinguna með takkana á undan sér og fór beint í Andy Robertson sem hafði tekið boltann. Paul Tierney ákvað að gefa Kane bara gult spjald fyrir brotið við lítinn fögnuð Liverpool manna. Það sem meira er að Varsjáin var sammála því að reka Kane ekki útaf. Ein aðalstæðan væri að Robertson hefði hoppað upp úr tæklingunni. Former Premier League referee Mark Clattenburg has criticised the officiating in Tottenham's draw with Liverpool.He thinks Andy Robertson is "lucky to be walking"... Listen on @BBCSounds.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2021 Robertson sjálfur fékk beint rautt spjald seinna í leiknum eftir að Varsjáin skoðaði brot hans á Emerson Royal. „Ég tel að tæklingin hjá Kane sé verri en sú hjá Robertson,“ sagði Mark Clattenburg í útvarpsviðtali í þættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. „Ég hef áhyggjur eftir að hafa heyrt það að Robertson hefði þurft að vera með fótinn á jörðinni. Ef það hefði verið þá hefði hann ekki gengið um þessi jól,“ sagði Clattenburg. „Ef þú heldur því fram að það séu ekki skýr og greinilega mistök að gefa Kane kki rauða spjaldið þá ertu ekki að sinna þínu starfi rétt,“ sagði Clattenburg. Ég held að við dómararnir séum stundum sekir um að þekkja reglur leiksins betur en við skiljum leikinn sjálfan. VAR má hins vegar ekki klikka á þessu. Dómarar geta misst af því enda hafa þeir aðeins sekúndubrot. Varsjáin hefur öll sjónarhornin og hún sér hvert takkar Kane fóru,“ sagði Clattenburg. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Það nýtt í mínum eyrum að fóturinn (hans Robertson) þurfi að vera á jörðinni. Ef fóturinn er á lofti með takkana á undan þá er þetta glannalegt og hann skutlaði sér í tæklinguna. Í mínum augum þá setti hann andstæðing sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. „Robbo er heppin að geta gengið í dag. Við ættum að skilja betur fótboltamenn og af hverju hann er ekki að fara skilja fótinn sinn eftir á jörðinni í þessari stöðu. Hann vill ekki fótbrotna og setja feril sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. Clattenburg var dómari í ensku úrvalsdeildinni í þrettán ár frá 2004 til 2017. Hann er líka á því að enska úrvalsdeildin eigi að birta samtöl dómara og VAR. Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Harry Kane kom fljúgandi inn í tæklinguna með takkana á undan sér og fór beint í Andy Robertson sem hafði tekið boltann. Paul Tierney ákvað að gefa Kane bara gult spjald fyrir brotið við lítinn fögnuð Liverpool manna. Það sem meira er að Varsjáin var sammála því að reka Kane ekki útaf. Ein aðalstæðan væri að Robertson hefði hoppað upp úr tæklingunni. Former Premier League referee Mark Clattenburg has criticised the officiating in Tottenham's draw with Liverpool.He thinks Andy Robertson is "lucky to be walking"... Listen on @BBCSounds.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2021 Robertson sjálfur fékk beint rautt spjald seinna í leiknum eftir að Varsjáin skoðaði brot hans á Emerson Royal. „Ég tel að tæklingin hjá Kane sé verri en sú hjá Robertson,“ sagði Mark Clattenburg í útvarpsviðtali í þættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. „Ég hef áhyggjur eftir að hafa heyrt það að Robertson hefði þurft að vera með fótinn á jörðinni. Ef það hefði verið þá hefði hann ekki gengið um þessi jól,“ sagði Clattenburg. „Ef þú heldur því fram að það séu ekki skýr og greinilega mistök að gefa Kane kki rauða spjaldið þá ertu ekki að sinna þínu starfi rétt,“ sagði Clattenburg. Ég held að við dómararnir séum stundum sekir um að þekkja reglur leiksins betur en við skiljum leikinn sjálfan. VAR má hins vegar ekki klikka á þessu. Dómarar geta misst af því enda hafa þeir aðeins sekúndubrot. Varsjáin hefur öll sjónarhornin og hún sér hvert takkar Kane fóru,“ sagði Clattenburg. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Það nýtt í mínum eyrum að fóturinn (hans Robertson) þurfi að vera á jörðinni. Ef fóturinn er á lofti með takkana á undan þá er þetta glannalegt og hann skutlaði sér í tæklinguna. Í mínum augum þá setti hann andstæðing sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. „Robbo er heppin að geta gengið í dag. Við ættum að skilja betur fótboltamenn og af hverju hann er ekki að fara skilja fótinn sinn eftir á jörðinni í þessari stöðu. Hann vill ekki fótbrotna og setja feril sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. Clattenburg var dómari í ensku úrvalsdeildinni í þrettán ár frá 2004 til 2017. Hann er líka á því að enska úrvalsdeildin eigi að birta samtöl dómara og VAR.
Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira