Þau kvöddu á árinu 2021 Atli Ísleifsson skrifar 25. desember 2021 09:00 Sean Lock, Filippus prins, Gunilla Bergström, Larry King og Anne Rice eru meðal þeirra sem létust á árinu. Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árinu eru eiginmaður Elísabetar drottningar, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, höfundur bókanna um Einar Áskel, einhver virtasti fatahönnuður heims, Óskarsverðlaunaleikarar- og leikkonur, einhverjir vinsælustu leikararnir úr þáttunum Sex and the City og Friends, og einhver vinsælasti grínisti Bretlands. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Benigno Aquino , fyrrverandi forseti Filippseyja, lést í júní, 61 árs að aldri. Aquino var forseti landsins á árunum 2010 til 2016. Siegfried Borchardt , þýskur nýnasisti sem þekktur var sem SS-Siggi, lést í október, 67 ára að aldri. Hann hafði um árabil verið eitt helsta andlit þýskra nýnasista. Abdelaziz Bouteflika , fyrrverandi forseti Alsír, lést í september, 84 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019. Idriss Deby , forseti Tjad, lést í apríl, 68 ára að aldri. Hann lést af sárum sínum eftir að hafa heimsótt víglínu hers Tsjads í norðurhluta landsins þar sem barist er við uppreisnarmenn. Hann hafði gegnt forsetaembætti í landinu frá árinu 1990. Frederik Willem de Klerk , fyrrverandi forseti Suður-Afríku og síðasti hvíti maðurinn til að leiða landið, lést í nóvember, 85 ára að aldri. De Klerk gegndi embætti forseta Suður-Afríku frá september 1989 til maímánaðar 1994. De Klerk og Nelson Mandela hlutu í sameiningu Friðarverðlaun Nóbels árið 1993 fyrir baráttu sína fyrir friði í landinu. Bob Dole , bandarískur stjórnmálamaður sem var öldungadeildarþingmaður í 28 ár, lést í desember, 98 ára að aldri. Repúblikaninn Dole var þingmaður fyrir Kansas á árunum 1968 til 1996. Hann bauð sig fram gegn demókratanum Bill Clinton í forsetakosningum vestanhafs árið 1996, en laut þar í lægra haldi. Tuttugu árum áður var hann varaforsetaefni Gerald Ford, sem tapaði í forsetakosningunum fyrir Jimmy Carter. Chun Doo-hwan , fyrrverandi einræðisherra Suður-Kóreu, lést í nóvember, níutíu ára að aldri. Chun komst til valda eftir valdarán hersins árið 1979 og átti hann eftir að beita mikilli hörku gegn mótmælendum í landinu ári síðar. Chun stýrði landinu sem forseti frá 1980 til 1988. Filippus prins lést 9. apríl síðastliðinn. Myndin er frá árinu 2010.EPA Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, lést í apríl, 99 ára að aldri. Filippus og Elísabet gengu í hjónaband árið 1952. John Magufuli , forseti Tansaníu, lést í mars, 61 árs að aldri. Magufuli var tók við sem forseti árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra eftir umdeildar kosningar þar sem stjórnvöld voru sökuð um kosningasvindl. María, prinsessa af Liechtenstein og eiginkona Hans-Adam II, lést í ágúst, 81 árs að aldri. María fæddist í Prag 14. apríl 1940 og gekk að eiga Hans-Adam árið 1967. Hann varð fursti landsins árið 1989. Jovenel Moïse , forseti Haítí, var myrtur í árás í Port-au-Prince, í júlí. Hann varð 53 ára. Hann hafði tekið við embætti forseta landsins árið 2017. Walter Mondale, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lést í apríl, 93 ára að aldri. Hann var varaforseti í forsetatíð Jimmys Carter á árunum 1977 til 1981. Áður hafði hann gegnt embætti öldungadeildarþingmanns. Hann var forsetaefni Demókrata í forsetakosningum árið 1984 en laut þá í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Harry Reid , fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, lést í desember, 82 ára að aldri. Reid var þingmaður Demókrata í öldungadeildinni fyrir Nevada á árunum 1987 til 2017 og var jafnframt forseti öldungadeildarinnar frá 2007 til 2015. Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lést í júní, 88 ára gamall. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Poul Schlüter , fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, lést í maí, 92 ára að aldri. Schlüter var formaður Íhaldsflokksins á árunum 1974 til 1993 og gegndi embætti forsætisráðherra Danmerkur á árunum 1982 til 1993. Hann varð fyrsti Íhaldsmaðurinn til að gegna forsætisráðherraembættinu í Danmörku. George P. Shultz , fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í febrúar, 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið. Kåre Willoch , fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, lést í desember, 93 ára gamall. Willoch var forsætisráðherra Noregs frá 1981 til 1986 og leiðtogi Hægriflokksins í ellefu ár þar á undan. Þá gegndi hann einnig embætti viðskiptaráðherra. Willoch er einn áhrifamesti stjórnmálamaður í sögu Noregs. Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríku, lést í mars, 72 ára að aldri. Zwelithini var leiðtogi stærsta þjóðarbrots Suður-Afríku og hafði mikil áhrif á samfélag sinna manna í landinu. Hann settist á konungsstól árið 1968 þegar faðir hans lést. Menning og listir Virgil Abloh , bandarískur fatahönnuður, lést í desember, eftir þriggja ára baráttu við krabbamein. Hann varð 41 árs. Abloh er var einn þekktasti hönnuður sinnar kynslóðar en hann var stofnandi og eigandi tískuhússins Off-White. Þá var hann listrænn stjórnandi karlatísku hjá Louis Vuitton frá 2018, fyrstur svartra manna. Michael Apted, breskur kvikmyndaleikstjóri, lést í janúar, 79 ára að aldri. Hann leikstýrði meðal annars myndunum Coal Miner‘s Daughter,Gorillas in the Mist og James Bond-myndinni The World Is Not Enough. Ed Asner , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk fréttamannsins Lou Grant í bandarískum sjónvarpsþáttum, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Asner gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk í kvikmyndinni Elf og ljáði aðalpersónu kvikmyndarinnar Up rödd sína. Lisa Banes, bandarísk leikkona sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Gone Girl, lést í júní, 65 ára að aldri. Rafhlaupahjóli eða léttu bifhjóli var ekið á Banes nærri Lincoln Center í New York þann 4. júní og lést hún á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Banes fór með hlutverk móður konunnar sem hvarf í myndinni Gone Girl frá árinu 2014. Ned Beatty , bandarískur leikari, lést í júní, 83 ára að aldri. Beatty gerði garðinn frægan fyrir hlutverk í fjölda stórmynda, þeirra á meðal annars myndunum Deliverance og Superman, báðar frá áttunda áratug síðustu aldar. Jean-Paul Belmondo , franskur leikari og einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í september, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. Belmondo verður einna helst minnst fyrir túlkun sína á honum uppreisnargjarna þjóf Michel í mynd Jean-Luc Godard, A Bout de Souffle, frá árinu 1960. Gunilla Bergström , sænskur rithöfundur sem þekktust er fyrir bækurnar um Einar Áskel, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Fyrsta bókin um Alfons Åberg, eða Einar Áskel eins og hann hét á íslensku, kom út árið 1972 og hafa bækurnar verið þýddar á um 35 tungumál. Alls hafa komið út 26 bækur um drenginn, sem býr ásamt föður sínum í blokkaríbúð í óræðri sænskri borg. Juan Joya Borja , spænskur grínisti, lést í apríl, 65 ára að aldri. Það eru ef til vill ekki allir sem kannast við nafnið, en þó fleiri sem kannast við andlitið þar sem Borja varð óvænt stjarna í netheimum árið 2014 þegar þá um tíu ára gamalt sjónvarpsviðtal við hann fór í mikla dreifingu á netinu, þar sem mátti sjá hann hlæja mjög einkennandi hlátri. Jessica Campbell , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanmyndinni Election frá árinu 1999, lést í janúar, 38 ára að aldri. Myndin Election skartaði þeim Reese Witherspoon, Matthew Broderick og Chris Klein í aðalhlutverki og var í leikstjórn Alexander Payne. Campbell fór þar með hlutverk Tammy Metzler. Eric Carle , bandarískur rithöfundur og teiknari, lést í maí, 91 árs að aldri. Hann skrifaði og myndskreytti rúmlega sjötíu barnabækur en er þekktastur fyrir bókina um Gráðugu lirfuna (e. The Very Hungry Caterpillar). Chick Corea , bandarískur djasstónlistarmaður, lést í febrúar, 79 ára að aldri. Corea vann á ferli sínum til fjölda Grammy-verðlauna og spilaði með mörgum af goðsögnunum í heimi djasstónlistar. Tónlistarferill Corea spannaði rúma fimm áratugi, en hann er í fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa hlotið flestar tilnefningar til Grammy-verðlauna, eða alls 65 talsins. Þá vann hann til verðlaunanna í 23 skipti. Sarah Dash , bandarísk leikkona og ein stofnenda sveitarinnar Labelle, lést í september, 76 ára að aldri. Sveitin Labelle, með þeim Dash, Patti LaBelle og Nona Hendryx innanborðs, sló hressilega í gegn með lagið Lady Marmalade árið 1975.DMX, bandarískur rappari, leikari og lagahöfundur, lést í apríl, fimmtugur að aldri. Rapparinn, sem hefur gert garðinn frægan með lögum á borð við X Gon' Give It To Ya og Party Up (Up in Here), hefur glímt við fíknivanda og farið nokkrum sinnum í vímuefnameðferð á löngum tónlistarferli sínum. Richard Donner , bandarískur kvikmyndaleikstjóri, lést í júlí, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon-fjórleiknum og fyrstu Superman-kvikmyndinni. Olympia Dukakis , bandarísk Óskarsverðlaunaleikkona, lést í maí, 89 ára að aldri. Dukakis er einna þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Moonstruck og Steel Magnolias. Einár , sænskur rappari, var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í október. Hann var nítján ára gamall. Einár hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg og var hann með margar milljónir hlustana á Spotify. Hann sló í gegn árið 2019, þá sextán ára gamall, með laginu Katten i trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Don Everly , bandarískur tónlistarmaður og annar Everly-bræðranna, lést í ágúst, 84 ára að aldri. Don Everly og bróðir hans Phil áttu fjölda smella á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar með sveit sinni, The Everly Brothers. Meðal laga sem nutu mikilla vinsælda með sveitinni má nefna Bye Bye Love og All I Have To Do Is Dream. Siegfried Fischbacher , þýsk-bandarískur töframaður, lést í janúar, 81 árs að aldri. Siegfried var annar helmingur tvíeykisins Siegfried og Roy sem voru lengi með sýningar á Mirage-hótelinu Las Vegas og víðar þar sem þeir notuðust við tígrisdýr og fleiri dýr. Mira Furlan , króatísk leikkona, lést í janúar, 65 ára að aldri. Furlan gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sitt í þáttunum Lost og Babylon 5. Willie Garson , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, lést í september, 57 ára að aldri. Garson lék í þáttunum Stanford Blatch, trúnaðarvin aðalpersónu þáttanna, Carrie Bradshaw. Hann lék einnig í sjónvarpsþáttum á borð við Cheers og Family Ties, svo dæmi séu tekin. Charles Grodin , bandarískur leikari og samfélagsrýnir, lést í maí, 86 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven. Edita Gruberová, slóvakísk óperusöngkona, lést í október, 74 ára að aldri. Hún þreytti frumraun sína í Rakaranum frá Sevilla árið 1968 en hún sló svo í gegn tveimur árum síðar í Þjóðaróperunni í Vínarborg sem Næturdrottningin í uppsetningu af Töfraflautunni. Hún átti margoft eftir að fara með hlutverkið á ferli sínum. Sarah Harding , bresk tónlistarkonan sem var í stúlknasveitinni Girls Aloud, lést af völdumkrabbameins í september, 39 ára að aldri. Dusty Hill, bassaleikari bandarísku hljómsveitarinnar ZZ Top, lést í júlí, 72 ára gamall Hill, Frank Beard og Billy Gibbons stofnuðu sveitina árið 1969. Hal Holbrook , bandarískur leikari, lést í janúar, 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk rithöfundarins Mark Twain í sýningunni Mark Twain Tonight! Hann vakti einnig athygli fyrir hlutverk sitt í Into the Wild frá 2007 auk þess að fara með hlutverk Deep Throat í myndinni All the President‘s Men. Sally Ann Howes , ensk leikkona sem sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sín í myndinni Chitty Chitty Bang Bang og leikritinu My Fair Lady, lést í desember, 91 árs að aldri. Howes fór með hlutverk Truly Scrumptious í myndinni Chitty Chitty Bang Bang frá árinu 1968, þar sem hún lék á móti leikaranum Dick Van Dyke. Hans-Erik Dyvik Husby , norskur tónlistarmaður betur þekktur sem Hank von Hell úr pönksveitinni Turbonegro, léstí nóvember, 49 ára að aldri. Turbonegro naut talsverðra vinsælda á tíunda áratugnum en meðal vinsælustu laga sveitarinnar eru I Got Erection og All My Friends Are Dead. Larry King varð 87 ára gamall.EPA Larry King , bandarískur sjónvarpsmaður, lést í janúar, 87 ára að aldri. King er einn þekktasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna og spannar ferill hans rúma sex áratugi. Hann hefur auk þess unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Emmy- og Peabody-verðlauna. Á árunum 1985 til 2010 stýrði hann sjónvarpsþættinum Larry King Live á CNN. Yaphet Kotto , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Alien og Bond-myndinni Live and Let Die, lést í mars, 81 árs gamall. Hann fór með hlutverk Dr. Kananga, einræðisherra Karíbahafsríkis og eiturflyfjabaróns, í Live and Let Die. Anita Lane , áströlsk söngkona og lagasmiður, lést í apríl, 62 ára að aldri. Á ferli sínum starfaði Lane meðal annars með sveitunum The Bad Seeds og The Birthday Party. Cloris Leachman , bandarísk leikkona, lést í janúar, 94 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Phyllis Lindstrom í gamanþáttunum The Mary Tyler Moore Show og þá vakti hún einnig mikla athygli í myndin The Last Picture Show frá árinu 1971, en fyrir það hlutverk hlaut hún Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki. James Levine , fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar í New York, lést í mars, 77 ára að aldri. Levine stýrði óperunni í fjóra áratugi en var rekinn snemma árs 2018 eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Norman Lloyd , bandarískur leikari og ein af stjörnum hins svokallaða gullaldartímabils Hollywood, lést í maí, 106 ára að aldri. Lloyd starfaði á ferli sínum meðal annars með leikstjórunum Alfred Hitchcock, Orson Welles og Charlie Chaplin og lék einnig lengi í læknaþáttunum St Elsewhere. Sean Lock.Getty Sean Lock , breskur grínisti lést af völdum krabbameins í ágúst, 58 ára að aldri. Lock var þekktur fyrir þátttöku sína í breskum pallborðsþáttum, bæði á BBC og Channel 4, þeirra á meðal 8 Out of 10 Cats þar sem hann gegndi hlutverki liðsstjóra. Hann var einnig reglulegur gestur í þáttunum QI, The Last Leg, Have I Got News for You og The Big Fat Quiz of the Year. Christa Ludwig , þýsk óperusöngkona, lést í apríl, 93 ára að aldri. Ludwig var ein fremsta messósópran heims. Norm MacDonald , kanadískur grínisti, lést í september eftir níu ára glímu við krabbamein. Hann var 61 árs gamall. McDonald verður helst þekktur fyrir árin sem hann var hluti af leikaraliði Saturday Night Live, auk þess sem hann var mikilsvirtur uppistandari. Mona Malm , sænsk leikkona sem gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sín í myndinni Fanny og Alexander og gamanþáttunum Solsidan, lést í janúar, 85 ára að aldri. Carlos Marin , spænskur meðlimur sönghópsins Il Divo, lést í desember, 53 ára að aldri eftir baráttu við Covid-19. Hljómsveitin Il Divo hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan frá því að hún var stofnuð árið 2003. Hópurinn hefur selt fleiri en 30 milljón eintök af plötum sínum. Biz Markie , bandarískur rappari, lést í júlí, 57 ára að aldri. Markie var fæddur og uppalinn í New York og var þekktastur fyrir taktsmíði og framleiðslu. Markie var mikill stólpi í hip-hop senunni í New York um miðjan níunda áratuginn og varð frægastur fyrir lagið sitt Just a Friend, sem kom út árið 1989 og náði níunda sætinu á vinsældarlistum í Bandaríkjunum. Gerry Marsden , enskur söngvari, lést í janúar, lést í janúar, 78 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan sem söngvari sveitarinnar Gerry and the Pacemakers. Marsden var hvað þekktastur fyrir lög á borð við I like it, How You Do It? og You‘ll Never Walk Alone, en það síðastnefnda er einkennislag stuðningsmanna enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Friederike Mayröcker , austurrískur rithöfundur og ljóðskáld, lést í júní, 96 ára að aldri. Mayröcker var sannkallaður risi innan hins þýskumælandi heims bókmennta og var ítrekað nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels. Helen McCrory , bresk leikkona, lést í apríl, 52 ára að aldri. McCrory var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Peaky Blinders þar sem hún lék Aunt Polly. Þá lék hún einnig í þremur Harry Potter myndum þar sem hún fór með hlutverk Narcissu Malfoy, eiginkonu Lucius Malfoy og móður Draco Malfoy. María Mendiola , spænsk leikkona sem gerði garðinn frægan fyrir að hafa sungið diskósmellinn Yes Sir, I Can Boogie, lést í september, 69 ára að aldri. Mendiola myndaði sveitina Baccara ásamt söngkonunni Mayte Mateos árið 1977. Roger Michell , breskur kvikmyndaleikstjóri sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt myndinni Notting Hill, lést í september, 65 ára að aldri. Rómantíska gamanmyndin Notting Hill kom út árið 1999 og skartaði þeim Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Michael Nader , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, lést í ágúst, 76 ára að aldri. Nader birtist fyrst í þáttunum 1983 í hlutverki Farnsworth „Dex“ Dexter og lék í þeim allt til loka þáttanna árið 1989. Michael Nesmith , söngvari og gítarleikari bandarísku sveitarinnar Monkees, lést í desember, 78 ára að aldri. Peps Persson , sænskur tónlistarmaður, lést í júní, 74 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn, sem hét Per-Åke Persson réttu nafni, var þekktur fyrir blús- og reggítónlist sína sem hann söng á sinni þekktu skánsku mállýsku. Lars-Göran Petrov , sænskur söngvari, betur þekktur sem L-G Petrov, lést í mars, 49 ára að aldri. Petron var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D. Christopher Plummer , kanadískur leikari, lést í febrúar, 91 árs að aldri. Plummer er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í hinum víðfræga Söngvaseið (e. The Sound of Music) og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2012 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beginners. Marion Ramsey, bandarísk leikkona sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í Lögregluskólamyndunum (e. Police Academy), lést í janúar, 73 ára að aldri. Ramsey fór með hlutverk hinnar hæversku Laverne Hooks í Police Academy frá árinu 1984. Hún fór einnig með sama hlutverk í fimm framhaldsmyndum sem fylgdu. Anne Rice , bandarískur rithöfundur, lést í desember, 80 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir að hafa skrifað vinsæla sagnaflokkinn Vampire Chronicles. Hún sló í gegn með fyrstu bók sinni Interview with the Vampire sem var gefin út árið 1976. Paul Ritter , enskur leikari, lést í apríl, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond. Roger Moore og Tanya Roberts. Tanya Roberts , bandarísk leikkona, lést í janúar, 65 ára að aldri. Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín í Bond-myndinni A View to a Kill og sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show. Í A View to a Kill lék hún Bond-stúlkuna Stacey Sutton en Roger Moore fór með hlutverk breska njósnarans George Segal , bandarískur leikari, lést í mars, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs. Stephen Sondheim , bandarískt tónsláld og lagahöfundur, lést í nóvember 91 árs að aldri. Sondheim var eitt virtasta tónskáldið í leiklistarheiminum í Bandaríkjunum og vann hann til fjölda verðlauna á ferli sínum. Á ferli sínum samdi hann tónlist fyrir mörg af þekktustu leikritum sem sýnd hafa verið á Broadway, þar á meðal Company, Follies og A Little Night Music. Þá samdi hann textana fyrir lögin í West Side Story. SOPHIE , skosk tónlistarkona og framleiðandi, lést í janúar, 34 ára að aldri. Sophie, Sophie Xeon fullu nafni, var tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir plötu sína Oil of Every Pearl’s Un-Insides sem kom út árið 2018, en auk eigin tónlistar vann hún með fjölda tónlistarfólks á borð við Madonnu, Vince Staples, Let’s Eat Grandma og Charli XCX. Jim Steinman , bandarískur lagasmiður, lést í apríl, 73 ára að aldri. Steinman samdi ógleymanleg lög eins og Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart. Dean Stockwell , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Quantum Leap, lést í nóvember, 85 ára að aldri. Una Stubbs , bresk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Till Death Us Do Part og Sherlock, lést í ágúst. Hún var 84 ára að aldri. Árið 2010 birtist Stubbs í þáttunum Sherlock þar sem Benedict Cumberbatch fór með hlutverk Sherlock Holmes. Fór Stubbs þar með hlutverk leigusala Holmes og Mr. Watsons. Sylvain Sylvain , gítarleikari bandarísku rokk- og pönksveitarinnar New York Dolls, lést í janúar, 69 ára að aldri. Mikis Theodorakis , grískt tónskáld sem þekktastur er fyrir að hafa tónlist myndarinnar Grikkjans Zorba frá árinu 1964, lést í ágúst, 96 ára að aldri. Theodorakis var líka virkur í andspyrnuhreyfingunni gegn hersetu nasista í Grikklandi á tímum seinna stríðs og átti síðar eftir að starfa sem þingmaður. B.J. Thomas , bandarískur tónlistarmaður, lést í maí, 78 ára að aldri. Thomas var margverðlaunaður popp-, kántrí- og gospelsöngvari, hlaut fimm Grammy-verðlaun á ferlinum, en meðal þekktustu laga hans eru Raindrops Keep Falling on My Head, Hooked on a Feeling, I‘m So Lonsome I Could Cry og svo framvegis. Svante Thuresson , sænskur djasstónlistarmaður, lést í maí, 84 ára að aldri. Tónlistarferill Thuressons spannaði rúma sex áratugi og naut hann mikilla vinsælda bæði í heimalandinu og víðar á Norðurlöndum. Brian Travers , saxófónleikarinn, lagasmiður og liðsmaður bresku reggísveitarinnar UB40, lést í ágúst, 62 ára að aldri. Travers var einn þeirra sem stofnuðu sveitina árið 1978 ásamt öðrum tónlistarmönnum frá ensku borginni Birmingham. Meðal vinsælla laga sveitarinnar má nefna Red Red Wine og Falling In Love With You. James Michael Tyler fór með hlutverk Gunther í þáttunum Friends. James Michael Tyler , bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir að leika kaffihúsaþjóninn Gunther í Friends, lést í október. Tyler, sem var 59 ára, lést úr blöðruhálskirtilskrabbameini. Jean-Marc Vallée , kanadískur leikstjóri, lést í desember, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects. Lars Vilks , sænskur listamaður, lést í bílslysi ásamt tveimur lögregluþjónum í október. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. Bunny Wailer , jamaískur reggítónlistarmaður sem stofnaði sveitina The Wailers ásamt þeim Bob Marley og Peter Tosh, lést í febrúar, 73 ára að aldri. Jessica Walters , bandarísk leikkona sem í seinni tíð var þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Arrested Development, lést í mars, áttræð að aldri. Walter lék á sínum yngri árum meðal annars í Play Misty for Me, fyrstu kvikmyndinni sem Clint Eastwood leikstýrði, og rómantísku gamanyndinni The Flamingo Kid. Þá var hún tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttaröðunum Trapper John M.D. og Streets of San Fransisco. Charlie Watts , trymbill Rolling Stones, lést í ágúst, áttræður að aldri. Rolling Stones er ein ástsælasta rokkhljómsveit allra tíma. Sveitin var stofnuð árið 1962 og hefur verið virk allar götur síðan þá. Sveitin samanstóð af Mick Jagger, Brian Jones, Keith Richards, Bill Wyman og Watts. Charlie Watts.EPA Sabine Weiss , svissnesk-franskur ljósmyndari, lést í París í desember, 97 ára að aldri. Hún er af mörgum talin vera frumkvöðull á sviði ljósmyndunar og var síðasti eftirlifandi ljósmyndarinn sem tilheyrði frönsku húmanistastefnunni. Betty White , bandarísk leikkona, lést í gamlársdag, 99 ára að aldri. White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Michael K. Williams , bandarískur leikari sem birtist meðal annars í þáttunum The Wire, lést í september, 54 ára að aldri. Hann fór með hlutverk Omar Little í The Wire og átti síðar eftir að birtast í þáttunum Boardwalk Empire. Mary Wilson , bandarísk söngkona og ein stofnenda sveitarinnar The Supremes, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Supremes naut mikillam meðal annars með lögum eins og You Can't Hurry Love og Stop! In the Name of Love. Terence Wilson , breskur söngvari, einnig þekktur sem Astro, lést í nóvember, 64 ára að aldri. Hann var fyrrverandi söngvari og einn stofnenda bresku reggísveitarinnar UB40. Samuel E. Wright , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir að hafa ljáð krabbanum Sebastían í Disney-myndinni Litlu hafmeyjunni rödd sína, lést í maí, 74 ára að aldri. Young Dolph , bandarískur rappari, var skotinn til bana í nóvember. Hann varð 36 ára.Young Dolph gaf út sína fyrstu plötu árið 2016, King of Memphis, en meðal vinsælustu laga hans má nefna Major og On the River. Íþróttir Elgin Baylor , bandarískur körfuboltamaður, lést í mars, 86 ára gamall. Baylor er í hópi bestu leikmannanna í sögu NBA deildarinnar í körfubolta en hann lék með Lakers frá 1958 til 1971. Andy Fordham , fyrrverandi heimsmeistari í pílukasti, lést í júlí, 59 ára að aldri. Fordham vann heimsmeistaramót BDO-samtakanna 2004 þegar hann sigraði Mervyn King í úrslitaleiknum, 6-3. Þar áður hafði hann tapað fjórum sinnum í röð í undanúrslitum mótsins. Hann gekk undir nafninu Víkingurinn. Jimmy Greaves , fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins og einn mesti markaskorari enskrar knattpyrnu frá upphafi, lést í september, 81 árs að aldri. Hann skoraði 44 mörk í 57 leikjum fyrir enska landsliðið, og var hluti af enska liðinu sem að vann heimsmeistaramótið árið 1966. Roger Hunt , næstmarkahæsti leikmaður í sögu Liverpool og heimsmeistari með Englandi 1966, lést í september, 83 ára að aldri. Hunt lék með Liverpool á árunum 1958-69, alls 492 leiki og skoraði 285 mörk. Hann var markahæsti leikmaður í sögu Liverpool í 23 ár, eða þar til Ian Rush sló markametið hans 1992. CJ Hunter , bandarískur kúluvarpari, lést í desember, 52 ára gamall. Hann átti heimsmeistaratitil í kúluvarpi en var einnig þekktur fyrir samband sitt við stórstjörnuna Marion Jones og það að hafa fallið á lyfjaprófi rétt fyrir Ólympíuleika. Hunter kastaði kúlunni lengst 21,87 metra en hann á einnig bronsverðlaun frá HM 1997. Peter Lorimer , markahæsti leikmaður í sögu Leeds United, er lést í mars, 74 ára að aldri. Lorimer skoraði 238 mörk í 705 leikjum fyrir félagið, en hann hafði glímt við langvarandi veikindi. Lorimer vann deildina tvisvar með Leeds, ásamt því að vinna FA bikarinn og deildarbikarinn. John Madden , NFL-þjálfari og sjónvarpsmaður, lést í desember, 85 ára að aldri.Madden þjálfaði Oakland Raiders á árunum 1969-78. Undir hans stjórn vann liðið Ofurskálina í fyrsta sinn 1977. Madden er með bestan árangur allra þjálfara sem hafa stýrt liðum í meira en hundrað leikjum í NFL-deildinni.Eftir að hann hætti sem þjálfari aðeins 42 ára fór Madden að starfa við lýsingar frá leikjum í NFL og varð afar farsæll á því sviði. Madden þekktur fyrir að vera andlit eins vinsælasta tölvuleiks allra tíma, Madden NFL Football. Gerd Muller , þýskur knattspyrnumaður, lést í ágúst, 75 ára að aldri. Muller er einn mesti markaskorari allra tíma en hann lék langstærstan hluta ferils síns með FC Bayern þar sem hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum í þýsku Bundesligunni. Hann lék 62 landsleiki með Vestur Þýskalandi og skoraði í þeim 68 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar árið 1974 þar sem Vestur Þjóðverjar mættu Hollendingum. Alegna Osorio , frjálsíþróttakona frá Kúbu, lést í júlí, nítján ára að aldri. Hún lést af völdum áverka sem hún hlaut eftir að hafa fengið sleggju í höfuðið á æfingu, en hún hafði áður keppt á Ólympíuleikum unglinga. Alfredo Quintana , landsliðsmarkvörður Portúgals í handbolta, lést í febrúar, 32 ára að aldri.Quintana fékk hjartastopp á æfingu með Porto og lést síðar á sjúkrahúsi. Olivia Podmore , nýsjálensk hjólreiðakona, lést í ágúst, 24 ára að aldri. Podmore var aðeins 24 ára gömul og hafði keppt fyrir Nýja Sjáland á stórmótum þar á meðal Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Podmore þótti mjög efnileg hjólreiðakona en hún vann silfur í spretthjólreiðum liða á HM unglinga árið 2015 og komst með því inn á Ólympíuleikana ári síðar. Glenn Roeder , fyrrverandi knattspyrnustjóri Newcastle United og West Ham United, lést í febrúar, 65 ára að aldri. Jacques Rogge , Belgi sem gegndi embætti forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar í tólf ár, er lést í ágúst, 79 ára að aldri. Rogge tók við formennsku í nefndinni á árið 2001 en Þjóðverjinn Thomas Bach tók svo við stöðunni árið 2013. Zlatko Saracevic , króatísk handboltakempa, lést í febrúar, 59 ára að aldri. Sem leikmaður vann hann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996. Eftir farsælan feril sem leikmaður gerðist Saracevic þjálfari. Sabine Schmitz , þýsk kappaksturs- og Top Gear-stjarna, lést í mars, 51 árs að aldri. Hin þýska Schmitz, sem þekkt var sem „Drottning Nürburgring“, hafði glímt við krabbamein síðustu ár. Schmitz var fastur gestur í Top Gear, bílaþáttum BBC, og var í hópi stjórnenda þáttanna á árunum 2016 til 2020. Agnes Tirop , kenísk frjálsíþróttakona, var myrt af eiginmanni sínum í október. Hún varð 25 ára. Tirop vann til bronsverðlauna í 10.000 metra hlaupi á HM 2017 og 2019 og lenti í 4. sæti í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þá vann hún gull í 5000 metra hlaupi á demantamótaröðinni í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Frank Williams , stofnandi og fyrrverandi eigandi Williams-liðsins í Formúlu 1 lést í desember, 79 ára að aldri. Keke Rosberg, Nelson Piquet, Nigel Mansell, Alain Prost, Damon Hill og Jacques Villeneuve hafa orðið heimsmeistarar í Williams bílum. Viðskipti Sheldon G. Adelson , bandarískur auðjöfur sem rak spilavíti og var lengi einn mest áberandi maðurinn í viðskiptalífinu í Las Vegas, lét í janúar, 87 ára að aldri. Sir David Barclay , breskur auðjöfur og fjölmiðlamógúll, lést í janúar, 86 ára að aldri. Barclay var ásamt tvíburabróður sínum, Sir Frederick Barclay, eigandi Telegraph Media Group. Larry Flynt , hinn víðfrægi og mjög svo umdeildi stofnandi klámritsins Hustler, lést í febrúar, 78 ára að aldri. Hann var ítrekað kærður vegna tímaritsins og þurfti jafnvel að sitja í fangelsi. Árið 1978 reyndi árásarmaður að skjóta Flynt til bana en hann lamaðist í árásinni. Vinsældir Flynt náðu líklegast hámarki við útgáfu kvikmyndarinnar The People Vs. Larry Flynt, sem Oliver Stone framleiddi og var í leikstjórn Miloš Forman. Woody Harrelson fór með hlutverk Flynt en sú mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna. John McAfee , bandaríski tæknifrömuður, lést í júní, 75 ára gamall. Hann fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna vegna skattsvika.McAfee var frumkvöðull þegar kemur að veiruvarnarforritum. Bernard Tapie , einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, lést í október, 78 ára gamall. Tapie átti um tíma Adidas og fótboltafélagið Olympique Marseille. Þá lenti hann einnig í lagalegum vandræðum og sat í fangelsi. Annað Aaron T. Beck , bandarískur vísindamaður sem jafnan hefur verið talinn faðir hugrænnar atferlismeðferðar, lést í október, hundrað ára að aldri. Rannsóknir hans og vinna eru talin hafa valdið straumhvörfum í greiningu og meðhöndlun á þunglyndi og geðsjúkdómum. Michael Collins , flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, lést í apríl, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. Peter R. de Vries , þekktur hollenskur rannsóknarblaðamaður, lést í júlí eftir að hafa verið skotinn á götu út í Amsterdam. Hann var 64 ára gamall. Hann hafði lengi barist gegn óréttlæti í Hollandi og var þyrnir í síðu glæpagengja í sífellt harðnandi undirheimi Amsterdam. Kim Friele, norsk baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks á Norðurlöndum, lést í nóvember, 86 ára að aldri. Hún barðist um margra áratuga skeið fyrir bættum réttindum hinsegin fólks og átti mikinn þátt í því að lagabreytingar voru gerðar í Noregi árið 1972 sem fólu í sér að kynlíf tveggja karlmanna varðaði ekki lengur við lög. G. Gordon Liddy , sem hefur verið nefndur höfuðpaurinn þegar kom að innbrotinu á skrifstofur Demókrataflokksins á Watergate-hótelinu í Washington árið 1972, lést í mars, níutíu ára að aldri. Watergate-hneykslið átti eftir að leiða til afsagnar Richards Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta árið 1974. Rush Limbaugh , bandarískur útvarpsmaður, lést í febrúar, sjötíu ára að aldri. Limbaugh naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Bernie Madoff , bandarískur svikahrappur, lést í fangelsi í apríl, 82 ára að aldri. Hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik en hann var dæmdur fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Tom Moore kafteinn.EPA Sir Tom Moore kafteinn lést í febrúar, 100 ára að aldri. Moore öðlaðist heimsfrægð í fyrra eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir breska heilbrigðiskerfið á tímum heimsfaraldurs í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Dianna Ortiz , áhrifamikil bandarísk nunna, lést í febrúar, 62 ára að aldri. Hún átti þátt í að svipta hulunni af aðkomu Bandaríkjanna að ódæðum hermanna í Gvatemala á árum áður, eftir að hún var handsömuð af hermönnum, pyntuð og nauðgað ítrekað. Phil Spector , bandarískur tónlistarframleiðandi og morðingi, lést í janúar, 81 árs að aldri. Spector var á árum áður mikils virtur í tónlistarbransanum og framleiddi poppslagara á borð við Da Doo Ron Ron, Be My Baby og He's a Rebel. Spector var ári 2003 dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á leikkonunni Lönu Clarkson. Hann lést af völdum COVID-19 á bakvið lás og slá. Desmond Tutu , fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést íá öðrum degi jóla, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. Kurt Westergaard , danskir skopmyndateknari sem er hvað þekktastur fyrir skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, lést í júlí. Hann var 86 ára. Fréttin var síðast uppfærð 31. desember 2021. Andlát Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í hópi þeirra sem önduðust á árinu eru eiginmaður Elísabetar drottningar, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, höfundur bókanna um Einar Áskel, einhver virtasti fatahönnuður heims, Óskarsverðlaunaleikarar- og leikkonur, einhverjir vinsælustu leikararnir úr þáttunum Sex and the City og Friends, og einhver vinsælasti grínisti Bretlands. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Benigno Aquino , fyrrverandi forseti Filippseyja, lést í júní, 61 árs að aldri. Aquino var forseti landsins á árunum 2010 til 2016. Siegfried Borchardt , þýskur nýnasisti sem þekktur var sem SS-Siggi, lést í október, 67 ára að aldri. Hann hafði um árabil verið eitt helsta andlit þýskra nýnasista. Abdelaziz Bouteflika , fyrrverandi forseti Alsír, lést í september, 84 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019. Idriss Deby , forseti Tjad, lést í apríl, 68 ára að aldri. Hann lést af sárum sínum eftir að hafa heimsótt víglínu hers Tsjads í norðurhluta landsins þar sem barist er við uppreisnarmenn. Hann hafði gegnt forsetaembætti í landinu frá árinu 1990. Frederik Willem de Klerk , fyrrverandi forseti Suður-Afríku og síðasti hvíti maðurinn til að leiða landið, lést í nóvember, 85 ára að aldri. De Klerk gegndi embætti forseta Suður-Afríku frá september 1989 til maímánaðar 1994. De Klerk og Nelson Mandela hlutu í sameiningu Friðarverðlaun Nóbels árið 1993 fyrir baráttu sína fyrir friði í landinu. Bob Dole , bandarískur stjórnmálamaður sem var öldungadeildarþingmaður í 28 ár, lést í desember, 98 ára að aldri. Repúblikaninn Dole var þingmaður fyrir Kansas á árunum 1968 til 1996. Hann bauð sig fram gegn demókratanum Bill Clinton í forsetakosningum vestanhafs árið 1996, en laut þar í lægra haldi. Tuttugu árum áður var hann varaforsetaefni Gerald Ford, sem tapaði í forsetakosningunum fyrir Jimmy Carter. Chun Doo-hwan , fyrrverandi einræðisherra Suður-Kóreu, lést í nóvember, níutíu ára að aldri. Chun komst til valda eftir valdarán hersins árið 1979 og átti hann eftir að beita mikilli hörku gegn mótmælendum í landinu ári síðar. Chun stýrði landinu sem forseti frá 1980 til 1988. Filippus prins lést 9. apríl síðastliðinn. Myndin er frá árinu 2010.EPA Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, lést í apríl, 99 ára að aldri. Filippus og Elísabet gengu í hjónaband árið 1952. John Magufuli , forseti Tansaníu, lést í mars, 61 árs að aldri. Magufuli var tók við sem forseti árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra eftir umdeildar kosningar þar sem stjórnvöld voru sökuð um kosningasvindl. María, prinsessa af Liechtenstein og eiginkona Hans-Adam II, lést í ágúst, 81 árs að aldri. María fæddist í Prag 14. apríl 1940 og gekk að eiga Hans-Adam árið 1967. Hann varð fursti landsins árið 1989. Jovenel Moïse , forseti Haítí, var myrtur í árás í Port-au-Prince, í júlí. Hann varð 53 ára. Hann hafði tekið við embætti forseta landsins árið 2017. Walter Mondale, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lést í apríl, 93 ára að aldri. Hann var varaforseti í forsetatíð Jimmys Carter á árunum 1977 til 1981. Áður hafði hann gegnt embætti öldungadeildarþingmanns. Hann var forsetaefni Demókrata í forsetakosningum árið 1984 en laut þá í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Harry Reid , fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, lést í desember, 82 ára að aldri. Reid var þingmaður Demókrata í öldungadeildinni fyrir Nevada á árunum 1987 til 2017 og var jafnframt forseti öldungadeildarinnar frá 2007 til 2015. Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lést í júní, 88 ára gamall. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Poul Schlüter , fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, lést í maí, 92 ára að aldri. Schlüter var formaður Íhaldsflokksins á árunum 1974 til 1993 og gegndi embætti forsætisráðherra Danmerkur á árunum 1982 til 1993. Hann varð fyrsti Íhaldsmaðurinn til að gegna forsætisráðherraembættinu í Danmörku. George P. Shultz , fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í febrúar, 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið. Kåre Willoch , fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, lést í desember, 93 ára gamall. Willoch var forsætisráðherra Noregs frá 1981 til 1986 og leiðtogi Hægriflokksins í ellefu ár þar á undan. Þá gegndi hann einnig embætti viðskiptaráðherra. Willoch er einn áhrifamesti stjórnmálamaður í sögu Noregs. Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríku, lést í mars, 72 ára að aldri. Zwelithini var leiðtogi stærsta þjóðarbrots Suður-Afríku og hafði mikil áhrif á samfélag sinna manna í landinu. Hann settist á konungsstól árið 1968 þegar faðir hans lést. Menning og listir Virgil Abloh , bandarískur fatahönnuður, lést í desember, eftir þriggja ára baráttu við krabbamein. Hann varð 41 árs. Abloh er var einn þekktasti hönnuður sinnar kynslóðar en hann var stofnandi og eigandi tískuhússins Off-White. Þá var hann listrænn stjórnandi karlatísku hjá Louis Vuitton frá 2018, fyrstur svartra manna. Michael Apted, breskur kvikmyndaleikstjóri, lést í janúar, 79 ára að aldri. Hann leikstýrði meðal annars myndunum Coal Miner‘s Daughter,Gorillas in the Mist og James Bond-myndinni The World Is Not Enough. Ed Asner , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk fréttamannsins Lou Grant í bandarískum sjónvarpsþáttum, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Asner gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk í kvikmyndinni Elf og ljáði aðalpersónu kvikmyndarinnar Up rödd sína. Lisa Banes, bandarísk leikkona sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Gone Girl, lést í júní, 65 ára að aldri. Rafhlaupahjóli eða léttu bifhjóli var ekið á Banes nærri Lincoln Center í New York þann 4. júní og lést hún á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Banes fór með hlutverk móður konunnar sem hvarf í myndinni Gone Girl frá árinu 2014. Ned Beatty , bandarískur leikari, lést í júní, 83 ára að aldri. Beatty gerði garðinn frægan fyrir hlutverk í fjölda stórmynda, þeirra á meðal annars myndunum Deliverance og Superman, báðar frá áttunda áratug síðustu aldar. Jean-Paul Belmondo , franskur leikari og einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í september, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. Belmondo verður einna helst minnst fyrir túlkun sína á honum uppreisnargjarna þjóf Michel í mynd Jean-Luc Godard, A Bout de Souffle, frá árinu 1960. Gunilla Bergström , sænskur rithöfundur sem þekktust er fyrir bækurnar um Einar Áskel, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Fyrsta bókin um Alfons Åberg, eða Einar Áskel eins og hann hét á íslensku, kom út árið 1972 og hafa bækurnar verið þýddar á um 35 tungumál. Alls hafa komið út 26 bækur um drenginn, sem býr ásamt föður sínum í blokkaríbúð í óræðri sænskri borg. Juan Joya Borja , spænskur grínisti, lést í apríl, 65 ára að aldri. Það eru ef til vill ekki allir sem kannast við nafnið, en þó fleiri sem kannast við andlitið þar sem Borja varð óvænt stjarna í netheimum árið 2014 þegar þá um tíu ára gamalt sjónvarpsviðtal við hann fór í mikla dreifingu á netinu, þar sem mátti sjá hann hlæja mjög einkennandi hlátri. Jessica Campbell , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanmyndinni Election frá árinu 1999, lést í janúar, 38 ára að aldri. Myndin Election skartaði þeim Reese Witherspoon, Matthew Broderick og Chris Klein í aðalhlutverki og var í leikstjórn Alexander Payne. Campbell fór þar með hlutverk Tammy Metzler. Eric Carle , bandarískur rithöfundur og teiknari, lést í maí, 91 árs að aldri. Hann skrifaði og myndskreytti rúmlega sjötíu barnabækur en er þekktastur fyrir bókina um Gráðugu lirfuna (e. The Very Hungry Caterpillar). Chick Corea , bandarískur djasstónlistarmaður, lést í febrúar, 79 ára að aldri. Corea vann á ferli sínum til fjölda Grammy-verðlauna og spilaði með mörgum af goðsögnunum í heimi djasstónlistar. Tónlistarferill Corea spannaði rúma fimm áratugi, en hann er í fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa hlotið flestar tilnefningar til Grammy-verðlauna, eða alls 65 talsins. Þá vann hann til verðlaunanna í 23 skipti. Sarah Dash , bandarísk leikkona og ein stofnenda sveitarinnar Labelle, lést í september, 76 ára að aldri. Sveitin Labelle, með þeim Dash, Patti LaBelle og Nona Hendryx innanborðs, sló hressilega í gegn með lagið Lady Marmalade árið 1975.DMX, bandarískur rappari, leikari og lagahöfundur, lést í apríl, fimmtugur að aldri. Rapparinn, sem hefur gert garðinn frægan með lögum á borð við X Gon' Give It To Ya og Party Up (Up in Here), hefur glímt við fíknivanda og farið nokkrum sinnum í vímuefnameðferð á löngum tónlistarferli sínum. Richard Donner , bandarískur kvikmyndaleikstjóri, lést í júlí, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon-fjórleiknum og fyrstu Superman-kvikmyndinni. Olympia Dukakis , bandarísk Óskarsverðlaunaleikkona, lést í maí, 89 ára að aldri. Dukakis er einna þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Moonstruck og Steel Magnolias. Einár , sænskur rappari, var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í október. Hann var nítján ára gamall. Einár hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg og var hann með margar milljónir hlustana á Spotify. Hann sló í gegn árið 2019, þá sextán ára gamall, með laginu Katten i trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Don Everly , bandarískur tónlistarmaður og annar Everly-bræðranna, lést í ágúst, 84 ára að aldri. Don Everly og bróðir hans Phil áttu fjölda smella á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar með sveit sinni, The Everly Brothers. Meðal laga sem nutu mikilla vinsælda með sveitinni má nefna Bye Bye Love og All I Have To Do Is Dream. Siegfried Fischbacher , þýsk-bandarískur töframaður, lést í janúar, 81 árs að aldri. Siegfried var annar helmingur tvíeykisins Siegfried og Roy sem voru lengi með sýningar á Mirage-hótelinu Las Vegas og víðar þar sem þeir notuðust við tígrisdýr og fleiri dýr. Mira Furlan , króatísk leikkona, lést í janúar, 65 ára að aldri. Furlan gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sitt í þáttunum Lost og Babylon 5. Willie Garson , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, lést í september, 57 ára að aldri. Garson lék í þáttunum Stanford Blatch, trúnaðarvin aðalpersónu þáttanna, Carrie Bradshaw. Hann lék einnig í sjónvarpsþáttum á borð við Cheers og Family Ties, svo dæmi séu tekin. Charles Grodin , bandarískur leikari og samfélagsrýnir, lést í maí, 86 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven. Edita Gruberová, slóvakísk óperusöngkona, lést í október, 74 ára að aldri. Hún þreytti frumraun sína í Rakaranum frá Sevilla árið 1968 en hún sló svo í gegn tveimur árum síðar í Þjóðaróperunni í Vínarborg sem Næturdrottningin í uppsetningu af Töfraflautunni. Hún átti margoft eftir að fara með hlutverkið á ferli sínum. Sarah Harding , bresk tónlistarkonan sem var í stúlknasveitinni Girls Aloud, lést af völdumkrabbameins í september, 39 ára að aldri. Dusty Hill, bassaleikari bandarísku hljómsveitarinnar ZZ Top, lést í júlí, 72 ára gamall Hill, Frank Beard og Billy Gibbons stofnuðu sveitina árið 1969. Hal Holbrook , bandarískur leikari, lést í janúar, 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk rithöfundarins Mark Twain í sýningunni Mark Twain Tonight! Hann vakti einnig athygli fyrir hlutverk sitt í Into the Wild frá 2007 auk þess að fara með hlutverk Deep Throat í myndinni All the President‘s Men. Sally Ann Howes , ensk leikkona sem sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sín í myndinni Chitty Chitty Bang Bang og leikritinu My Fair Lady, lést í desember, 91 árs að aldri. Howes fór með hlutverk Truly Scrumptious í myndinni Chitty Chitty Bang Bang frá árinu 1968, þar sem hún lék á móti leikaranum Dick Van Dyke. Hans-Erik Dyvik Husby , norskur tónlistarmaður betur þekktur sem Hank von Hell úr pönksveitinni Turbonegro, léstí nóvember, 49 ára að aldri. Turbonegro naut talsverðra vinsælda á tíunda áratugnum en meðal vinsælustu laga sveitarinnar eru I Got Erection og All My Friends Are Dead. Larry King varð 87 ára gamall.EPA Larry King , bandarískur sjónvarpsmaður, lést í janúar, 87 ára að aldri. King er einn þekktasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna og spannar ferill hans rúma sex áratugi. Hann hefur auk þess unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Emmy- og Peabody-verðlauna. Á árunum 1985 til 2010 stýrði hann sjónvarpsþættinum Larry King Live á CNN. Yaphet Kotto , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Alien og Bond-myndinni Live and Let Die, lést í mars, 81 árs gamall. Hann fór með hlutverk Dr. Kananga, einræðisherra Karíbahafsríkis og eiturflyfjabaróns, í Live and Let Die. Anita Lane , áströlsk söngkona og lagasmiður, lést í apríl, 62 ára að aldri. Á ferli sínum starfaði Lane meðal annars með sveitunum The Bad Seeds og The Birthday Party. Cloris Leachman , bandarísk leikkona, lést í janúar, 94 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Phyllis Lindstrom í gamanþáttunum The Mary Tyler Moore Show og þá vakti hún einnig mikla athygli í myndin The Last Picture Show frá árinu 1971, en fyrir það hlutverk hlaut hún Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki. James Levine , fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar í New York, lést í mars, 77 ára að aldri. Levine stýrði óperunni í fjóra áratugi en var rekinn snemma árs 2018 eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Norman Lloyd , bandarískur leikari og ein af stjörnum hins svokallaða gullaldartímabils Hollywood, lést í maí, 106 ára að aldri. Lloyd starfaði á ferli sínum meðal annars með leikstjórunum Alfred Hitchcock, Orson Welles og Charlie Chaplin og lék einnig lengi í læknaþáttunum St Elsewhere. Sean Lock.Getty Sean Lock , breskur grínisti lést af völdum krabbameins í ágúst, 58 ára að aldri. Lock var þekktur fyrir þátttöku sína í breskum pallborðsþáttum, bæði á BBC og Channel 4, þeirra á meðal 8 Out of 10 Cats þar sem hann gegndi hlutverki liðsstjóra. Hann var einnig reglulegur gestur í þáttunum QI, The Last Leg, Have I Got News for You og The Big Fat Quiz of the Year. Christa Ludwig , þýsk óperusöngkona, lést í apríl, 93 ára að aldri. Ludwig var ein fremsta messósópran heims. Norm MacDonald , kanadískur grínisti, lést í september eftir níu ára glímu við krabbamein. Hann var 61 árs gamall. McDonald verður helst þekktur fyrir árin sem hann var hluti af leikaraliði Saturday Night Live, auk þess sem hann var mikilsvirtur uppistandari. Mona Malm , sænsk leikkona sem gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sín í myndinni Fanny og Alexander og gamanþáttunum Solsidan, lést í janúar, 85 ára að aldri. Carlos Marin , spænskur meðlimur sönghópsins Il Divo, lést í desember, 53 ára að aldri eftir baráttu við Covid-19. Hljómsveitin Il Divo hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan frá því að hún var stofnuð árið 2003. Hópurinn hefur selt fleiri en 30 milljón eintök af plötum sínum. Biz Markie , bandarískur rappari, lést í júlí, 57 ára að aldri. Markie var fæddur og uppalinn í New York og var þekktastur fyrir taktsmíði og framleiðslu. Markie var mikill stólpi í hip-hop senunni í New York um miðjan níunda áratuginn og varð frægastur fyrir lagið sitt Just a Friend, sem kom út árið 1989 og náði níunda sætinu á vinsældarlistum í Bandaríkjunum. Gerry Marsden , enskur söngvari, lést í janúar, lést í janúar, 78 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan sem söngvari sveitarinnar Gerry and the Pacemakers. Marsden var hvað þekktastur fyrir lög á borð við I like it, How You Do It? og You‘ll Never Walk Alone, en það síðastnefnda er einkennislag stuðningsmanna enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Friederike Mayröcker , austurrískur rithöfundur og ljóðskáld, lést í júní, 96 ára að aldri. Mayröcker var sannkallaður risi innan hins þýskumælandi heims bókmennta og var ítrekað nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels. Helen McCrory , bresk leikkona, lést í apríl, 52 ára að aldri. McCrory var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Peaky Blinders þar sem hún lék Aunt Polly. Þá lék hún einnig í þremur Harry Potter myndum þar sem hún fór með hlutverk Narcissu Malfoy, eiginkonu Lucius Malfoy og móður Draco Malfoy. María Mendiola , spænsk leikkona sem gerði garðinn frægan fyrir að hafa sungið diskósmellinn Yes Sir, I Can Boogie, lést í september, 69 ára að aldri. Mendiola myndaði sveitina Baccara ásamt söngkonunni Mayte Mateos árið 1977. Roger Michell , breskur kvikmyndaleikstjóri sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt myndinni Notting Hill, lést í september, 65 ára að aldri. Rómantíska gamanmyndin Notting Hill kom út árið 1999 og skartaði þeim Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Michael Nader , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, lést í ágúst, 76 ára að aldri. Nader birtist fyrst í þáttunum 1983 í hlutverki Farnsworth „Dex“ Dexter og lék í þeim allt til loka þáttanna árið 1989. Michael Nesmith , söngvari og gítarleikari bandarísku sveitarinnar Monkees, lést í desember, 78 ára að aldri. Peps Persson , sænskur tónlistarmaður, lést í júní, 74 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn, sem hét Per-Åke Persson réttu nafni, var þekktur fyrir blús- og reggítónlist sína sem hann söng á sinni þekktu skánsku mállýsku. Lars-Göran Petrov , sænskur söngvari, betur þekktur sem L-G Petrov, lést í mars, 49 ára að aldri. Petron var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D. Christopher Plummer , kanadískur leikari, lést í febrúar, 91 árs að aldri. Plummer er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í hinum víðfræga Söngvaseið (e. The Sound of Music) og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2012 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beginners. Marion Ramsey, bandarísk leikkona sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í Lögregluskólamyndunum (e. Police Academy), lést í janúar, 73 ára að aldri. Ramsey fór með hlutverk hinnar hæversku Laverne Hooks í Police Academy frá árinu 1984. Hún fór einnig með sama hlutverk í fimm framhaldsmyndum sem fylgdu. Anne Rice , bandarískur rithöfundur, lést í desember, 80 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir að hafa skrifað vinsæla sagnaflokkinn Vampire Chronicles. Hún sló í gegn með fyrstu bók sinni Interview with the Vampire sem var gefin út árið 1976. Paul Ritter , enskur leikari, lést í apríl, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond. Roger Moore og Tanya Roberts. Tanya Roberts , bandarísk leikkona, lést í janúar, 65 ára að aldri. Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín í Bond-myndinni A View to a Kill og sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show. Í A View to a Kill lék hún Bond-stúlkuna Stacey Sutton en Roger Moore fór með hlutverk breska njósnarans George Segal , bandarískur leikari, lést í mars, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs. Stephen Sondheim , bandarískt tónsláld og lagahöfundur, lést í nóvember 91 árs að aldri. Sondheim var eitt virtasta tónskáldið í leiklistarheiminum í Bandaríkjunum og vann hann til fjölda verðlauna á ferli sínum. Á ferli sínum samdi hann tónlist fyrir mörg af þekktustu leikritum sem sýnd hafa verið á Broadway, þar á meðal Company, Follies og A Little Night Music. Þá samdi hann textana fyrir lögin í West Side Story. SOPHIE , skosk tónlistarkona og framleiðandi, lést í janúar, 34 ára að aldri. Sophie, Sophie Xeon fullu nafni, var tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir plötu sína Oil of Every Pearl’s Un-Insides sem kom út árið 2018, en auk eigin tónlistar vann hún með fjölda tónlistarfólks á borð við Madonnu, Vince Staples, Let’s Eat Grandma og Charli XCX. Jim Steinman , bandarískur lagasmiður, lést í apríl, 73 ára að aldri. Steinman samdi ógleymanleg lög eins og Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart. Dean Stockwell , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Quantum Leap, lést í nóvember, 85 ára að aldri. Una Stubbs , bresk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Till Death Us Do Part og Sherlock, lést í ágúst. Hún var 84 ára að aldri. Árið 2010 birtist Stubbs í þáttunum Sherlock þar sem Benedict Cumberbatch fór með hlutverk Sherlock Holmes. Fór Stubbs þar með hlutverk leigusala Holmes og Mr. Watsons. Sylvain Sylvain , gítarleikari bandarísku rokk- og pönksveitarinnar New York Dolls, lést í janúar, 69 ára að aldri. Mikis Theodorakis , grískt tónskáld sem þekktastur er fyrir að hafa tónlist myndarinnar Grikkjans Zorba frá árinu 1964, lést í ágúst, 96 ára að aldri. Theodorakis var líka virkur í andspyrnuhreyfingunni gegn hersetu nasista í Grikklandi á tímum seinna stríðs og átti síðar eftir að starfa sem þingmaður. B.J. Thomas , bandarískur tónlistarmaður, lést í maí, 78 ára að aldri. Thomas var margverðlaunaður popp-, kántrí- og gospelsöngvari, hlaut fimm Grammy-verðlaun á ferlinum, en meðal þekktustu laga hans eru Raindrops Keep Falling on My Head, Hooked on a Feeling, I‘m So Lonsome I Could Cry og svo framvegis. Svante Thuresson , sænskur djasstónlistarmaður, lést í maí, 84 ára að aldri. Tónlistarferill Thuressons spannaði rúma sex áratugi og naut hann mikilla vinsælda bæði í heimalandinu og víðar á Norðurlöndum. Brian Travers , saxófónleikarinn, lagasmiður og liðsmaður bresku reggísveitarinnar UB40, lést í ágúst, 62 ára að aldri. Travers var einn þeirra sem stofnuðu sveitina árið 1978 ásamt öðrum tónlistarmönnum frá ensku borginni Birmingham. Meðal vinsælla laga sveitarinnar má nefna Red Red Wine og Falling In Love With You. James Michael Tyler fór með hlutverk Gunther í þáttunum Friends. James Michael Tyler , bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir að leika kaffihúsaþjóninn Gunther í Friends, lést í október. Tyler, sem var 59 ára, lést úr blöðruhálskirtilskrabbameini. Jean-Marc Vallée , kanadískur leikstjóri, lést í desember, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects. Lars Vilks , sænskur listamaður, lést í bílslysi ásamt tveimur lögregluþjónum í október. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. Bunny Wailer , jamaískur reggítónlistarmaður sem stofnaði sveitina The Wailers ásamt þeim Bob Marley og Peter Tosh, lést í febrúar, 73 ára að aldri. Jessica Walters , bandarísk leikkona sem í seinni tíð var þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Arrested Development, lést í mars, áttræð að aldri. Walter lék á sínum yngri árum meðal annars í Play Misty for Me, fyrstu kvikmyndinni sem Clint Eastwood leikstýrði, og rómantísku gamanyndinni The Flamingo Kid. Þá var hún tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttaröðunum Trapper John M.D. og Streets of San Fransisco. Charlie Watts , trymbill Rolling Stones, lést í ágúst, áttræður að aldri. Rolling Stones er ein ástsælasta rokkhljómsveit allra tíma. Sveitin var stofnuð árið 1962 og hefur verið virk allar götur síðan þá. Sveitin samanstóð af Mick Jagger, Brian Jones, Keith Richards, Bill Wyman og Watts. Charlie Watts.EPA Sabine Weiss , svissnesk-franskur ljósmyndari, lést í París í desember, 97 ára að aldri. Hún er af mörgum talin vera frumkvöðull á sviði ljósmyndunar og var síðasti eftirlifandi ljósmyndarinn sem tilheyrði frönsku húmanistastefnunni. Betty White , bandarísk leikkona, lést í gamlársdag, 99 ára að aldri. White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Michael K. Williams , bandarískur leikari sem birtist meðal annars í þáttunum The Wire, lést í september, 54 ára að aldri. Hann fór með hlutverk Omar Little í The Wire og átti síðar eftir að birtast í þáttunum Boardwalk Empire. Mary Wilson , bandarísk söngkona og ein stofnenda sveitarinnar The Supremes, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Supremes naut mikillam meðal annars með lögum eins og You Can't Hurry Love og Stop! In the Name of Love. Terence Wilson , breskur söngvari, einnig þekktur sem Astro, lést í nóvember, 64 ára að aldri. Hann var fyrrverandi söngvari og einn stofnenda bresku reggísveitarinnar UB40. Samuel E. Wright , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir að hafa ljáð krabbanum Sebastían í Disney-myndinni Litlu hafmeyjunni rödd sína, lést í maí, 74 ára að aldri. Young Dolph , bandarískur rappari, var skotinn til bana í nóvember. Hann varð 36 ára.Young Dolph gaf út sína fyrstu plötu árið 2016, King of Memphis, en meðal vinsælustu laga hans má nefna Major og On the River. Íþróttir Elgin Baylor , bandarískur körfuboltamaður, lést í mars, 86 ára gamall. Baylor er í hópi bestu leikmannanna í sögu NBA deildarinnar í körfubolta en hann lék með Lakers frá 1958 til 1971. Andy Fordham , fyrrverandi heimsmeistari í pílukasti, lést í júlí, 59 ára að aldri. Fordham vann heimsmeistaramót BDO-samtakanna 2004 þegar hann sigraði Mervyn King í úrslitaleiknum, 6-3. Þar áður hafði hann tapað fjórum sinnum í röð í undanúrslitum mótsins. Hann gekk undir nafninu Víkingurinn. Jimmy Greaves , fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins og einn mesti markaskorari enskrar knattpyrnu frá upphafi, lést í september, 81 árs að aldri. Hann skoraði 44 mörk í 57 leikjum fyrir enska landsliðið, og var hluti af enska liðinu sem að vann heimsmeistaramótið árið 1966. Roger Hunt , næstmarkahæsti leikmaður í sögu Liverpool og heimsmeistari með Englandi 1966, lést í september, 83 ára að aldri. Hunt lék með Liverpool á árunum 1958-69, alls 492 leiki og skoraði 285 mörk. Hann var markahæsti leikmaður í sögu Liverpool í 23 ár, eða þar til Ian Rush sló markametið hans 1992. CJ Hunter , bandarískur kúluvarpari, lést í desember, 52 ára gamall. Hann átti heimsmeistaratitil í kúluvarpi en var einnig þekktur fyrir samband sitt við stórstjörnuna Marion Jones og það að hafa fallið á lyfjaprófi rétt fyrir Ólympíuleika. Hunter kastaði kúlunni lengst 21,87 metra en hann á einnig bronsverðlaun frá HM 1997. Peter Lorimer , markahæsti leikmaður í sögu Leeds United, er lést í mars, 74 ára að aldri. Lorimer skoraði 238 mörk í 705 leikjum fyrir félagið, en hann hafði glímt við langvarandi veikindi. Lorimer vann deildina tvisvar með Leeds, ásamt því að vinna FA bikarinn og deildarbikarinn. John Madden , NFL-þjálfari og sjónvarpsmaður, lést í desember, 85 ára að aldri.Madden þjálfaði Oakland Raiders á árunum 1969-78. Undir hans stjórn vann liðið Ofurskálina í fyrsta sinn 1977. Madden er með bestan árangur allra þjálfara sem hafa stýrt liðum í meira en hundrað leikjum í NFL-deildinni.Eftir að hann hætti sem þjálfari aðeins 42 ára fór Madden að starfa við lýsingar frá leikjum í NFL og varð afar farsæll á því sviði. Madden þekktur fyrir að vera andlit eins vinsælasta tölvuleiks allra tíma, Madden NFL Football. Gerd Muller , þýskur knattspyrnumaður, lést í ágúst, 75 ára að aldri. Muller er einn mesti markaskorari allra tíma en hann lék langstærstan hluta ferils síns með FC Bayern þar sem hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum í þýsku Bundesligunni. Hann lék 62 landsleiki með Vestur Þýskalandi og skoraði í þeim 68 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar árið 1974 þar sem Vestur Þjóðverjar mættu Hollendingum. Alegna Osorio , frjálsíþróttakona frá Kúbu, lést í júlí, nítján ára að aldri. Hún lést af völdum áverka sem hún hlaut eftir að hafa fengið sleggju í höfuðið á æfingu, en hún hafði áður keppt á Ólympíuleikum unglinga. Alfredo Quintana , landsliðsmarkvörður Portúgals í handbolta, lést í febrúar, 32 ára að aldri.Quintana fékk hjartastopp á æfingu með Porto og lést síðar á sjúkrahúsi. Olivia Podmore , nýsjálensk hjólreiðakona, lést í ágúst, 24 ára að aldri. Podmore var aðeins 24 ára gömul og hafði keppt fyrir Nýja Sjáland á stórmótum þar á meðal Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Podmore þótti mjög efnileg hjólreiðakona en hún vann silfur í spretthjólreiðum liða á HM unglinga árið 2015 og komst með því inn á Ólympíuleikana ári síðar. Glenn Roeder , fyrrverandi knattspyrnustjóri Newcastle United og West Ham United, lést í febrúar, 65 ára að aldri. Jacques Rogge , Belgi sem gegndi embætti forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar í tólf ár, er lést í ágúst, 79 ára að aldri. Rogge tók við formennsku í nefndinni á árið 2001 en Þjóðverjinn Thomas Bach tók svo við stöðunni árið 2013. Zlatko Saracevic , króatísk handboltakempa, lést í febrúar, 59 ára að aldri. Sem leikmaður vann hann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996. Eftir farsælan feril sem leikmaður gerðist Saracevic þjálfari. Sabine Schmitz , þýsk kappaksturs- og Top Gear-stjarna, lést í mars, 51 árs að aldri. Hin þýska Schmitz, sem þekkt var sem „Drottning Nürburgring“, hafði glímt við krabbamein síðustu ár. Schmitz var fastur gestur í Top Gear, bílaþáttum BBC, og var í hópi stjórnenda þáttanna á árunum 2016 til 2020. Agnes Tirop , kenísk frjálsíþróttakona, var myrt af eiginmanni sínum í október. Hún varð 25 ára. Tirop vann til bronsverðlauna í 10.000 metra hlaupi á HM 2017 og 2019 og lenti í 4. sæti í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þá vann hún gull í 5000 metra hlaupi á demantamótaröðinni í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Frank Williams , stofnandi og fyrrverandi eigandi Williams-liðsins í Formúlu 1 lést í desember, 79 ára að aldri. Keke Rosberg, Nelson Piquet, Nigel Mansell, Alain Prost, Damon Hill og Jacques Villeneuve hafa orðið heimsmeistarar í Williams bílum. Viðskipti Sheldon G. Adelson , bandarískur auðjöfur sem rak spilavíti og var lengi einn mest áberandi maðurinn í viðskiptalífinu í Las Vegas, lét í janúar, 87 ára að aldri. Sir David Barclay , breskur auðjöfur og fjölmiðlamógúll, lést í janúar, 86 ára að aldri. Barclay var ásamt tvíburabróður sínum, Sir Frederick Barclay, eigandi Telegraph Media Group. Larry Flynt , hinn víðfrægi og mjög svo umdeildi stofnandi klámritsins Hustler, lést í febrúar, 78 ára að aldri. Hann var ítrekað kærður vegna tímaritsins og þurfti jafnvel að sitja í fangelsi. Árið 1978 reyndi árásarmaður að skjóta Flynt til bana en hann lamaðist í árásinni. Vinsældir Flynt náðu líklegast hámarki við útgáfu kvikmyndarinnar The People Vs. Larry Flynt, sem Oliver Stone framleiddi og var í leikstjórn Miloš Forman. Woody Harrelson fór með hlutverk Flynt en sú mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna. John McAfee , bandaríski tæknifrömuður, lést í júní, 75 ára gamall. Hann fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna vegna skattsvika.McAfee var frumkvöðull þegar kemur að veiruvarnarforritum. Bernard Tapie , einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, lést í október, 78 ára gamall. Tapie átti um tíma Adidas og fótboltafélagið Olympique Marseille. Þá lenti hann einnig í lagalegum vandræðum og sat í fangelsi. Annað Aaron T. Beck , bandarískur vísindamaður sem jafnan hefur verið talinn faðir hugrænnar atferlismeðferðar, lést í október, hundrað ára að aldri. Rannsóknir hans og vinna eru talin hafa valdið straumhvörfum í greiningu og meðhöndlun á þunglyndi og geðsjúkdómum. Michael Collins , flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, lést í apríl, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. Peter R. de Vries , þekktur hollenskur rannsóknarblaðamaður, lést í júlí eftir að hafa verið skotinn á götu út í Amsterdam. Hann var 64 ára gamall. Hann hafði lengi barist gegn óréttlæti í Hollandi og var þyrnir í síðu glæpagengja í sífellt harðnandi undirheimi Amsterdam. Kim Friele, norsk baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks á Norðurlöndum, lést í nóvember, 86 ára að aldri. Hún barðist um margra áratuga skeið fyrir bættum réttindum hinsegin fólks og átti mikinn þátt í því að lagabreytingar voru gerðar í Noregi árið 1972 sem fólu í sér að kynlíf tveggja karlmanna varðaði ekki lengur við lög. G. Gordon Liddy , sem hefur verið nefndur höfuðpaurinn þegar kom að innbrotinu á skrifstofur Demókrataflokksins á Watergate-hótelinu í Washington árið 1972, lést í mars, níutíu ára að aldri. Watergate-hneykslið átti eftir að leiða til afsagnar Richards Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta árið 1974. Rush Limbaugh , bandarískur útvarpsmaður, lést í febrúar, sjötíu ára að aldri. Limbaugh naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Bernie Madoff , bandarískur svikahrappur, lést í fangelsi í apríl, 82 ára að aldri. Hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik en hann var dæmdur fyrir að svíkja um 65 milljarða dala af skjólstæðingum sínum. Tom Moore kafteinn.EPA Sir Tom Moore kafteinn lést í febrúar, 100 ára að aldri. Moore öðlaðist heimsfrægð í fyrra eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir breska heilbrigðiskerfið á tímum heimsfaraldurs í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Dianna Ortiz , áhrifamikil bandarísk nunna, lést í febrúar, 62 ára að aldri. Hún átti þátt í að svipta hulunni af aðkomu Bandaríkjanna að ódæðum hermanna í Gvatemala á árum áður, eftir að hún var handsömuð af hermönnum, pyntuð og nauðgað ítrekað. Phil Spector , bandarískur tónlistarframleiðandi og morðingi, lést í janúar, 81 árs að aldri. Spector var á árum áður mikils virtur í tónlistarbransanum og framleiddi poppslagara á borð við Da Doo Ron Ron, Be My Baby og He's a Rebel. Spector var ári 2003 dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á leikkonunni Lönu Clarkson. Hann lést af völdum COVID-19 á bakvið lás og slá. Desmond Tutu , fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést íá öðrum degi jóla, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. Kurt Westergaard , danskir skopmyndateknari sem er hvað þekktastur fyrir skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, lést í júlí. Hann var 86 ára. Fréttin var síðast uppfærð 31. desember 2021.
Andlát Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00
Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00
Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00