„Með sorg í hjarta tilkynnum við ykkur um að vinur okkar og félagi, Carlos Marin, sé látinn. Hans verður sárt saknað af fjölskyldu, vinum og aðdáendum. Aldrei aftur verður hér með okkur önnur eins rödd eða sál,“ segir í tilkynningu á opinberum aðgangi sönghópsins á Twitter.
It is with heavy hearts that we are letting you know that our friend and partner, Carlos Marin, has passed away. He will be missed by his friends, family and fans. There wiIl never be another voice or spirit like Carlos. pic.twitter.com/uyRFjXADF6
— Il Divo (@ildivoofficial) December 19, 2021
Hljómsveitin Il Divo hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan frá því að hún var stofnuð árið 2003. Hópurinn hefur selt fleiri en 30 milljón eintök af plötum sínum.
Það var breska raunveruleikastjarnan Simon Cowell sem að stofnaði hópinn en Carlos Marin hefur verið meðlimur hans frá upphafi.
Il Divo flytur klassísk lög en vinsælasta lag þeirra á Spotify er smellurinn Hasta mi final: