Klopp: Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 10:01 Jürgen Klopp var mjög ósáttur með ákvarðanir Paul Tierney eins og sést á þessari mynd. AP/Frank Augstein Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með Paul Tierney dómara í 2-2 jafnteflinu á móti Tottenham í gær. Klopp sagði meira segja við Tierney í leikslok að hann ætti í engum vandræðum með neinn dómara í ensku deildinni nema hann. Liverpool vildi fá rautt spjald á Harry Kane fyrir sólartæklingu hans sem og að fá víti þegar Diego Jota féll í teignum. Í stað þess var Andrew Robertson tekinn af velli í seinni hálfleik og Liverpool varð að sætta sig við 2-2 jafntefli. Hér fyrir neðan sjá viðtal við Klopp og eins svipmyndir af öllum þessum umdeildu atvikum. "I really have no idea what's his problem with me." Jurgen Klopp reacts to #LFC's draw at Tottenham and expresses his frustration at the refereeing in the game.pic.twitter.com/bYxMv3VdZq— Sky Sports (@SkySports) December 19, 2021 „Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Það voru miklar tilfinningar hjá mér í þessum leik en er það bara ekki eðlilegt í leik sem þessum. Hann kemur sérstaklega til mín og gefur mér gult spjald en ég hefði kosið frekar réttar ákvarðanir hjá honum inn á vellinum,“ sagði Klopp. „Við misstum alla miðjuna okkar og besta miðvörð heims. Við missum fyrirliðann okkar á leikdegi og við gátum því ekki beðið um besta fótboltaleik okkar á tímabilinu. Þú verður bara að berjast í þessari stöðu og það gerðu strákarnir,“ sagði Klopp. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa [Andrew] Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. „Þú þarft ekki á dómara að halda sem hjálpar þér. Þú þarft hins vegar dómara sem er með allt á hreinu og er óhlutdrægur. Í þremur atriðum þá hafði hann eitt rétt en tvö voru röng. Allt var á móti okkur,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá hvað Klopp sagði við Paul Tierney strax eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Klopp sagði meira segja við Tierney í leikslok að hann ætti í engum vandræðum með neinn dómara í ensku deildinni nema hann. Liverpool vildi fá rautt spjald á Harry Kane fyrir sólartæklingu hans sem og að fá víti þegar Diego Jota féll í teignum. Í stað þess var Andrew Robertson tekinn af velli í seinni hálfleik og Liverpool varð að sætta sig við 2-2 jafntefli. Hér fyrir neðan sjá viðtal við Klopp og eins svipmyndir af öllum þessum umdeildu atvikum. "I really have no idea what's his problem with me." Jurgen Klopp reacts to #LFC's draw at Tottenham and expresses his frustration at the refereeing in the game.pic.twitter.com/bYxMv3VdZq— Sky Sports (@SkySports) December 19, 2021 „Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Það voru miklar tilfinningar hjá mér í þessum leik en er það bara ekki eðlilegt í leik sem þessum. Hann kemur sérstaklega til mín og gefur mér gult spjald en ég hefði kosið frekar réttar ákvarðanir hjá honum inn á vellinum,“ sagði Klopp. „Við misstum alla miðjuna okkar og besta miðvörð heims. Við missum fyrirliðann okkar á leikdegi og við gátum því ekki beðið um besta fótboltaleik okkar á tímabilinu. Þú verður bara að berjast í þessari stöðu og það gerðu strákarnir,“ sagði Klopp. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa [Andrew] Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. „Þú þarft ekki á dómara að halda sem hjálpar þér. Þú þarft hins vegar dómara sem er með allt á hreinu og er óhlutdrægur. Í þremur atriðum þá hafði hann eitt rétt en tvö voru röng. Allt var á móti okkur,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá hvað Klopp sagði við Paul Tierney strax eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira