Kane slapp við rautt því Robertson hoppaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:30 Paul Tierney sýnir Harry Kane gula spjaldið. Liverpool-menn vildu sjá annan lit á spjaldinu. epa/FACUNDO ARRIZABALAGA Harry Kane var ekki rekinn af velli fyrir brotið á Andy Robertson því Skotinn hoppaði þegar hann var tæklaður. The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00
Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40