Liðið hans Tom Brady skoraði ekki eitt stig í nótt: Hafði ekki gerst í fimmtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 08:23 Þetta var mjög erfitt kvöld fyrir Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. AP/Mark LoMoglio Tom Brady og félagar hans í NFL-meistaraliði Tampa Bay Buccaneers töpuðu leik sínum í nótt en stærsta fréttin var kannski að þeir skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum. Þetta var annars skrautlegur leikur sem endaði með 9-0 sigri New Orleans Saints. Sparkarinn Brett Maher skoraði þrjú vallarmörk og það voru einu stig leiksins. Buccaneers liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Hinn 44 ára gamli Tom Brady hefur verið frábær á tímabilinu en það gekk ekkert upp í nótt. Hann kastaði boltanum tvisvar frá sér og var felldur fjórum sinnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 þar sem liðið hans Brady tekst ekki að skora stig en hann hafði spilað 255 leiki í röð með að minnsta kosti þrjú stig á töflunni. „Ég held að við höfum ekki verið góðir í neinu í nótt,“ sagði Tom Brady. Vikuna áður hafði Brady verið sá fyrsti í sögunni til að kasta fyrir 700 snertimörkum. „Þetta var ekki bara eitthvað eitt heldur fullt af hlutum. Við verðum að gera betur í öllu í sóknarleiknum okkar. Við vinnu ekki leiki ef við skorum ekki stig,“ sagði Brady. Tampa Bay Buccaneers liðið er samt áfram á toppnum í suðurriðli Þjóðardeildarinnar. „Við verðum að vera miklu betri. Við verðum að vinna mikið í okkar málum og það er mikið af fótbolta eftir enn,“ sagði Brady. Ofan á slaka frammistöðu þá meiddust líka hlauparinn Leonard Fournette og útherjarnir öflugu Chris Godwin og Mike Evans. Þetta var því skelfilegur leikur fyrir Buccaneers á alla mögulega vegu. On #SNF, the @Saints handed Tom Brady his first shutout since Week 15, 2006 ...Back on Dec 10, 2006:- Brady was 29 years, 129 days old- No currently active defensive player had yet entered the NFL- Drew Brees was playing his first season w/ the Saints— NFL Research (@NFLResearch) December 20, 2021 NFL Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Sjá meira
Þetta var annars skrautlegur leikur sem endaði með 9-0 sigri New Orleans Saints. Sparkarinn Brett Maher skoraði þrjú vallarmörk og það voru einu stig leiksins. Buccaneers liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Hinn 44 ára gamli Tom Brady hefur verið frábær á tímabilinu en það gekk ekkert upp í nótt. Hann kastaði boltanum tvisvar frá sér og var felldur fjórum sinnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 þar sem liðið hans Brady tekst ekki að skora stig en hann hafði spilað 255 leiki í röð með að minnsta kosti þrjú stig á töflunni. „Ég held að við höfum ekki verið góðir í neinu í nótt,“ sagði Tom Brady. Vikuna áður hafði Brady verið sá fyrsti í sögunni til að kasta fyrir 700 snertimörkum. „Þetta var ekki bara eitthvað eitt heldur fullt af hlutum. Við verðum að gera betur í öllu í sóknarleiknum okkar. Við vinnu ekki leiki ef við skorum ekki stig,“ sagði Brady. Tampa Bay Buccaneers liðið er samt áfram á toppnum í suðurriðli Þjóðardeildarinnar. „Við verðum að vera miklu betri. Við verðum að vinna mikið í okkar málum og það er mikið af fótbolta eftir enn,“ sagði Brady. Ofan á slaka frammistöðu þá meiddust líka hlauparinn Leonard Fournette og útherjarnir öflugu Chris Godwin og Mike Evans. Þetta var því skelfilegur leikur fyrir Buccaneers á alla mögulega vegu. On #SNF, the @Saints handed Tom Brady his first shutout since Week 15, 2006 ...Back on Dec 10, 2006:- Brady was 29 years, 129 days old- No currently active defensive player had yet entered the NFL- Drew Brees was playing his first season w/ the Saints— NFL Research (@NFLResearch) December 20, 2021
NFL Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Sjá meira