Sú besta í heimi eins og krúttleg lítil stelpa þegar hún bað Tiger um mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 13:01 Nelly Korda bítur í Ólympíugullið sitt eftir sigur sinn á leikunum í Tókýó í sumar. EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS Falleg stund náðist á mynd um helgina þegar besti kvenkylfingur heims um þessar mundir hitti goðsögnina Tiger Woods í fyrsta sinn á ævinni. Það er óhætt að segja að hún hafi verið spennt og ætlaði jafnframt ekki að láta tækifærið renna úr greipum sér. Nelly Korda er efst á heimslista kvenna í golfi en hún vann PGA-risamótið í ár og tryggði sér einnig Ólympíugull á leikunum í Tókýó í ágúst. Korda er 23 ára gömul og þykir hafa allt til alls til að verða súperstjarna í íþróttinni á næstu árum. Hún og Tiger eru bæði mikið í Flórída eins og fjölmargir af bestu kylfingum heims en það kom örugglega mjög mörgum á óvart að þau hefðu aldrei fyrst fyrir PNC Championship góðgerðamótið um helgina. Á PNC Championship spila kylfingar með foreldrum eða börnum. Tiger Woods var að spila með syni sínum Charlie Axel Woods en Nelly Korda með föður sínum Petr Korda sem vann meðal annars risamót í tennis á sínum ferli. Nelly Korda fékk loksins tækifærið fyrir aftan átjándu flötina á laugardaginn þegar Woods og Charlie kláruðu fyrri umferðina sína á PNC Championship mótinu í Orlando. Það besta er að atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Nelly met Tiger for the first time. Her reaction says it all. pic.twitter.com/Wn2yEFP42h— PGA TOUR Champions (@ChampionsTour) December 18, 2021 „Hæ, Tiger,“ sagði Nelly Korda vandræðalega við Tiger Woods og bað hann síðan um mynd. Hann tók henni vel og var að sjálfsögðu til í mynd. „Nelly,“ svaraði Tiger eins og hann hafði þekkt hana síðan hún fæddist. „Já, þú færða hana, klárt mál,“ sagði Tiger Woods. Nelly gekk einu skrefi lengra og spurði hvort bróðir hennar fengi líka að vera með á mynd. Bróðir hennar Sebastian Korda er atvinnumaður í tennis eins og pabbi þeirri. Pabbinn tekur síðan myndina af henni og svo er tekin mynd af Sebastian og Petr með Tiger. Myndbandið sýnir Nelly þegar hún kemur svífandi úr myndatökunni, brosandi út að eyrum, eins og smástelpa nýbúin að opna draumajólagjöfina sína. Tiger spyr þau síðan að því á hversu mörgum höggum þau kláruðu hringinn sem var 63 högg eins og Woods feðgarnir. Petr segir að dóttirin hafi borið þau uppi en hún nefnir fuglinn sem faðir hennar náði á annarri holunni. Nelly þakkar Tiger nokkrum sinnum fyrir og gengur síðan skælbrosandi í burtu. „Draumur minn var að rætast,“ segir hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Golf Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Nelly Korda er efst á heimslista kvenna í golfi en hún vann PGA-risamótið í ár og tryggði sér einnig Ólympíugull á leikunum í Tókýó í ágúst. Korda er 23 ára gömul og þykir hafa allt til alls til að verða súperstjarna í íþróttinni á næstu árum. Hún og Tiger eru bæði mikið í Flórída eins og fjölmargir af bestu kylfingum heims en það kom örugglega mjög mörgum á óvart að þau hefðu aldrei fyrst fyrir PNC Championship góðgerðamótið um helgina. Á PNC Championship spila kylfingar með foreldrum eða börnum. Tiger Woods var að spila með syni sínum Charlie Axel Woods en Nelly Korda með föður sínum Petr Korda sem vann meðal annars risamót í tennis á sínum ferli. Nelly Korda fékk loksins tækifærið fyrir aftan átjándu flötina á laugardaginn þegar Woods og Charlie kláruðu fyrri umferðina sína á PNC Championship mótinu í Orlando. Það besta er að atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Nelly met Tiger for the first time. Her reaction says it all. pic.twitter.com/Wn2yEFP42h— PGA TOUR Champions (@ChampionsTour) December 18, 2021 „Hæ, Tiger,“ sagði Nelly Korda vandræðalega við Tiger Woods og bað hann síðan um mynd. Hann tók henni vel og var að sjálfsögðu til í mynd. „Nelly,“ svaraði Tiger eins og hann hafði þekkt hana síðan hún fæddist. „Já, þú færða hana, klárt mál,“ sagði Tiger Woods. Nelly gekk einu skrefi lengra og spurði hvort bróðir hennar fengi líka að vera með á mynd. Bróðir hennar Sebastian Korda er atvinnumaður í tennis eins og pabbi þeirri. Pabbinn tekur síðan myndina af henni og svo er tekin mynd af Sebastian og Petr með Tiger. Myndbandið sýnir Nelly þegar hún kemur svífandi úr myndatökunni, brosandi út að eyrum, eins og smástelpa nýbúin að opna draumajólagjöfina sína. Tiger spyr þau síðan að því á hversu mörgum höggum þau kláruðu hringinn sem var 63 högg eins og Woods feðgarnir. Petr segir að dóttirin hafi borið þau uppi en hún nefnir fuglinn sem faðir hennar náði á annarri holunni. Nelly þakkar Tiger nokkrum sinnum fyrir og gengur síðan skælbrosandi í burtu. „Draumur minn var að rætast,“ segir hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Golf Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira