Menning

Bergsveinn hlýtur Gens de mer-verðlaunin

Jakob Bjarnar skrifar
Bergsveinn Birgisson veitti verðlaununum viðtöku úti í Frakklandi í byrjun mánaðar.
Bergsveinn Birgisson veitti verðlaununum viðtöku úti í Frakklandi í byrjun mánaðar.

Bergsveinn Birgisson hlaut á dögunum frönsku bókmenntaverðlaunin Gens de mer fyrir skáldsögu sína Landslag er aldrei asnalegt, sem kom út á íslensku árið 2003.

Sú bók er fyrsta skáldsaga Bergsveins. Hún vakti verulega athygli og var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár.

Markmið Gens de mer-verðlaunanna er að vekja sérstaka athygli á merkum bókmenntaverkum sem tengjast hafinu og lífi tengt sjósókn. Í rökstuðningi dómnefndar segir að lýsing Bergsveins á íslenskum strandbyggðum sé „meitluð“ og „einkennist af miklu innsæi, tilfinningu og húmor.“

Á frönsku ber sagan heitið Du Temps Qu´il Fait. Meðal höfunda sem hlotið hafa Gens de mer-verðlaunin má nefna Carsten Jensen, Jean Rolin og Isabelle Autissier.

Sjálfur hefur Bergsteinn staðið í ströngu en eftir að hann kom frá Frakklandi tók hann til óspilltra málanna, skrifaði greinargerð þar sem hann sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld. Það mál allt hefur vakið mikla athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×