Veður

Hæg suð­vest­læg átt og sums staðar þoku­loft eða súld

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður yfirleitt á bilinu tvö til sjö stig, en kólnar seinni partinn.
Hiti verður yfirleitt á bilinu tvö til sjö stig, en kólnar seinni partinn. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir fremur hægri suðvestlægri átt í dag þar sem víða mun létta til á Norður- og Austurlandi. Skýjað og sums staðar þokuloft eða súld suðvestantil á landinu. Hiti verður yfirleitt á bilinu tvö til sjö stig, en kólnar seinni partinn.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þar segir að að á morgun verði norðaustlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu.

„Skúrir eða slydduél syðst á landinu og stöku él við norðausturströndina, annars bjart með köflum. Veður fer kólnandi og á morgun verður komið frost um mest allt land.

Á miðvikudag (Þorláksmessu) er útlit fyrir austan og norðaustan golu eða kalda. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en dálítil él fyrir norðan og austan. Frost yfirleitt á bilinu 0 til 6 stig.“

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag (vetrarsólstöður): Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Stöku él við S- og A-ströndina, annars bjart með köflum. Frost víða 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum á NA-landi, en hiti um eða yfir frostmarki S-lands.

Á miðvikudag: Austan- og norðaustanátt 3-8. Léttskýjað V-til á landinu, en stöku él á NA- og A-landi. Frost yfirleitt 0 til 8 stig, en frostlaus við S- og SV-ströndina.

Á fimmtudag (Þorláksmessa): Austlæg átt og bjart veður, en skýjað A-lands og dálítil él syðst á landinu. Hiti breytist lítið.

Á föstudag (aðfangadagur jóla) og laugardag (jóladagur): Útlit fyrir norðanátt með lítilsháttar éljum á N- og A-landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×