Höfnuðu því að gera hlé á enska boltanum um jólin Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 15:30 Mohamed Salah og félagar í Liverpool eiga að mæta Leeds í hádeginu á öðrum degi jóla og sá leikur er áfram á áætlun eftir fund dagsins. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Forráðamenn ensku úrvalsdeildarfélaganna í fótbolta ákváðu í dag að keppni yrði áfram haldið í deildinni eins og mögulegt er um jólin, þrátt fyrir mikla fjölgun kórónuveirusmita hjá leikmönnum. Á síðustu tíu dögum hefur þurft að fresta alls tíu leikjum vegna hópsmita hjá liðunum, þar af sex leikjum um nýliðna helgi. Á föstudag var ákveðið að neyðarfundur yrði haldinn í dag og samkvæmt Daily Mail er niðurstaða þess fundar að gera ekki hlé á ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að til að mynda knattspyrnustjórar Brentford og Newcastle hafi kallað eftir því í fjölmiðlum. Samkvæmt Daily Mail hefðu 14 af úrvalsdeildarfélögunum 20 þurft að samþykkja hlé til að það yrði gert. Meirihluti studdi hins vegar við áætlanir deildarinnar um að reyna til hins ítrasta að halda keppni áfram. BREAKING: Premier League clubs reject the idea of cancelling a round of Christmas fixtures https://t.co/SvyoddxjPm pic.twitter.com/HMVBewvAse— MailOnline Sport (@MailSport) December 20, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur hins vegar hætt við að láta endurtaka leiki í 3. og 4. umferð enska bikarsins þegar lið gera jafntefli, samkvæmt heimildum Daily Mail. Frestaðir leikir Brighton - Tottenham, 12. desember Brentford - Man United, 14. desember Burnley - Watford, 15. desember Leicester - Tottenham, 16. desember Man Utd - Brighton, 18. desember Southampton - Brentford, 18. desember Aston Villa - Burnley, 18. desember Watford - Crystal Palace, 18. desember West Ham - Norwich, 18. desember Everton - Leicester, 19. desember Næstu leikir á Englandi eru í enska deildabikarnum en Arsenal mætir Sunderland annað kvöld og á miðvikudag eru þrír úrvalsdeildarslagir í 8-liða úrslitum keppninnar, þegar Tottenham og West Ham mætast, Brentford og Chelsea, og Liverpool og Leicester. Næsta umferð í ensku úrvalsdeildinni á nánast öll að fara fram á öðrum degi jóla, næsta sunnudag, en á að ljúka með leik Newcastle og Manchester United næsta mánudag. Önnur jólaumferð fer svo fram dagana 28.-30. desember og sú þriðja 1.-3. janúar. Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Á síðustu tíu dögum hefur þurft að fresta alls tíu leikjum vegna hópsmita hjá liðunum, þar af sex leikjum um nýliðna helgi. Á föstudag var ákveðið að neyðarfundur yrði haldinn í dag og samkvæmt Daily Mail er niðurstaða þess fundar að gera ekki hlé á ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að til að mynda knattspyrnustjórar Brentford og Newcastle hafi kallað eftir því í fjölmiðlum. Samkvæmt Daily Mail hefðu 14 af úrvalsdeildarfélögunum 20 þurft að samþykkja hlé til að það yrði gert. Meirihluti studdi hins vegar við áætlanir deildarinnar um að reyna til hins ítrasta að halda keppni áfram. BREAKING: Premier League clubs reject the idea of cancelling a round of Christmas fixtures https://t.co/SvyoddxjPm pic.twitter.com/HMVBewvAse— MailOnline Sport (@MailSport) December 20, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur hins vegar hætt við að láta endurtaka leiki í 3. og 4. umferð enska bikarsins þegar lið gera jafntefli, samkvæmt heimildum Daily Mail. Frestaðir leikir Brighton - Tottenham, 12. desember Brentford - Man United, 14. desember Burnley - Watford, 15. desember Leicester - Tottenham, 16. desember Man Utd - Brighton, 18. desember Southampton - Brentford, 18. desember Aston Villa - Burnley, 18. desember Watford - Crystal Palace, 18. desember West Ham - Norwich, 18. desember Everton - Leicester, 19. desember Næstu leikir á Englandi eru í enska deildabikarnum en Arsenal mætir Sunderland annað kvöld og á miðvikudag eru þrír úrvalsdeildarslagir í 8-liða úrslitum keppninnar, þegar Tottenham og West Ham mætast, Brentford og Chelsea, og Liverpool og Leicester. Næsta umferð í ensku úrvalsdeildinni á nánast öll að fara fram á öðrum degi jóla, næsta sunnudag, en á að ljúka með leik Newcastle og Manchester United næsta mánudag. Önnur jólaumferð fer svo fram dagana 28.-30. desember og sú þriðja 1.-3. janúar.
Frestaðir leikir Brighton - Tottenham, 12. desember Brentford - Man United, 14. desember Burnley - Watford, 15. desember Leicester - Tottenham, 16. desember Man Utd - Brighton, 18. desember Southampton - Brentford, 18. desember Aston Villa - Burnley, 18. desember Watford - Crystal Palace, 18. desember West Ham - Norwich, 18. desember Everton - Leicester, 19. desember
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira